Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 16

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 16
L Frá því að Vera komst fyrir einskæra tilviljun í úrklippusafn Huldu Bjarnadóttur höfum við iðað í skinninu eftir að fá að vita meira um þessa konu sem á árunum 1956—59 skrifaði greinar og hélt erindi um kvenréttindi og sagði: ,,Kvenréttindi eru almenn mannréttindi. Kvenréttindabarátta er frelsisbarátta helmings alls mannkyns á jörðunni". Konu sem lét launamál kvenna mikið til sín taka og sagði meðal annars: ,,Karlar fara með völdin. Þeir móta heiminn að eigin geðþótta. Og þeir hafa skipáð konum til sætis í starfs- og atvinnu- málum skör lægra en sjálfum sér“. Okkur lék forvitni á því að vita hver hún er þessi kona. Hvað olli því að hún sá hlutina út frá öðru sjónarhorni en allflestar samtíðarkonur hennar. Hvað varð um hana og hennar háleitu hugsjónir? AMBÁTTAR Því var þaö snemma á Góu aö viö bönkuðum upp á hjá Huldu Bjarnadóttur í því skyni aö ræöa við hana um viðhorf hennar og reynslu og ekki síst aö forvitnast um hvaö varö um konuna sem fyrir 30 árum skrifaði greinar þar sem kvenfelsissjónarmið voru rauöi þráöurinn. Hulda er nú á 75. aldursári en er langt frá því að vera sest í helg- an stein. Að mörgu leyti er líf hennar ólíkt lífi flestra jafnaldra hennar. Það lýstir sér kannski best í því að hún átti mjög erfitt með aö finna tíma til að spjalla við okkur, því hún er yfirleitt á kafi í barnastússi. Hulda á fósturdóttur, Svanhvíti, sem er tíu ára og er spastísk. Hún hefur verið hjá Huldu í fimm ár. Fleiri börn eiga Huldu líka aö, þegar á þarf aö halda. Og þannig stóö einmitt á þegar Vera kom aö máli viö Huldu aö hún var meö fjögur börn á sinum snærum. Engu að síður gaf hún sér tíma frá amstrinu til að spjalla viö okkur. Þær greinar og erindi sem Hulda skrifaöi fyrir réttum þrjátíu ár- um báru meðal annars fyrirsagnirnar Hvers eiga konurað gjalda, Konuríánauð, Við heimtum full mannréttindi, Sultarólin og Ambáttar- bekkurinn sem var erindi flutt á almennum fundi um launamál kvenna í Tjarnarkaffi 5. maí 1958. Þessi upptalning ætti aö gefa lesendum nokkra vísbendingu um þau mál sem Huldu voru hug- leiknust. Hulda ólst upp frá 5 ára aldri hjá afa sínum sr. Magnúsi í Vallar- nesi sem var íhaldsmaöur af gamla skólanum. ,,Hann talaöi jafn virðulega við fjósamanninn sem sýslumanninn", segir Hulda. En hún hefur trúlega alla tíö haft mjög sterka réttlætiskennd því þó vel væri komið fram viö alla, fann hún fyrir stéttaskiptingunni á heimilinu og var ósátt við hana þótt hún geröi sér ekki grein fyrir því þá. En var eitthvað ööru fremur sem haföi áhrif á hugmyndir hennar? „Sem unglingsstúlka í Reykjavik sótti ég ásamt vinkonu minni oft útifundi sem verkalýöshreyfingin hélt. Þeir höföu áreiðanlega sterk áhrif á mig.“ ,,Ein að sópa í eyðimörkinni!" Hulda hóf upp raust sína en róttækar hugmyndir hennar féllu í grýttan jaröveg eðaeinsog hún segir sjálf: ,,Mér fannst stundum að ég væri ein aö sópa í eyðimörkinni“. Hvers vegna þagnaði hún aftur innan fárra ára? „Þegar ég fór aö kynnast kjaramálunum blöskraöi mér. Ég man vel eftir fyrsta fundinum sem ég fór á hjá starfsmannafélag- inu mínu, SFR, hvaö voru fáar konur þar og allt ósköp dauflegt, kjarabaráttulega séð. Þaö varö til þess aö ég fór að reyna aö ýta « við þessu en rakst þá alls staðar á veggi. Þá fór ég að taka til minna ráöa. Ég hélt ræöur og var beðin um að flytja erindi, en þetta var í rauninni alveg vonlaus barátta. Ég hef alltaf haft litla biölund og ef talað er fyrir tómum eyrum og ekkert gerist þá bara gefst maður upp.“ Þegar hér er komið sögu, sitjum við þegjandi litla stund, og sötrum kaffið okkar, kannski dálítið daprar á svip þar til Hulda tek- ur aftur til máls: „Annars man ég eftir því aö Margrét konan hans Þórbergs Þórðarsonar hringdi einu sinni í mig upp á Veðurstofu til aö segja mér hvaö hann Þórbergur Þórðarson hefði veriö hrifinn af grein eftir mig. Ég varö náttúrlega ofsalega montin," segir Hulda og skellihlær. Þrjátíu árum síðar hefur sorglega lítiö áunnist í málum sem Hulda taldi sjálfsögö mannréttindamál. Nú eru uppi nokkuð háværar raddir um að konur eigi aö semja einar og sér. Er þaö ekki það sama og þú lagðir til fyrir 30 árum síðan? „Jú, konurnar veröa að berjast sér í launamálum og á öllum sviöum. Mér fannst það fyrir 30 árum og finnst þaö enn. Ég lagði til að kvenfólkið stofnaöi sér deild innan SFR, en þaö fékk engar undirtektir, samt var kvenfólk þá farið aö sækja meira fundi. Ekki ein konasýndi áhuga. Starfshópar máttu stofnadeildir innan SFR og ég lagöi líka til aö fólk sem stundaði sömu störf hópaöi sig sam- an meö sín mál og reyndi aö koma þeim á framfæri, í staö þess aö eiga jafnvel engan fulltrúa í launamálaráðinu sjálfu en það skorti mikið á aö hver starfshópur hefði talsmann fyrir sig í launa- málasamkundunni. Þá eins og nú voru konur í neöstu launaflokk- unum og ég flutti einu sinni tillögu hjá SFR um aö 3 eöa 4 neöstu launaflokkarnir yröu skornir af, teknir burtu. En þaö fékk engan hljómgrunn." Nú segir þú aö hugmyndir þínar og tillögur hafi ekki fengið hljómgrunn, ekki einu sinni meðal kvenna, en varla hafa þær ver- iö ánægöar meö sín kjör? „Konur vanmeta sig, þær treysta sér ekki og finnst allt frekja 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.