Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 3

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 3
Röng leið! Kæra Vera! Það er auðvitað tímabært að benda kon- um á það nú þegar þær eru orðnar helm- ingur stúdenta við Háskóla íslands, og stærstur meirihluti í öldungadeildum aö þetta er allt tóm vitleysa, þær eru á rangri braut. Því að konur, svo sérstæðar sem þær eru, hafa fulla innsýn í menntunar- þarfir sínar skv. ábendingu Harðar Berg- manns, fyrrum kennar. Þetta var undirrit- aðri alls ekki Ijóst fyrir og er reyndar ekki enn. Jafnan þegar konur hafa náð ein- hverjum árangri í jafnréttisbaráttu hafa komið fram efasemdir um réttmæti hans. Það hefur ekki verið umdeilt að menntun er ein besta leiðin til betri stöðu kvenna. Jafnstaða í menntunarmálum næst ekki með sérstöðu. Konur mega aldrei vera „undirmáls". Til þess að konur standi jafnfætis ungu fólki til náms verða þær að hafa sama grunn og það. Fólk með undan- þágu til náms í sérstökum greinum er al- farið bundið við þær. Það hefur ekki tök á að skipta um námsbraut ef áhugamálin þróast í aðra átt. Fyrir allan þann fjölda kvenna sem valið hafa öldungadeild til að bæta menntun sína og styrkja stöðu sína í samfélaginu væri áhugavert að vita hvers vegna sú leið er röng. En i svari Harðar Bergmann finnast engin rök fyrir því. Hvað er það í stúdentsnámi sem er svo ranglátt fyrir eldri konur en rétt fyrir ungu konurn- ar? Kristín Sigurðardóttir Bjóðum fram! Hafnarfirði, 18. mars 1986. Kæra Vera! Það fer líklega ekki framhjá neinum að þessa dagana eru í vændum borgar-, bæj- ar- og sveitarstjórnakosningar. Fjölmiðlar birta sífellt úrslit úr prófkjörum gömlu flokkanna. Því miður virðist það ætla að vera þannig áfram að konur skipa ekki efstu sæti listanna, þó eru örfáar undan- tekningar frá þessari, að því er virðist, reglu Það fer því ekki milli mála að, það að konur skipa í örfáum tilvikum fyrstu sæti listanna og fáeinar eru í öðrum efstu sætunum, eru bein áhrif frá Kvennalistanum og Kvenna- framboðinu. En betur má ef duga skal, við erum jú helmingur fólksins í landinu og vilj- um að tekið sé tillit til skoðana okkar vegna þess að við vitum, að jafnrétti á öllum svið- um er farsælast fyrir alla þegar til lengdar lætur. Það var Ijóst fyrir þó nokkru að Kvenna- listinn býður fram í Reykjavík og Selfossi, það er líka vitað að Kvennalistakonur víðar á landinu eru að kanna málin í sínum heimabyggðum og verður spennandi að heyra hvað skeður. Nú er um að gera að konur standi saman þar sem Kvennalist- inn býðurfram og kjósi hann, því að við vit- um að í höndum Kvennalistakvenna eru þau mál best komin sem okkur finnst brýn- ast að sinna. Þar fyrir utan eru engin mál- efni okkur óviðkomandi, þess vegna þurfa konur ekki síður en karlar að hafa áhrif þar sem teknar eru endanlegar ákvarðanir um málefnin í þeirra heimabyggðum. Stelpur, verum óhræddar að bjóða fram og takast á við vandamálin. Komum okkur í aðstöðuna til að geta leyst þau á okkar kvenlega hátt. Það geta engir karlar gert fyrir okkur, auk þess sem við viljum gera það sjálfar. Að lokum vil ég biðja Veru að senda öll- um stelpum á kosningaaldri hvar á landinu sem þær eru hvatningarkveðjur. Við get- um verið vissar um að börnin okkar eiga eftir að verða ánægð með það sem við er- um að gera núna og karlarnir okkar þegar augu þeirra opnast fyrir því að þeir vita ekki alltaf betur. Ragnhildur Eggertsdóttir P.s. Gleymum ekki aö þaö er fjögur ár þar til tækifærið gefst aftur. R.E. Stelpur, stelpur! Nú býðst okkur eitt af stórkostlegustu tækifærum lífsins, það er að taka þátt í kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnar- kosningarnar i vor. Þær sem það hafa prófað vita hvað þetta er stórkostlegt. Allar verða að vera með, allar konur á öllum aldri því allar geta gert eitthvað. Kosninga- baráttan skiptir okkur miklu máli því að þá fáum við tækifæri til að vekja athygli á okk- ar málstað og okkar kjörum. Komum með og verum virkar, komum okkar sjónarmið- um að, ekki bara með því að fylla út kjör- seðilinn, heldur með því að vinna saman í baráttunni. Helga Sigrún. Ljóð Ósló í febr. ’86. Kæra Vera! Ég sendi þér eitt af Ijóðum mínum. Ástæðurnar eru margar og ég veit að það er óþarfi að telja þær upp fyrir þig. Þessa hvítu febrúardaga sit ég löngum við gluggann og skrifa á nýju ritvélina. Ég fékk hana á mæðradaginn, frá elskunni minni. Skáldkonan (sem byrjaði að yrkja) full af vonleysi hversdagsins kom hún til dyra og skáldið benti á bækur til innblásturs á steinilögðu vaskahúsgólfi þar sem hvítur suðupottur gleypir sængurföt næturinnar missti hún mátt sinn í gegnum húð hennar smýgur nístandi gustur frá mógulum reyk sígarettunnar og augun tifa í takt viö dettandi dropa á stól vandlega brotinn þvottur í máttleysi óttans bendir hún á fegurð haustsins í trjánum Kærar kveðjur Kristrún Guðmundsdóttir 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.