Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 20

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 20
Þarna var einu sinni líf í tuskunum > > í ár er Reykjavíkurborg 200 ára og skal afmælisins minnst með miklum veisluhöldum. Súlur hafaverið reistar viðborgar- mörk til að minnaokkur á þá ósennilegu þjóðsögu aðöndveg- issúlurnar hafi rekið inn sundin blá. Árið 1961 hélt borgin upp á 175 ára afmæli sitt. Þá var ákveðið að minnast aldagamals strits kvenna við Laugarnar í Laugardal. Það var gert með þeim hætti að stytta Ásmundar Sveinssonar af þvottakonunni var reist á lágum hól austan við Laugarnar og steinþróin og bogagrindurnar lagfærðar. Þvottalaugarnar komust í tölu sögulegra minja. Bali þvotta- konunnar er jafnframt gosbrunnur og var ætlunin að upp úr honum streymdi vatn í sífellu. En balinn hefur aldrei fyllst af vatni, þetta menningarsögulega framtak gleymdist og þvotta- konan stendur ein og yfirgefin í Laugardalnum. Það er helst að fólk rekist á hana fyrir tilviljun. Það var reykurinn úr laugunum sem lokkaði Ingólf og Hall- veigu til búsetu í víkinni og eftir reyknum kölluðu þau bæ sinn Reykjavík. Allt frá þeirra dögum og fram á sjötta áratug þessarar aldar hafa Laugarnar verið notaðar til þvotta einsog aðrar heitar laugar hér á landi. Nú notum við heita vatnið til að synda í því og sulla okkur til ánægju og heilsubótar. Hverir og laugar hafa alltaf vakið forvitni og hrifningu ferða- manna. John Ross Browne kom hingað í stutta heimsókn árið 1862 og skrapp austur í Haukadal með Geir Zoéga. Um þá upplifun skrifaði hann m.a.: „. . . þarna má sjóða lambslæri í potti sem stungið er niður í vatnið, hægt er að búa til plómu- búðing, sjóðaegg, fisk_og matbúahvað sem manni þóknast." Hann hefur verið svangur karlinn þegar hann sat við hvera- svæðið, því gildi lauga sem suðupotts fyrir óhreinan þvott, er honum ekkert ofarlega í huga. Notkun Lauganna var alltaf stöðug og jókst eftir því sem íbú- um Reykjavíkur og nágrennis fjölgaði. Laugavegurinn var aðalleiðin inn í Laugar og eftir honum streymdu konur í löng- um lestum áratugum saman og báru lengstum þvottinn sinn á bakinu. Þær fóru með mikið magn í einu svo laugarferðirnar yrðu ekki eins margar og stóðu svo við heitar gufurnar i hvern- ig veðri sem var á öllum árstímum og skrúbbuðu, nudduðu og undu. Síðan báru þær þvottinn heim, oftast blautan og helm- ingi þyngri. Þarna voru samankomnar konur á öllum aldri, vinnukonur heldri manna og húsmæður. Margar neyddust til að hafa börnin með sér og bættust því við áhyggjur af þeim í námunda við sjóðheitar laugarnar. Lengi vel voru konurnar skýlislausar við vinnu sína. En 1833 ) »< 20 j

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.