Vera - 01.06.1985, Side 26
„Afnám alls misréttis
gegn konum“
Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í
New York 1979 var samþykktur samningur
um afnám alls misréttis gagnvart konum og
var samningurinn undirritaður fyrir ís-
lands hönd á ráðstefnunni um kvennaára-
tug Sameinuðuþjóðanna íKauþmannahöfn
24. júlí 1980. Nú síðla aþrílmánaðar á því
herrans ári 1985, fimm árum síðar, leggur
ríkisstjórn íslands til að samningurinn verði
fuilgiltur. Með samningnum skuldbinda
aðildarríki SP sig til að gera ráðstafanir til
að afnema misrétti gagnvart konum á hin-
um ýmsu sviðum.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir lýsti fullum og ein-
huga stuðningi Kvennalistans við tillöguna eins og við
var að búast, en benti jafnframt á að mikið vantaði á
raunverulega framkvæmd þess að allt misrétti gagnvart
konum væri úr sögunni og því hnyti hún um það sem í
greinargerð stæði: ,,Ekki er talin þörf frekari lagasetn-
ingar né annarra ráðstafana til þess að geta framfylgt
samningnum.“ Ef litið væri á vinnumarkaðinn blasti við
kynbundið launamisrétti hvert sem litið væri. Því spurði
hún hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin ætlaði að gera til
þess að afnema kynbundið launamisrétti og framfylgja
samningnum um afnám alls misréttis gagnvart konum
að því leytinu til. Þar væru ýmsar leiöir færar og flutt
hefðu verið þingmál sem miöuðu að raunverulega
bættri stöðu kvenna hér á landi, en þau þingmál hefðu
ekki hlotið náð hjá þeim þingmeirihluta sem nú stæði að
baki þingsályktunartillögu um afnám alls misréttis
gagnvart konum. Þau mál eiga það öll sameiginlegt að
hafa verið söltuð og svæfð í nefndum þingsins. Má þar
t.d. nefna endurmat á störfum láglaunahópa, en frum-
varp þess efnis var borið fram á þessu þingi og einnig
á síðasta þingi, frumvarp um lengingu fæðingarorlofs
og frumvarp um átak í dagvistunarmálum.
Sigríður rakti innihald samningsins en þar er meðal
annars kveðið á um viðurkenningu á móðurhlutverkinu
og sagt ,,að barnsfæðingarhlutverk konunnar á ekki að
vera undirrót misréttis heldur skal ábyrgð á uppeldi
barna vera skipt á milli karla og kvenna og alls þjóðfé-
lagsins." Hún benti á að ráðstafanir yrði að gera í þjóð-
félagi þar sem yfir 80% kvenna eru úti á vinnumarkaðin-
um og beindi þeirri spurningu til ríkisstjórnarinnar
hvaða ráöstafanir hún hyggðist gera til að framfylgja
þessu grundvallaratriði samningsins. Hún hlyti að
spyrja hvernig ríkisstjórnin hefði hugsað sér að afnema
í raun, eins og sagt væri í samningnum, allt misrétti
gagnvart konum hér á landi. Hvernig ríkisstjórnin ætl-
aði að taka á þessu stóra verkefni, ekki aðeins í orði
heldur einnig á borði, því orðin ein dygðu ekki, hvort
sem þau væri að finna í ræðum á Alþingi eða í gagn-
merkum alþjóöasamningum. ,,Lög og fögur orð duga
nefnilega engan veginn til að afnema allt misrétti
gagnvart konum“ sagði Sigríður Dúna. ,,Til þess er fé-
lagslegur og fjárhagslegur aðstöðumunur karla og
kvenna allt of mikill og hugmyndir um hefðbundin hlut-
verk og stöðu kynjanna allt of rótgrónar. Til þess að hér
megi ríkja jafnrétti í raun, á boröi sem í oröi, verður að
taka sérstaklega á þessum málum með lagasetningu
og ráðstöfunum, sem taka með beinum hætti á vandan-
um og tryggja ótvírætt bættar aðstæður kvenna hér á
landi, ráðstöfunum sem tryggja í raun bæði félagslegt
og fjárhagslegt sjálfstæði kvenna."
Félagsmálaráðherra lýsti í svörum sínum við þeim
spurningum sem fram komu góðum vilja, en sagði lítið
af eða á um ráðstafanir í þeim efnum. Að svo búnu var
tillögunni vísað til síðari umræðu sem enn hefur ekki
farið fram.
Atvinnumálatillaga:
Efling feröaþjónustu
Nýlega lögðu þingkonur Kvennalistans fram
þingsályktunartillögu um eflingu ferðaþjónustu
ásamt þremur þingmönnum öðrum. í tillögunni er
farið fram á að kannað verði fyrir mitt þetta ár hversu
mikið fjármagn þarf til að kosta þær framkvæmdir
sem nauðsynlegar eru til að mæta þeirri 7—8% fjölg-
un erlendra ferðamanna sem Ferðamálaráð áætlar
að verða muni. Ennfremur að lagðar verði fram í tæka
tíð fyrir gerð næstu fjárlaga tillögur um aukin fjár-
framlög til Ferðamálasjóðs svo að hann geti veitt lán
til nauðsynlegra framkvæmda í samræmi við ofan-
greinda áætlun Ferðamálaráðs.
Þróun ferðamála hér á landi
í greinargerð tillögunnar er á það bent að ferðaþjón-
usta er vaxandi atvinnugrein sem líkleg er til að eiga
verulegan þátt í öflun gjaldeyris á komandi árum ef
markvisst er unnið að uppbyggingu hennar. Einnig er á
það bent að í skýrslu sem unnin var að frumkvæði
Ferðamálaráðs árin 1982—83 um stöðu ferðamála og
líklega þróun í þeim málum til ársins 1992, er gert ráö
fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi að meðaltali um
3,5% hér á landi frá 1984—1992. Fjölgun þeirra á s.l.
sumri nam hins vegar um 10% og allt bendir til þess aö
á þessu ári verði hún ekki innan við 7—8%. Til þess aö
mæta þessari miklu fjölgun erlendra ferðamanna þarf
að leita allra hugsanlegra leiða til að lengja ferða-
mannatímann og auka nýtingu hótela og annarrar þjón-
ustu sem þegar er fyrir hendi. Þá þarf að gera ráðstaf-
anir til þess að hægt sé að gera ferðamönnum kleift að
fara víðar um landið en til þess skortir tilfinnanlega að-
stöðu víðast hvar utan höfuðborgarinnar og er brýnt að
bæta úr þessu sem fyrst. Uppbygging ferðaþjónustu úti
á landi hefur auk þess þann mikilvæga kost að skapa
atvinnu í dreifbýlinu og stuðla aö jafnvægi í byggð
landsins sem ekki er vanþörf á einmitt nú, segir í grein-
argerðinni.
Atvinna fyrir konur
Góð umræða varð um tillöguna og voru flestir á þeirri
skoðun að hér væri um þarft innlegg í umræðu um at-
vinnumál að ræða. Kristín Halldórsdóttir, sem er fyrsti
flutningsmaður og fylgdi úr hlaði tillögunni um eflingu
ferðaþjónustu, sagði það gegna nokkurri furðu hve
*
Á
i