Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 33

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 33
ÞINGMÁL fram í sækir. Meðal breytinga má nefna að skattakerfið verður samræmt. Það blasir við Dönum að breytingarnar muni setja dönsku velferðarkerfi stólinn fyrir dyrnar, en þeir eru framar flestum þjóðum EB þegar félagslegt öryggi þegnanna á í hlut. Félagsmála- hliðin er ófrágengin og það er hið versta mál. 7• Eins og áður segir teljum við það grundvallaratriði að hver einstaklingur geti haft áhrif á umhveríi sitt og eigi hlut í þeim ákvörðunum sem varða líf hans og þar með þjóðarinnar. Á hinu evrópska efnahagssvæði verður komið á fót dómstól og eftirlits- stofnun sem munu dæma í málum sem varða samninginn um EES. Þessar stofnanir verða æðri þjóðþingum og innlendum dóm- stólum. Samningarnir ná ylir breitt svið og lagabálkar EB sem gilda munu á öllu svæðinu ná til hinna smæstu atriða. Þvi mun verða mikil breyting á íslenskum lögum, án þess að Íslendingar geti haft nokkur áhrif á einstök atriði, hvað þá alþingi sem stendur frammi fyrir því að samþykkja öll herlegheitin eða fella. Þarna er á ferðinni yiirþjóðlegt vald, sem við verðum að hlíta. Það verða ekki lengur íbúar landsins sem ráða för, heldur þær ákvarðanir sem teknar verða í Brussel, en þar munu EFTA-ríkin hafa afar lítil áhrif. Við viljum ekki sjá íslendinga í þessari stöðu, þótt á móti komi tollfríðindi og hugsanleg atvinnuuppbygging, 8. Grundvallaratriði í þeim breyt- ingum sem framundan eru innan Evrópubandalagsins er hið svo- kallaða f|órfrelsi. Frelsi fjármagns- ins, frelsi vinnuaflsins, frelsi vöruílutninga og þjónustu. Ef af samningum um evrópskt efna- hagssvæði verður mun íjórfrelsið gilda á öllu svæðinu. Engin úttekt hefur verið gerð á þvi hvað þetta rnun hafa í för með sér fyrir Islendinga. Engin umræða hefur átt sér stað opinberlega um það hversu langt íslendingar vilja ganga í þessum efnum, enda engir fyrirvarar lengur af hálfu íslensku samningamannanna hvað varðar ijórfrelsið. Aðalatriðið er að fólk geri sér grein fyrir því hvað þessir samningar hafa í för með sér og taki afstöðu út frá því. 9. Nokkrar EFTA-þjóðir eru þegar á leið inn í EB, af ýmsum ástæð- um. Svo dæmi sé tekið af Svíum þá eru viðskipti þeirra við EB gífurleg og þeir sjá fram á mun lakari samkeppnisstöðu utan banda- lagsins en innan þess og vilja hafa áhrif á stefnumótun. Willy Brandt sem hér var á ferð fyrir skömmu benti á að það hlyti að verða hálf einkennileg staða fyrir EFTA-ríkin að hlíta lögum og samþykktum EB en hafa lítil sem engin áhrif á ákvarðanir þess. Því er niður- staðan sú að eitt skref bjóði nánast óhjákvæmilega upp á annað, þ.e. inngöngu í Evrópubandalagið. Aðild að EB kemur ekki til greina fyrir okkur að óbreyttu og þvi á ekki heldur að stíga fyrsta skreflð. 10. Aðild að hinu evrópska efna- hagssvæði mun fylgja mikill kostnaður fyrir íslendinga. Hér verður að koma upp starfsliði og sérfræðingum (il að annast þau mál sem snerta EES, en ekkert liggur fyrir um það hvað aðild mun kosta í starfsliði. Einn af samn- ingamönnum Sviss sem hér var á ferð ásamt nokkrum þingmönnum EB og EFTA spurði mig hvort íslendingar hefðu sérmenntaðan mannskap í þetta allt og hvernig íslendingar ætluðu að ráða við þau ósköp sem fylgdu. Því gat ég ekki svarað. Þá þurfa íslendingar að greiða dágóða upphæð í þróunar- sjóð EB sem aðstoða mun van- þróuð svæði Suður-Evrópu. Það er útbreiddur misskilningur að íslendingar muni njóta góðs af sjóðum EB ef við álpumst þangað inn, en það er ekki rétt. Við erum háþróað svæði samkvæmt skil- greiningum EB og getum vel séð um okkur sjálf. Ekki verður grænan eyri þaðan að hafa nema hugsanlega til samstarfsverkefna ileiri þjóða. Af því sem hér hefur verið tíundað má ljóst vera að við íslend- ingar stöndum frammi fyrir gífurlega mikilvægum ákvörðun- um sem varða framtíð okkar allra svo og komandi kynslóða. í 114 ár (1830-1944) börðust íslendingar fyrir því að ná löggjafarvaldinu, framkvæmdavaldinu og dóms- valdinu úr höndum Dana og færa stjórn eigin málefna frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur. Sú öld sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur einkennst af baráttu fyrir mannréttindum og jöfnuði allra þegna þessa lands. Það er stórt skref að snúa blaðinu við og taka stefnuna í faðm evrópskrar sameiningar undir merkjum við- skiptafrelsis, sem kann að hafa í för með sér afsal á stjórn eigin mála á mörgum sviðum og bakslag í þeirri jafnréttisbaráttu sem hér hefur verið háð með nokkuð góðum árangri. Ekki vil ég spá þvi að glötun íslenskrar þjóðar blasi við. Ég hef einfaldlega það mikla trú á lýðræðis- og baráttuhefðum Evrópubúa að ég irúi því ekki að þeir muni sætta sig við mið- stýringarbáknið til lengdar. Við Kvennalistakonur viljum gott samstarf og samvinnu við allar þjóðir heims, jafnt í Evrópu sem annars staðar, en við teljum hagsmunum okkar betur borgið utan efnahagsheilda en innan. Við eigum þess enn kost að segja NEI, og hafna aðild að EES. Við eigum að bíða átekta og leita þeirra leiða sem henta okkur best. Kristín Ástgeirsdóttir VELJUM ÍSLENSKT! FÉLAG ÍSLENSKFIA IÐNREKENDA

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.