Vera - 01.04.1986, Side 11
eru spurðir meira og fá meiri athygli
yfirleitt.
Stelpurnar pæla lítið í þjóðmálum og
hafa yfirleitt ekki myndað sér skoðanir
um þau.
Þegar vinahópurinn hittist, þá skipt-
ist hann eftir kynjum. Stelpurnar ræða
um föt eða hin svokölluðu kvennamál,
en strákarnir tala um þjóðfélagsins
gang og nauðsynjar. Ef stelpa blandar
sér í strákahópinn þá vekur það
undrun, hún breytir mynstrinu og það
leiðir til neikvæðs umtals og gagnrýni.
Vfirleitt er ég búin í skólanum kl.
15.00 og þá fer ég í sund. í laugina
kostar 45 kr. fyrir skiptið og tíu miða
kort kostar 320 kr. Sundlaugina nota
ég eingöngu til að fara í sturtu, en
borga alveg sama verð og þeir sem
nýta sér laugina líka.
Að
afloknu baði skýst ég heim og
kíki aðeins í námsbækurnar áður en
ég fer að vinna. Ég vinn frá kl. fimm til
hálf átta í miðbænum. Það passar, að
þegar ég er búin í vinnunni þá er
strætó ný farinn og kemur ekki fyrr en
eftir hálftíma.
I kvöld er ég að pæla í því að fara
út að skemmta mér með gæjanum,
hann er orðinn tvítugur og allir staðir
honum opnir, en ég kemst hvergi inn
nema í félagsmiðstöðvar, þar sem ég
þekki engann.
Núer verið að tala um að lækka
kosningaraldurinn. Þá fá 18 ára krakk-
ar tækifæri til að hafa áhrif á þjóðfélag
ið með því að kjósa, en þykja enn of
ungir til þess að sækja veitingahús.
Mér finnst krakkar á mínum aldri enn
of ungir og áhrifagjarnir til að mynda
sér skoðun og hugsa um stjórnmál af
alvöru og viti.
GK. og K.BI.
Reykjavíkurborg á um 900 leiguíbúðir. Á biðlista eftir
leiguhúsnæði hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar eru fjöldi manns. Það er þó aðeins brot af þeirri
þörf sem fyrir hendi er í borginni. Það er skilyrðislaus
skylda borgaryfirvalda að sjá til þess að til sé nægilegt
leiguhúsnæði fyrir borgarbúa.
Stjóm SVR er prólitísk stjórn. Tekjuleiðirnar eru tvær, far-
gjöldin annars vegar og Borgarsjóður hins vegar. Stefna
núverandi borgarstjórnar er að fargjöldin standi undir
kostnaði af SVR. Litið er á strætó sem illa nauðsyn og
ekkert gert til að ýta undir notkun á þeim. Með bættu
strætisvagnakerfi mætti auka notkun á strætó og
minnka umferð einkabíla. Það væri góður kostur fyrir
borgarbúa.