Vera - 01.02.1989, Qupperneq 19

Vera - 01.02.1989, Qupperneq 19
Lilja rædir um efnahagsmálin á fundi. Ljósmynd: isg. r i I i fyrirtækjanna til aö yfirborga starfsfólk sitt. Hversu mikið hver og einn starfsmaöur fékk í sinn hlut fór eftir starfi og viöhorfi hans/hennar til vinnunnar. Svo viröist vera sem þaö skili takmörkuöum árangri aö hækka lágmarkslaunin einhliöa heldur þurfi aö finna aðrar leiðir. í því sambandi má t.d. nefna námskeið sem bæði geta gefið launahækkun og nýst konum vel til endurmenntunar. Þaö er ekki vanþörf á slíku þegar þess er gætt aö þær veröa oft- ast verst fyrir barðinu á atvinnuleysi sbr. uppsagnir í fiskvinnslu og í prjónaiönaöi.“ „Málið snýst um að duga nú eða drepast11 — En svo vid víkjum að verkalýðshreyf- ingunni í dag. Hvað getur hún gert til að rétta viö hag sinna féiagsmanna? „Hún verður aö sýna styrk og samstööu um aö halda kaupmætti launanna hver svo sem viðmiðunin á að vera. Þaö verður hins vegar aö segjast eins og er aö þaö eru ekki allir á eitt sáttir um hvaða kaupmætti eigi aö halda. Ef ekki tekst að tryggja kaupmátt- inn lendum við aftur í sömu stööu og 1983. Misgengi launa og lána sem veldur því t.d. að þeir sem eru aö kaupa sér húsnæöi geta ekki staðið í skilum og mörg heimili verða gjaldþrota. En samhliöa þessu þarf aö leggja áherslu á það aö hækka taxta þannig aö þeir nálgist greidd laun og tryggja félagslegt öryggi launafólks. í því sambandi vil ég sérstaklega nefna dagvist- armálin. Málið snýst einfaldlega um þaö fyrir verkalýðshreyfinguna aö duga nú eða drepast og hún veröur að koma sér sam- an um leiðir út úr þeim vanda sem viö er aö etja.“ isg. hefur aukning hans oröiö á árunum 1986 og ’87. Ástæðan fyrir þessu er sú aö verö- frygging á laun var afnumin með lögum. Slík aðgerð hefur þaö í för meö sér að hin- ir lægstlaunuðu, sem eru mjög oft konur, sitja eftir á töxtum meðan aörir, sérstaklega karlar, hafa aöstööu til að semja um ein- staklingsbundnar launahækkanir. Þegar hkisvaldiö ræöst á gerða kjarasamninga og tekur þá úr sambandi kemur þaö verst niö- ur á þeim lægstlaunuöu. Þetta á jafnt viö um afnám verðtryggingar og frystingu launa. í því sambandi má t.d. nefna að frá Því í júní sl. og fram í desember var kaup- máttarskerðing hjá almennu launafólki 6.7% og ef verö- og skattahækkanirnar nú í janúar eru teknar inn í myndina er skerö- ingin 12.7%. En þaö er líka athyglisvert aö skoöa þaö sem gerðist áriö 1986 þegar verkalýðshreyfingin samdi um verulegar hækkanir lágmarkslauna. Þá var taxtakerf- íö í rauninni nánast lagt af. Fólk, sem fannst sér ógnaö þegar þeir lægstlaunuöu færöust nær þeim, krafðist launahækkana °9 fékk þær. Yfirborganir uröu algengari °9 einstök félög gerðu fastlaunasamninga sem áttu aö færa taxtana aö greiddu kaupi. Mikil þensla í þjóðfélaginu jók möguleika Kvennaíistinn í Reykjavík Opiö hús á nýju Víkinni. Alla laugardaga veröur opiö frá kl 11.00 og ýmislegt um aö vera aö Laugavegi 17 í Reykjavík. Heitt veröur á könnunni og meðlæti. Kostar 150,-. Dagskrá eftirtalinna laugardaga er þegar ákveöin: 04.03 Umhverfismál í Reykjavík og nágrenni. 11.03 Kvennabókmenntir. 18.03 Laugardagskaffi í léttum dúr. 08.04 Konur og völd. Allir velkomnir. Kvennalistinn í Reykjavík 19

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.