Vera - 01.04.1986, Side 5
ræöir. Það er gaman aö fræöast auk þess sem nú þarf formlega
skólamenntun og próf til æ fleiri starfa. Ég er aftur á móti ekki
lengur viss um aö kvenfrelsi hafi mikið meö menntun að gera.
En hvaö á ég aö segja þegar hún spyr um leiðina til kvenfrelsis?
Ég hika. Aö minnsta kosti get ég ekki svarað henni jafn afdrátt-
arlaust og amma og mamma svöruöu sinum dætrum.
Menntun eykst — launin lækka
Okkur miðaldra mæðrum er loksins oröiö það Ijóst að karlveldið
hefur ráö undir rifi hverju. Handhöfum þess er í lófa lagiö aö
breyta spilareglunum hvenær sem er, hafa rangt við í skjóli þess
að mótspilarinn (konur) er heiðarlegur og grunlaus um að beitt
verði brögðum. í 15 ár eða meira hafa konur flykkst í skóla og á
námskeið. Svo umfangsmikil er þessi kvennamenntun að rétt
væri að tala um menntunarsprengingu. Konurnar eru að mennta
sig til þess að fá betri laun og betri störf, til þess að gera betur í
núverandi starfi og siðast en ekki síst af fróðleiksþorsta einum
saman. Ungu konurnar núna eru alveg eins og hún amma mín
sem var svo fróðleiksfús að hún eyddi þessum fáu aurum sínum
í fræðibók fremur en eitthvert stáss utan á sig. Þaö eru næstum
eingöngu konur sem sækja sumar námskeiðin á vegum Kennara-
háskólans og komast færri að en vilja. Þessi námskeið urðu til um
leið og konum fjölgaði í stéttinni. Þær flykkjast einnig í nám þó að
engin umbun sé í boði, s.s. hærri laun eða fríðindi af einhverju
tagi.
Við konur höfum gengið fram fyrir skjöldu í því að auka og
þyngja það nám sem konur stunda aðallega. Stúlkur sem hyggja
á ,,kvennanám“ verða að hafa lokið minnst tveggja ára undirbún-
ingsnámi í framhaldsskóla. Þá komast þær í Sjúkraliðaskólann
og Þroskaþjálfaskólann. Vilji þær verða fóstrur getur tveggja ára
undirbúningsnám formlega dugaö en í reynd munu kröfurnar
vera meiri. Helst stúdentspróf. Það þarf líka stúdentspróf til að
komast í hjúkrunarnám. Til að læra til Ijósmóður þurfa stúlkurnar
fyrst að hafa lokið hjúkrunarnámi og síðan tekur viö tveggja ára
Ijósmæðranám. Raunar munu lög um þetta nýja fyrirkomulag
ekki vera gengin í gildi en Ljósmæðraskólinn er samt rekinn svo
sem væru þau þaö. Mér virðist því sem verið sé að brjóta lög á
nemendum hans. Það tekur næstum jafn langan tíma að verða
Ijósmóðir og læknir. Kennaranámið hefur einnig lengst og
þyngst.
Þessar auknu námskröfur hafa fyrst og fremst verið geröar til
þess að ,,lyfta“ viökomandi starfi. Vissulega hefur menntun auk-
5