Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 5

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 5
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA Hvert þessara dæma sýnir „alvöru" fjölskyldu? Hvað er annars íjölskylda? Eru það þeir sem þú snæðir með á aðfangadagskvöld? Það fólk sem þú þværð af og eldar ofaní? Fólkið sem býr í sömu íbúð og þú deilir hinu daglega lífi með? í orðabók Menningar- sjóðs (1963) segir: fjölskylda: foreldrar og börn þeirra; hús- ráðendur og afkomendur þeirra; systkini og skylduiið þeirra. Svo mikið er víst að hin dæmigerða „kjarnafjölskylda“ verður æ fáséðari en ný og fjölbreyttari íjölskylduform al- gengari, samanber dæmin hér að framan. Kona nokkur, sem er fráskilin með tvö börn, fór í messu á aðfangadagskvöld með sex ára son sinn. Hjón með tvö börn settust fyrir framan þau og snáðinn ljóm- aði allur, leit á móður sína og sagði: Mamma sjáðu, þarna er alvöru fjölskylda! Móðurinni var brugðið, hún tók utan um drenginn og reyndi að sann- iðka þó raðkvæni sem er í raun nýtt form á fjölkvæni. í stað þess að eiga margar konur í einu fara menn úr einni sambúð í aðra og eignast þannig nokkra maka á lífs- leiðinni. Ef fólk eignast barn með öllum mökunum liggur í augum uppi að fjölskylduilór- an verður sífellt íjölskrúðugri. Teygjufjölskyldur verða æ al- gengari, þ.e. fjölskyldur þar sem börn úr fyrri samböndum búa um tíma á heimilinu (aðra hverja helgi, viku eða mánuð í senn). í Danmörku er algengast að fólk búi eitt. Hér telst einstaklingur ekki vera fjölskylda og einstæðir for- eldrar og börn þeirra ekki heldur. Nei, allt miðast við pabba mömmu og börnin tvö, hvort sem það er íbúðar- húsnæði, barnabækur, matar- pakkningar eða sólarlanda- ferðir. Þeir sem uppfylla ekki þessi skilyrði verða að fara í gegnum lífið án nokkurs fjöl- skylduafsláttar. HEILAGA FJÖLSKYLDA færa hann um að þau væru líka alvöru íjölskylda. En eru þau það? Væri kannski ráð að setja visitölufjölskyldu í eitt húsanna í Árbæjarsafni svo hægt sé að sjá og skoða þessa einingu sem er „hornsteinn samfélagsins" og allt miðast við? Þá væri hægt að koma nieð heilu barnaheimilin og bekkina til að gefa börnum, sem búa í „gervi" fjölskyldum, kost á að sjá „alvöru" fjöl- skyldu. Á íslandi eru 7837 einstæðir foreldrar (þar af 7284 ein- stæðar mæður). Sumir eru fráskildir, en aðrir hafa alltaf verið einir. Þriðju hverri sam- búð lýkur með skilnaði. Hér tíðkast einkvæni en sífellt fleiri íslenska fjölskyldan er að breytast en samfélagið tekur lítið tillit til þess. Lítið hefur verið rætt um teygjuljölskyld- una á opinberum vettvangi. Getur teygjufjölskyldan t.d. búið í venjulegu íbúðarhús- næði? Hvernig er að koma inn í fjölskyldu sem stjúpmóðir/- faðir? Hvernig er að eiga marga „pabba“ og „mörnmur" út um allan bæ og aragrúa stjúpsystkina og hálfsystkina? Hvernig ganga samskiptin við fyrrverandi maka? Hver ber ábyrgð á öllum þessum börn- um? Hver heldur utan um teygjufjölskylduna? Reynir nú meira á skipulagshæfni kvenna en áður? RV 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.