Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 29

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 29
Skólasel og fjarnám Meö veðráttu, vegakerfi og strjálbýli eins og á ís- landi hefur löngum gengið erfiðlega að halda uppi kennslu í skólum. Börn og fullorðnir verða að fara langa vegu í skóla og eiga það á hættu að verða veð- urteppt þegar þangað er komið. í öðrum tilfellum verða ung börn að dvelja á heimavistum vegna þess að ekki er hægt að koma við heimanakstri og skóia- sel, útibú frá aðalskóla, er ekki til í héraðinu. í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn sem Kristín Hall- dórsdóttir bar fram í nóv. s.l. um útibú frá aðalskóla (skólasel) kom fram að 459 nemendur á aldrinum 7 til 12 ára dveljast í heimavistum hér á landi. Þar af eru 180 á aldrinum 7—9 ára. Mæðurnar kalla þetta nú- tíma fráfærur. í dag eru það börn sem verið er að færa frá en ekki lömb. í Ijósi þess sem fram kom í svari menntamálaráð- herra lagði Kvennalistinn fram þált. um skólasel, sem Kristín Halldórsdóttir mælti fyrir þann 13. febr. s.l. Til- gangurinn var að ,,fela menntamálaráðherra að sjá til þess að skólaseljum (útibú frá aðalskóla) verði komið á fót þar sem þeirra er þörf. Markmiðið er að engin börn innan 10ára aldursþurfi að dveljast í heimavist á næsta skólaári“. Vitað er að mismunun fólks í þéttbýli og dreifbýli er mjög mikil hvað námsaðstöðu varðar. Sum börn til sveita þurfa að ferðast í 2—3 tíma á dag milli skóla og heimilis. Einnig hafa börn oft samþjappaða stundaskrá þannig að þau eru í skólanum 3 daga vikunnar og síðan heima í tvo daga. Þá er reynt að þjappa námsefninu saman á þessa þrjá daga og lenda ung börn í því að sitja í allt að 6 tíma í skólanum á dag. Þannig er ætlast til meira af þeim hvaö varðar úthald og einbeitingu en ald- ur þeirra og þroski ræður við. Ofan á allt þetta hefur svo bæst kennaraeklan, sem rekja má beint til lágra launa og bagalegra kjara kenn- arastéttarinnar, sem verður ekki leyst nema á einn veg þ.e. með hækkun launa. Af þessu sést að þörfin fyrir fjarnám er orðin brýn, en fjarnámi er ætlað að bæta og jafna aðstöðu fólks til náms með því að nýta alla tiltæka miðla til fræðslu. Miðl- ar eins og hljóðvarp, sjónvarp, myndbönd, bréfa- fræðsla, kennsla í fræðslumiðstöðvum og námskeið verða nýtt til kennslu bæði sem hjálpartæki fyrir kenn- ara og einnig ein sér. Fjarnámið kemur ekki síst til góða Þeim sem minnsta skólamenntun hafa. Guðrún J. Hall- dórsdóttir mælti fyrir frv. um fjarnám þann 17. febr. s.l. °g kemur fram í greinargerð að með orðinu ,,fjarnám“ er átt við „fræðslu og nám þar sem þeir, sem námið 'ðka, hafa aðsetur fjarri þeim sem skipuleggja og veita ,ræðsluna“. Guðrún leggur áherslu á að fjarnámi ríkisins, sem hún leggur til að verði stofnað, er ekki ætlað að leysa af hólmi þær stofnanir sem fyrir eru og hafa séð um fjar- kennslu af einhverju tagi (t.d. bréfaskólinn, ríkisútvarp- 'ö), heldur er markmiðið að örva samstarf og samvirkja krafta þeirra. Fjarnámið mun starfa í nánu samstarfi við Námsgagnastofnun, ríkisútvarp, bréfaskóla, fræðslu- stöðvar og fræðslustjóra í fræðsluumdæmum. Fjarnáminu er ætlað að auka gæði þeirrar kennslu/ ^nenntunar sem fyrir er og jafnframt auka möguleika fólks til náms. Því er ekki ætlað að leysa af hólmi beina kennslu enda getu r ekkert komið algerlega í staðinn fyr- ir hana. Fjarnámið kemur að gagni fyrir skóla sem eiga í erfiðleikum vegna fámennis (sbr. litlu sveitaskólana og skólaselin), fyrir einstaklinga sem búa afskekkt og hafa því ekki getað nýtt sér þá kennslu sem fyrir er, fyrir ein- staklinga sem ekki eiga heimangengt vegna aldurs, veikinda, fötlunar, barnagæslu og fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu svo nokkuð sé nefnt. Fjarnáminu er ætlað að fylla upp í þau skörð sem kunna að vera í framboði náms og fræðslu og verður því viðbót við það sem fyrir er í skólakerfinu. Námsefni verður það sem á hverjum tíma reynist nauðsynlegt, allt frá byrjunarstigi grunnskóla upp til stúdentsprófs. í dag mun þörfin vera mest í fögum eins og íslensku, stærð- fræði, dönsku og ensku svo og raungreinum og norsku og sænsku sem hafa verið utangarðs fög í íslenskum skólum. Fjarnáminu er einnig ætlað að sjá um starfs- fræðslu og skal námsefni tekið saman af starfsliði fjar- námsins í samvinnu við þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta. Frumvarp Guðrúnar fékk mjög góðar og jákvæðar undirtektir, þar sem mælendur lýstu yfir stuðningi við mál þetta, sögðu það vera þarft og athyglisvert mál. Menntamálaráðherra sagðist nú þegar hafa skipað 3ja manna nefnd til að hefja upplýsingasöfnun um almennt fjarnám. Var frumvarpinu vísað til menntamálanefndar efri deildar og vonum við að það fái jafn jákvæða um- fjöllun þar. Sjá einnig bls. 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.