Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 8

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 8
I ip § p B i II 6 @ Sé- & £-V. I ,,Hvað ertu að hugsa er þú skúrar gólfiö? Hvað ertu að hugsa er þú vaskar upp? Hvað ertu að hugsa er þú hnoðast með börnin? Vinnur svo úti hálfan dag? Stelpa, reyndu að standa þig!“ m 0 m m S3& ..^ír M i I m m W ■#. ú m Það hefur hvarflað að mér að það sé skilgreiningaratriði á vinsælu popp-lagi að það hafi ekkert með raunveruleikann að gera heldur lýsi bara draumum þar sem gestir á hvít- um hestum hrifsa stelpur veik- ar í hnjáliðunum úr klóm Ijóta karlsins og þeysa með þær á hnakknefninu inn í sælulandið eða bara upp í rúm. Og alveg eins og í ævintýrunum er sag- an búin um leið og Mjallhvít og prinsinn loka augunum í fyrsta kossinum. Sjálfsagt er poppið afþreying frá raunveruleikan- um og taki það sig til við að lýsa því sem gerist þegar augun opnast aftur, þá missi það flótta-gildi sitt og verði því aldrei mjög vinsælt. Kannski er það þess vegna, sem „Sokka- bandsárin" hennar Ásthildar hafa ekki komist á vinsældar- listann? Því Ásthildur opnar augun og sér eitthvað allt ann- að en hinir poppararnir. Eða hvaða poppari myndi syngja: ,,Ég er orðin leið og gömul og enginn sér neitt við mig. Enginn skiptir sér af því hvort ég kem eða fer. Og ég nöldra og naga er öllum orðin til baga. Komin út úr samfélaginu hér.“ Ásthildur er reyndar hvorki leið né gömul, heldur eldhress og rétt rúmlega fertug, býr á ísafirði, vinnur í rækju á vetrum og stjórnar garðyrkjunni á sumrin, fjögurra barna móöir — og hefur verið í popp-brans- anum síðan hún var 13. ,,Já, við vorum þrjár saman og komum fram á skemmtun- um, á þorrablótum og svoleið- is. Við gutluðum á gítara og sungum Stjána storm, Ég stilli mína strengi. . . ýmislegt í þeim dúrnum! Svo söng ég meö BG.“ — Lærðirðu eitthvað í tón- list? ,,Nei, bara á gítarinn, það var nú mest sjálfsnám.“ — Svo varstu með Sokka- bandinu. Af hverju hætti það? „Bara af þessu venjulega, þetta gekk þangað til ein okkar varð ófrísk og maki annarrar var afbrýðissamur út í þetta allt saman. Það var einmitt út af því sem þessi texti, Hvað ertu að hugsa — varð til hjá mér. Síðasta versið er svona:“ ,,Hvað ertu að hugsa er hann skilmála setur? Hvað ertu að hugsa um að gefast upp? Hvað ertu að hugsa um það sem ei máttu? Ætlarðu aldrei að vera þú sjálf? Stelpa reyndu að standa þig!“ Rætt við Ásthildi Cecil Þórðardóttur Sokka- band að vestan, sem sér veröldina allt öðru vísi en aðrir popparar. — Það blandast mikið sam- an hjá þér tónlistin og barátta. „Já, ég hef alltaf veriö sjóð- andi jafnréttiskona og textarn- ir, ja þeir koma einhvern veg- inn innan frá.“ — Hvernig fannst þér fólk bregðast við kvennabandi þegar þú varst með Sokka- bandið? „Það var nú dálítiö sniðugt. Það var aldrei neinn hlutlaus, fólk tók alltaf afstöðu á annan hvorn veginn. Of oft voru það konur sem voru á móti.“ — Hvers vegna heldurðu að það hafi veriö? „Einhver afbrýðissemi, held ég. Konur útiloka svo margt frá sjálfum sér og þá er eins og þær geti ekki unað öðrum þess að gera eitthvað sem þær telja sig ekki geta sjálfar. Þær kom- ast ekki út úr eigin munstri og þola ekki að aðrar geri það. Annars fann ég meira fyrir þessu með hljómsveitina en meö plötuna. En auðvitað er maður að brjóta allar þessar þumalfingurreglur, sem maður ætti víst að fara eftir, og komin yfir fertugt.“ — Breytir það einhverju?! „Þaö finnst mér. Mér finnst ég skynja það alls staðar að við sem komnar erum yfir fertugt, við erum dálítið útskúfaðar. Erfitt aö fá vinnu t.d., samt eru eldri konur áreiðanlega lang besta vinnuaflið. En ég er ákveðin í einu, það er aldrei neitt of seint. Viljinn er allt sem þarf. Einn textanna minna er um þetta, „Ég verð að fá að vera til.“ Það halda margir að þetta sé um einhverja for- smáða ást en það er ekki rétt. Ég samdi hann einu sinni á leiðinni heim af balli þegar ég 8 j

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.