Vera - 01.06.1985, Síða 30
og starfshættir flokkanna tækju ekki miö af reynslu og
viðhorfum kvenna. Að vísu má segja að flestir flokkar
hafi tekið eitthvað af baráttumálum kvennahreyfingar-
innar inn í kosningastefnuskrár sínar. Reynslan hefur
hins vegar verið sú, að þegar að framkvæmdum kemur
sjá þeir flokkar sem við stjórnvölinn sitja hverju sinni
alltaf ótal Ijón á veginum. Þeir hafa ekki verið tilbúnir til
að veita baráttumálum kvenna neinn forgang.
Þegar við fórum af stað sögðum við: „Kvennafram-
boðið er alls ekki flokkur heldur er það skipulögð póli-
tísk aðgerð kvenna. . . Það er aðgerð til að knýja fram
stefnubreytingu í samfélaginu. Það er krafa um að
hlustað verði á konur og úrbætur í þeim málum sem á
þeim brenna komist á dagskrá hjá yfirvöldum án tafar.“
M.ö.o. Kvennaframboðið lítur ásig sem eina af mörgum
aðgerðum kvennahreyfingarinnar en ekki sem pólitísk-
an flokk, ekki enn sem komið er a.m.k., og afstaða þess
hlýtur að taka nokkurt mið af því.
Af þessu leiðir að Kvennaframboðið lítur fyrst og
fremst á sig sem kvennapólitískt afl en ekki sem borgar-
málaafl.
Þetta finnst mér nauðsynlegt að undirstrika þar sem
margir viröast hafa snúið þessu við. Það er því ekki
sjálfgefið að við munum í framtíðinni kjósa að eyða
kröftum okkar innan borgarstjórnar. Sú spurning sem
viö hljótum að spyrja okkur á hverjum tíma er: Hvaða
leið er núna vænlegust til að skila árangri í kvennabar-
áttunni? Við munum því ekki melda okkur til kosninga
hverju sinni eins og fótboltalið til árlegrar keppni.
Einmitt um þessar mundir stöndum við andspænis
því aö meta reynslu okkar af 3ja ára borgarstjórnarsetu
og I framhaldi af því taka afstöðu til áframhaldandi fram-
boös. Það mat veröur ekki borið á borð hér, það tilheyrir
öðrum vettvangi. Samhliða þessu — og þá með tilliti til
áframhaldandi setu í borgarstjórn — þurfum viö svo
auðvitað að leggja mat á borgarstjórnarflokkana og
kosti og galla þess að eiga samstarf við þá.
Það segir sig náttúrlega sjálft að það er auðveldast
fyrir okkur að meta Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hann
dæmist af verkum sínum en minnihlutaflokkarnir fyrst
og fremst af orðum. Verk Sjálfstæðisflokksins á yfir-
standandi kjörtímabili eru í veigamiklum atriðum and-
stæð stefnu Kvennaframboðsins. Ég þarf ekki að hafa
mörg orð um þetta en ég get nefnt sem dæmi að borgar-
stjórnarmeirihlutinn stendur fyrir aukinni miðstýringu
en Kvennaframboðið leggur áherslu á að valdinu sé
dreift og íbúasamtök fái aukin áhrif innan borgarkerfis-
ins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt algert viljaleysi til
að leiðrétta launamisrétti milli kvenna og karla hjá borg-
inni sem er eitt af helstu baráttumálum Kvennafram-
boðsins. Hann hefur sett malbik og gatnagerð í öndvegi
þar sem við vildum setja ýmsar nauðþurftir, s.s. bygg-
ingu dagvistarstofnana o.fl. Þeir reka harða eignaíbúð-
arstefnu þegar við leggjum áherslu á aukið valfrelsi og
svona mætti lengi telja.
í þau 3 ár sem Kvennaframboðið hefur setið í borgar-
stjórn hefur það því haft ærin tilefni og nægan tíma til
að afskrifa að það geti átt samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn. Hef ég því engar áhyggjur af áliti þess flokks á
Kvennaframboðinu né helduryfirlýsingum borgarstjóra
um Kvennaframboðið eða samstarf minnihlutans. Þó
slíkt sé greinilega áhyggjuefni kollega minna hér.
Og þá er röðin komin að minnihlutanum. Það er erfitt
að leggja raunhæft mat á minnihlutaflokkana í Ijósi síð-
ustu 3ja ára vegna þess að þá ráða orð en ekki gerðir.
Til þess að matið verið raunhæft þarf að taka stjórnar-
tímabil þeirra með í dæmiö. Þó margt hafi eflaust verið
vel gert á því tímabili og andinn hafi — eftir því sem
manni er sagt — oft að sönnu verið reiöubúinn þá var
hold einhverra greinilega veikt. Og engin keðja er sterk-
ari en veikasti hlekkurinn. Satt best að segja finnst
manni sem hin s.k. ,,vinstri“ stjórn í Reykjavík hafi oft
verið ansi veik. Því miður er það nú svo að það vantar
töluvert upp á að vinstri stjórnir séu eins kraftmiklar og
marksæknar og hægri stjórnir eru oft á tíðum, t.d. sú
sem nú situr í Reykjavík. Því það er hún hvort sem
manni líkar það svo betur eða verr og hvaða augum
sem maður annars lítur á vinnubrögð hennar.
Þaö er ýmislegt sem stingur í augu þegar vinstri-
stjórnartímabilið er skoðað. Má í því sambandi nefna að
íbúasamtök fengu ekki aukin völd eða áhrif í borginni og
komu á engan hátt inn í stjórnarkerfið. Stjórnarkerfiö
var þar að auki að mestu óbreytt, — ef undan eru skildar
nokkrar nefndir sem settar voru á laggirnar, — og mið-
stýringin var sú sama og áður. í dagvistarmálum var
unnin áætlun um uppbyggingu dagvistarstofnana en
nýframkvæmdir voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Að
núverandi kjörtímabili Sjálfstæðisflokksins loknu mun
hann — ef að líkum lætur — státa sig af ekki síðri af-
rekaskrá en vinstri meirihlutinn. Bygging leiguíbúða
hélst á kjörtímabili vinstrimeirihlutans tæplega í hendur
viö þær íbúöir sem teknar voru í notkun þrátt fyrir góðar
áætlanir og nokkurt magn af fráteknum lóðum. Þá má
líka nefna að launamisrétti karla og kvenna tók engum
breytingum hjá borginni. Mér vitanlega voru ekki geröar
neinar sérstakar aðgerðir til að leiðrétta það.
Þessi dæmi sem ég hef tínt hér til nefni ég ekki til
þess að vekja úlfúð og deilur á þessum fundi um afreka-
skrá vinstrimeirihlutans. Ég nefni þau vegna þess að
þau hljóta að hafa áhrif á þær vonir og kröfur sem
félagshyggjufólk gerir til stjórnar félagshyggjuflokk-
anna á borginni, ef af veröur. Því þeir hafa starfað sam-
an áður þó ýmsir láti í veðri vaka að aldrei hafi reynt á
samstarf þeirra.
Ef við lítum svo frá vinstri meirihlutanum og athugum
málflutning þessara þriggja flokka á undanförnum
þremur árum þá veröur myndin svolítiö önnur. Þessa
flokka virðist ekki skorta áhuga á uppbyggingu dagvist-
arstofnana og leiguíbúða. Hvað varðar jafnlaunastefn-
una, stjórnkerfið og áhrif íbúasamtaka eru línur ekki
eins Ijósar. Meðal minnihlutans í borgarstjórn virðast
skiptar skoðanir um hvernig þessum málum sé best
fyrir komið.
Allir þeir málaflokkar sem ég hef drepið á hér að ofan,
þ.e. átak í dagvistarmálum, bygging leiguíbúða, launa-
jöfnun, aukin áhrif íbúasamtaka og sveigjanlegra
stjórnkerfi eru auk mála eins og aukin þjónusta við
aldraða og bætt aðstaða unglinga meðal helstu baráttu-
mála Kvennaframboðsins. Allt eru þetta mál sem við
teljum hafa afgerandi áhrif á stöðu kvenna og við mun-
um ekki prútta með þau. Við komum inn í borgarstjórn
sem andófsafl og fjandi legðist lítið fyrir kempuna ef
við létum vængstýfa okkur strax og á reyndi. Þá væri
betur heima setið en af stað fariö. Ég vil hins vegar
ítreka það aö við erum tilbúnar til samstarfs við alla þá
sem vilja gefa þessum baráttumálum forgang án efa á
kostnað annarra mála s.s. gatnaframkvæmda og fram-
kvæmda í þágu keppnisíþrótta.