Vera - 01.02.1989, Síða 23
hlusta eftir þeim og vera tiltæk þegar á þarf
aö halda. Sá tími sem aö meðaltali fer í
þessa umönnun og eftirlit meö börnum er
talinn nema tæpri 51 klst. á viku á fjöl-
skyldu. Tímafjöldinn er auðvitað háöur
fjölda og aldri barna og sérstaklega vegur
aldur yngstu barna þungt. Þannig er talið
aö fjölskyldur þar sem yngsta barn er 0—
2ja ára fari með tvöfalt meiri tíma í almenn
umönnunarstörf en fjölskyldur þar sem
yngsta barn er 7—11 ára.
Ein milljón störf
En hvaö sem því líður, þá fara um 1.901
milljónir tíma í umönnun danskra barna
inni á heimilunum á ári hverju. Þetta sam-
svarar því aö tæplega ein milljón manna
heföi fulla atvinnu af þessum störfum. Ef
aðeins er litiö á beina umönnun barna auk
allra almennra heimilisstarfa, sem vinna
verður á öllum heimilum, viröast um 36
tímar í viku hverri fara í slíkstörf hjá hjónum
eða sambúðarfólki meö börn (í greininni er
ekkert minnst á sjálfstæöa foreldra). Ef
báöir foreldrar eru i fullu starfi á vinnu-
markaði má því segja aö vinnuframlag
þeirra til samfélagsins samsvari þremur
fullum stööugildum. Þessu þurfa þau aö
skila áöur en hvíld og hinn eiginlegi frítími
lekur viö. í heildina tekiö nemur vinnu-
stundafjöldi við heimilisstörf 1.320 milljón-
um tíma hjá þeim 658 þúsund barnafjöl-
skyldum sem búa í Danmörku. Konur
'eggja af mörkum % hluta þessa tímafjölda
en karlar 1/3.
En eitt er að reikna út fjölda vinnustunda
— eða ársverka — við heimilisstörf og ann-
aö aö meta vérðmæti þeirra. í bæklingnum
„Heimilisstörf — hvers viröi eru þau“ er
verömætiö reiknaö út frá þeim launum
sem launaöur starfsmaður fengi fyrir aö
vinna þau. Gengið er út frá launum heimil-
ishjálpar, verkamanns og barnfóstru og
tímakaup þeirra margfaldað með þeim
tímafjölda sem fer í einstök heimilisstörf. Á
þessari aðferð er reyndar sá augljósi galli
aö þar meö eru störf karla á heimilunum
hærra metin en kvenna þar sem tímakaup
verkamanna er hærra en tímakaup heimil-
ishjálpar og barnfóstru. Á þetta er reyndar
ekki minnst í blaði dönsku neytendasam-
takanna er VERA slær þennan varnagla
því ef öll heimilisstörf væru verölögð aö
jöfnu yröi hlutdeild kvenna enn meiri í verö-
mætasköpuninni en hún er talin sam-
kvæmt bæklingnum.
En hvaö um það, þaö sýnir sig sam-
kvæmt fyrrnefndri reikningsaðferð
— að innkaup og annaö snatt í þágu
fjölskyldunnar samsvarar aö verömæti
44 milljöröum danskra króna (295 mill-
jörðum ísl.kr.) en þaö jafnast á viö sam-
anlögð störf viö samgöngur og póst og
síma.
— aö verömæti almennra heimilis-
starfa reiknast vera 145 milljarðar
danskra króna (971.5 milljarðar ísl.kr.)
en þaö jafnast á viö verömæti starfa í
iðnaði, viö hótel- og veitingarekstur og
einkareknar velferðarstofnanir.
— aö verðmæti þeirra starfa sem í
bæklingnum flokkast sem ,,önnur hag-
nýt heimilisstörf" er 66 milljarðar d.kr.
(442.2 milljarðar ísl.kr.) en þaö svarar til
starfa viö veitur, byggingar- og mann-
virkjagerð, bilaviðgerðir og fatafram-
leiöslu.
— aö beina umönnun barna má meta
að verðmæti 20 milljarða d.kr. (134 mill-
jaröa ísl.kr.) en þaö svarar til starfa viö
þjóðkirkjuna og þeirra starfa í heilbrigö-
iskerfinu, aö frátöldum sjúkrahúsun-
um, sem krefjast fagmenntunar.
Samanlagt eru þetta 320 milljarðar d.kr.
en það nemur 43% af vergri (brúttó) þjóö-
arframleiðslu Dana og 50% af þjóðartekj-
um. Ekki svo lítil verömætasköpun sem
fram fer á heimilunum þó hún sé hvergi
metin aö veröleikum og ósýnileg í hagkerf-
inu.
í þeirri grein sem hér er vitnað til er talaö
um að ójafnrétti á heimilunum valdi því að
konur leggi fram meiri vinnu viö heimilis-
störf en karlar og eru þaö auðvitað engin
ný sannindi. Er því slegið föstu aö verö-
mæti þeirrar vinnu sem konur vinna fyrir
karla (væntanlega vinnuframlag karla og
kvenna bæöi heima og heiman deilt meö
tveimur) nemi um 32 milljöröum á ári. Ef
tekið er miö af þeim varnagla sem VERA
sló hér að ofan má sjá aö þetta er vanmetið
fremur en hitt.
Mjög forvitnilegt væri aö yfirfæra reikn-
ingsaðferð Dananna á íslenskt samfélag
en því miöur eru ekki fyrirliggjandi hér á
landi sambærilegar tölur um vinnuframlag
kvenna og karla á heimilunum. Sá grunur
læðist engu aö síður aö manni að vinnu-
stundir á heimilum séu fleiri hér en í Dan-
mörku og aö íslenskir karlmenn kæmu enn
verr út úr dæminu en kynbræður þeirra í
Danmörku. í fyrsta lagi vegna þess aö jafn-
réttisbaráttan er lengra á veg komin þar en
hér, í ööru lagi vegna þess aö íslenskar
konur eignast fleiri börn en danskar og í
þriöja lagi vegna þess aö íslenskt samfé-
lag tekur minni þátt í uppeldi barna en þaö
danska.
—isg.
Leiörétting.
í grein Sigrúnar Helgadóttur „Hagfræði er
ekki bara krónurog aurar... “ í síðastatbl.
VERU slæddist inn meinleg villa. Villan er
á bls. 16þarsem segirfrá veldisvexti og því
hversu erfiðlega fólki gengur aö skilja
hann. Þetta sannaöist áþreifanlega á próf-
arkalesara greinarinnar, sem var undirrit-
uö.
í sögunni um Persakeisara og höfund
skáklistarinnar segir svo í VERU:...höf-
undurinn óskaöi eftir aö fá eitt kornfræ fyrir
fyrsta reit skákborðsins, tvö fyrir næsta
reit, fjögur fyrir þann þriðja, sextán fyrir
þann fjóröa og þannig tvöfalt fleiri kornfræ
fyrir hvern reit skákborðsins." Hiö rétta er,
og í samræmi við texta greinarhöfundar,
aö aðeins átta kornfræ áttu aö fara á
fjóröa reitinn en ekki sextán. Undirritaöri
fannst veldisvöxturinn fara alltof hægt af
staö, miðað við þær stjarnfræðilegu stærö-
ir sem hann nær á endanum, og jók dálítið
á hraöa hans. Er hér með beðist velvirðing-
ar á þessu og vonast til aö þessi villa hafi
ekki truflað lesendur um of. — isg.
23