Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 26

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 26
AFMÆLI LEIKIR Gott er aö vera búin aö ákveöa leiki í afmœlisveisluna, svo allt fari ekki upp í loff þegar fil kemur. Sumir vilja hafa leikina áöur en afmœliskakan er borin á borö, en öörum finnst þœgi- legast aö hefja leikina þegar allir eru orönir saddir og sœlir. SPURNINGALEIKUR Einhverjir tveir fara inn í lokaö herbergi og semja nokkrar spurningar. Síðan er kallaö á gestina eftir stafrófsröö og þeir látnir svara spurningunum. Sá sem getur svarað flestum spurningum vinnur og fœr ef til vill einhver verðlaun. GETRAUNALEIKUR Einhver fulloröinn hvíslar nafn á söguhetju úr œvintýri aö af- mœlisbarninu. Síöan eiga hinir gestirnir aö finna út hver hetjan er. Afmœlisbarniö á aö reyna að leika söguhetjuna, en má ekki segja eitt einasta orö, bara nota látbragö og svip- brigði. Hins vegar má þaö svara spurningum meö þvi aö kinka kolli eöa hrista hausinn. Sá sem getur upp á réttri söguhetju fœr svo aö spreyta sig nœst. Þaö má nota hug- myndaflugið og jafnvel láta krakkana spreyta sig á aö geta upp á ýmsu ööru, t.d. hlutum og dýrum. „Leigjum og seljum barnafmælisform". PIPAR OG SALT KLAPPARSTÍG 44 - ® 623614 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.