Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 14

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 14
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA ÞAÐ AKVEÐUR ENGIN KONA AÐ VERÐA Hún er hamingjusamlega gift og ImyndÍn UITI VOfldU á tvö óskabörn. Hún er einnig stjúpuna er sterk. stjúpa tveggja barna sem er ekki alltaf auðvelt. Hún er tilbúin til að deila skoðunum sínum með VERU, en nafnlaust til að styggja hvorki né særa stjúpbörnin. — Ég þekki margar stjúpur og auðvitað tölum við mikið um þessa sameiginlegu reynslu okkar. Það sem við ergjum okkur mest yfir eru húsnæðismálin, peningamálin, tíminn og athyglin. Auðvitað er þetta líka ákveðin afbrýðisemi og samkeppni um athygli mannsins. Þetta er ákveð- in barátta um þennan eina mann! Því fieiri því minni athygli fær maður. Ég er hvorki fúl né afbrýðisöm út í fortíð hans, enda á ég líka mína eigin! En mér íinnst oft eins og það sé verið að taka manninn frá mér. Ég er oft hundfúl og pirruð þessar helgar. Þú kynnist manni, verður skotin og svo segir hann þér að hann eigi börn — það breytir öllu. Ég man að ég hugsaði með mér að þetta yrði ekki til frambúðar. Mér fannst tvö börn ákaflega mikið mál. En svo lætur maður það ekki stoppa sig. Engu að síður er rnaður settur inn í þetta — það ákveður engin kona að verða stjúpa, hún lendir í þvi. Örlögin haga því þannig. Svo líður tíminn, framan af sá ég lítið af börnunum, svo jókst það smám saman uns við fórum að búa og það komst í fastar skorður: önnur hver helgi og svo eitthvað í fríum: bæði jóla, páska og í sumarfríum. Sosum allt í lagi með það. Þetta hefur sinn gang en er stundum erfitt. Þaö þýöir ekkert aö loka sig af ö heimilinu þó aö stundum langi mig mest til að láta mig hverfa. STJÚPA HÚN LENDIR í ÞVÍ Nú eigum við tvö lítil börn saman og það er óneitanlega mikill munur á að vera með fjögurra manna fjölskyldu eða sex. Bæði á uppvaski, eldamennsku og hrein- læti. Við erum alltaf takandi til en það er samt allt fijótandi í drasli. Þegar búið er að koma litlu börn- unurn niður er áframhaldandi prógram með þeim stóru. Faðir- inn verður einnig að standa sig. Hann er oft búinn að vinna mikið og þetta er auðvitað heilmikið álag fyrir hann. Svo virðist sem mörg helgar- börn hagi sér á svipaðan hátt: Þegar komið er á föstudags- eftirmiðdegi er gengið beint inn og allt skoðað í krók og kring. Þau fara alltaf sama rúntinn og spurningum rignir yfir okkur: Hver á þetta? Hver gaf þetta? Hvar var þetta keypt? Hvað kostaði það? Kannski er þetta einhver afbrýðisemi og óöryggi, það gerist eitthvað á meðan þau eru fjarverandi. Svo er spurt hvað er í matinn og hvað eigi að gera um helgina. Þessi krafa um skemmtidagskrá fer oft í taug- arnar á mér. Matartímarnir eru einnig oft erfiðir, eins og þeir eiga líka að vera miklar sælustundir. Þau eru matvönd, eins og reyndar fieiri börn en ég þekki heldur ekki nógu vel inn á matarsmekk þeirra. Onnur hver helgi er alltaf upptekin og mér finnst óþægilegt að hafa líf mitt svona planað. Þó er best að hafa þetta allt í föstum skorðum. Hringl fer illa með börnin og ekki síður stjúpuna! Ég þekki eina sem var að gefast upp. Móðirin og barnið bjuggu úti á landi og barnið var oft sent til föðurins með stuttum fýrirvara og það var ekkert verið að taka tillit til þess hvernig stóð á hjá honum og hinni fjölskyldunni hans. Margar konur treysta heldur ekki stjúpmæðrunum fyrir börnunum. Það er ekki þannig í mínu tilfelli, samskiptin eru í góðu lagi. Sem betur fer er heldur ekkert borið á milli. Þau segja okkur lítið frá því sem gerist heima hjá þeim og ég efast um að þau séu mikið að blaðra um okkur og okkar hagi. Auðvitað er mikið samband iýrir utan þessar helgar. Börnin koma oft í heimsókn og hringja mikið. Það er ótrúlegt hve mikið þarf að þjónusta börn nú á dögum, skutla þeim út og suður í það óendanlega. Áður fyrr gengum við eða tókum strætó. Nú er þvi oft borið við að strætó gangi svo sjaldan og ég kvíði fyrir næsta vetri þegar hann á að ganga enn sjaldnar! Allt krefst þetta töluverðrar skipulagninar og hann sér að mestu leyti um það, enda er þetta hans mál. Ég veit að miðað við marga tekur hann mikinn þátt í þessu því að víða bera stjúpurnar einar alia ábyrgð á helgarheim- sóknunum. Ég reyni eins og ég get að draga mig í hlé þó að stundum sé það erfitt að vera ekki að ráðskast með, stjórna eða stýra. Auðvitað skipti ég mér oft af þeim ef það er eitthvað sem mér líkar ekki og myndi ekki leyfa mínum börnum. Það þýðir ekkert að loka sig af á heimilinu þó að stundum langi mig mest til að láta mig hverfa. Ég finn sérstak- lega fyrir þessu eftir erfiða vinnu- viku. Það er lika oft mikið að gera hjá honum og við sjáumst varla alla vikuna. Svo kemur föstu- 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.