Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 39

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 39
ÚR LISTALÍFINU upphátt íyrir mlg eins og vanur upplesari, skýrmælt og ömgg. Seiður vorsins Og enn er komið vor með daðri, kitlum og hlátrum. Aftur rumska veturlúnir draumar á ísa köldu landi. Strcetin streyma lífsglöð fram heit og rjóð á stuttbuxum í strigaskóm slafrandi ís. Hornin hvísla feimin „hittu mig í kvöld". í hverju höfði bcerist hjartljúfur draumur án orða. Æ, elsku kallinn, nú verður nnútter alveg óð síðasti strcetó á förum og engin fleiri böll í sumar. Æ, nú verð ég að þjóta. Og sundin stynja af raun yfir uppeldisins óbcerilegu kvöðum. Ó að ég vceri tuttugu og eins og það strax í gœr. Góður Guð, hans sonur og allir himinsins englar. Blessa náðugur vort einingarband um eilífð alla svo amstur og sút fái eigi sundrað að ást og friður ríki um alla framtíð á köldu ísa landi. Sólin var enn hátt á lofti þegar ég kvaddi Oddnýju. Hlátra- sköll frá krökkum í fótbolta og ilmur af nýslegnu grasi lá í loftinu. Og ég er ekki frá því að ljóðin hennar standi mér nær en áður. Þau lifa eins og sólargeislar, sem geta auðveld- lega brætt hvert mannshjarta. GG. TÖFRAGARÐURINN í NEW YORK Man einhver eftir sögunni um Mary Lennox sem missti foreldra sína í kólerufaraldri á Indlandi og var send til kaldlynds móðurbróður í Englandi? Þar uppgötvaði hún að hún átti frænda sem var jafnvel spilltari af dekri en hún og hafði líka alist upp við ástleysi foreldra. Hún fann einnig Töfragarð, eign- aðist vini í þjónustustúlk- unni Mörtu og Dickens bróður hennar og fór smám saman að hugsa um eitthvað annað en sjálfa sig og varð hamingjusöm. Þessi bók eftir Prances Hodgson Burnett, sem kom út á Akureyri árið 1946, var ein af mörgum í bókakassa sem amma sendi okkur systrunum fyrir rúmum tuttugu árum, okkur til ómældrar ánægju. í fyrra las ég Töfragarðinn aftur, nú fyrir systrabörn mín og ég uppgötvaði að töframáttur hans er hinn sami. Síðastliðið vor var söng- leikur byggður á Töfragarðin- um frumsýndur á Broadway í New York. Hann fékk mis- jafna dóma en var tilnefndur til fjölda verðlauna. Það merkilega við söngleikinn er hve margar konur koma þar við sögu. Marsha Norman (sem skrifaði Nótt Móðir sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum) skrifaði handritið og söngtextana, Lucy Simon samdi tónlistina, Susan H. Schulman leik- stýrði og Heidi Landesman gerði leikmynd. Haft er eftir Susan Schulman að ef henni mistækist með verkið fengi engin kona tækifæri til að spreyta sig á Broadway næstu tíu árin. Uppselt var á allar sýningar á meðan útsendari VERU var í New York en ef einhver lesandi sér söngleikinn væri gaman að fá umsögn. RV Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Stuölahálsi 2 - Reykjavík SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi taekifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Viö birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er i Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 a ER SMAAUGLÝSINGABLACHÐ 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.