Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 15
um vel að tilvera okkar byggist ekkert á Ijúfu jafnrétti. Það er augsýnilegt hvar sem á er litið. Málið er ekki bara að mennta sig, við þurfum að fá kvensæmandi kaup fyrir vinnu okkar. Hvað hefur gerst? Nú eru til dæmis Ijósmæðra-, þroskaþjálfa-, kennara- og hjúkrunarskólinn komnir eða u.þ.b. að komast á háskóla- stig. En skilningurinn á að það þurfi að borga kaup fyrir þessi störf er aftur á móti ekki að sama skapi, og við næstum því borgum með okkur í þessi störf. Aukin menntun hlýtur að vera af hinu góða. Einkenni- legt er samt, að á sama tíma og leiðir lokast ungum stúlkum sem ekki hafa stúdentspróf þá geta ungu mennirnir valið um leiðir án stúdentsprófs. Til dæmis er lögregluskólinn eins árs bóklegt nám og níu mánuð- ir í verklegu námi og það er ,,Við getum ekki leyft okkur að vera stikkfrí" leikanum sem gín við konum sem eru eldri en við. Einmitt núna erum við samræmanleg- astar kvenímyndinni í augum samfélagsins. Við erum ungar og konur skyldu jú vera ungar allt lífið. Við erum líka upp á okkar besta hvað útlit snertir, margar ólofaðar og að ég tali nú ekki um, barnlausar. Enda finnst okkur mörgum við hafa höndlað heiminn og framtíðin liggi björtog fögurvið fætur okkar. Hvaða erindi get- ur kvennapólitík átt við okkur? Mæður okkar og ömmur hljóta að vera eitthvað gallaðar fyrst Þeim finnst heimurinn ekki bara bjartur og fagur. Eða var hað bara einhver nýr raunveru- leiki sem mætti þeim þegar hær hættu að vera ungar, fallegar, ólofaðar og barnlaus- ar? Getur verið að það sé kannski verkefni Kvennalist- ans aö sjá svo um að lífssýn okkar verði aö veruleika? Er ástæða þess að ungar stúlkur flykkjast ekki í kvenna- hreyfingar í dag, sú sama og veldur þvi að almenningur hef- ur ekki áhuga á málefnum aldr- aðra, sjúkra, öryrkja og þroskaheftra? Hverjir skyldu það nú vera sem verða gamlir, sjúkir, öryrkjar eða þroskaheft- ir? Er það ekki almenningur? Og hverjir skyldu það nú vera sem verða gamlar og hrukkóttar barnakerlingar? Eru það ekki ungu stúlkurnar? Nei, mér finnst að við ungu stelpurnar sem allt leikur í lyndi hjá, getum ekki leyft okkur að vera stikk frí. Við verðum að opna augun áður en við rek- umst á vegginn og sjá til þess aö vegurinn sem nú hefur verið ruddur verði heflaður. Viö vit- engin nauðsyn að hafa stúd- entspróf. Eins og það er nú notaleg til- hugsun að vita af velmenntuð- um Ijósmæðrum, kennurum o.s.frv. í ábyrgðarfullum störf- um, skýtur það nokkuð skökku við að gerðar eru miklu, miklu minni kröfurtil ábyrgöarmikilla karlastarfa. Ég gæti nefnt mun fleiri dæmi um misréttið sem við ungu stúlkurnar búum við í dag. T.d. fær nemandi sem stefnir aö stúdentsprófi á iðn- braut námslán, á meðan nem- andi á sjúkraliðabraut fær það ekki. Á hvorri brautinni skyldu stelpurnar nú vera? Og hvað höfum við lesið mik- ið af bókmenntum eftir konur bæði í ensku og íslensku? Ég veit ekki hvernig það er í öðrum framhaldsskólum en ég hef tekið saman að í 16 áföngum í ensku og íslensku í mínum skóla er lesin ein bók eftir bandariska konu og nokkrar smásögur eftir íslenskar kon- ur. Það er ekki það að ekki séu til bókmenntir eftir konur, (meira aö segja hefur það kom- ið fyrir að konur hafa fengið bókmenntaverðlaun Nóbels), heldur nær að halda að þær þyki ekki nógu merkar til af- lestrar. Og hverjir skyldu fá vel laun- uðu sumarvinnuna? Hvers vegna þurfa ungar konur að velja á milli þess að eignast börn og helga sig ein- hverju starfi, á meðan ungir karlar standa ekki frammi fyrir slíku? Hvenær er fjallað um okkur eftirlætisbörn þjóðfélagsins o- pinberlega? Er það ekki þegar þuldar eru upp tölur um ógn- vænlegan fjölda fóstureyð- inga, eða þegar verið er að selja okkur sem kyntákn eða verið að nefna dæmi þess hversu mikið jafnrétti ríki og barasta út í hött að standa í kvennabaráttu? Nei, stelpur, kvennapólitík varðar okkur allar hvort sem við erum ungar eða gamlar. Við þurfum að geta séð fyrir okkur, við þurfum þak yfir höfuðið, það ætti ekki aö þurfa að vera munaður fyrir okkur að eignast börn, viö notum allar strætó, sjúkrahús og svona mætti lengi telja, við erum ekki undanskildar. Kvennalistinn sendir okkur ekki stefnuskrárbækling sem lítur út eins og kynning á æsi- spennandi sólarlandaferð. Hjá Kvennalistanum er ekki dregin dul á að það þarf óhemju vinnu og baráttu til að þoka málunum i rétta átt enda hlýtur það að vera lokatakmarkið að geta lagt niöur hreyfinguna en þangað til verðum við að vinna. Margrét Jónsdóttir 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.