Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 23

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 23
HEÐAN OG ÞAÐAN Hvatning AUGLÝSING??? ERTU AÐ HUGSA UM AÐ STOFNA FJÖLSKYLDU? LEIGÐU BÖRNIN FYRST! Þú fœrö alvöru lifandi börn heim aö dyrum. Þúsundir persónuleika, ýmsir litir, stœröir og geröir. Henta vel fyrir fyrirtcekjaferöir og skemmtanir. Heimsœkið verslun okkar eöa fdið sendan litabœkling. NÝR SKODI Á 1 OOO KALL? Dregið hefur verið i stuðn- ingshappdrætti Kvennalist- ans, og kom vinningurinn á miða nr. 945. Vinningshaf- inn, Aðalbjörg Jónasdóttir, kom í kosningakaffi Kvenna- listans á Laugavegi 17 á kjör- dag og keypti einn miða á þúsundkall. Hún tekur hér á móti vinningnum, bifreiðinni Skoda Favorit, ásamt heilla- óskum frá Kvennalistanum og bifreiðaumboðinu Jöfri hf. Aðalbjörg kvaðst alsæl með vinninginn, sem kæmi í góð- ar þarfir, og væri þetta jafn- framt í fyrsta sinn sem hún hreppti vinning í happdrætti. Á myndinni eru frá vinstri Haraldur Sigurðsson, Jón Árni Helgason, Aðalbjörg Jónasdóttir, Kamilla Guð- mundsdóttir, Hafdís Bene- diktsdóttir og Kristín Árna- dóttir. Fréttatilkynning frá Kvennalistanum. Lóttu þá ekki hnoöa úr þér vaxbrúöu í tískulitunum Láttu þá ekki móta hug þinn eöa hjarta í kökuformi Láttu þá ekki vefja þig í vaöal ástarinnar Vertu þú sjálf snjöll og sterk Sólveig Kr. Einarsdóttir SPAKMÆLI UM HJÓNABANDIÐ Ótal „kenningum“ er nú hald- ið á lofti, viðvikjandi hjóna- bandinu. Er ein þeirra sú, að fjöldi manna álítur, að sjálft hjónabandið eigi sök á öllu saman. Hyggja slíkir menn, að ef hjónin aðeins gætu leyst sig úr læðing og byrjað liflð á nýjan leik, með einhverjum öðrum, þá mundu þau geta orðið ánægð pg hamingju- söm. En þessum umbóta- mönnum gleymist venju- legast það, að þeim karli eða konu, sem heflr enga hug- mynd um, hvernig á að fara að því að gera hjónaband sitt mikilsvirði og fagurt með þeim, sem það nú er gift, mundi sennilega ekki farnast betur með öðrum. - Sá einn maður - karl eða kona - sem með alúð og alvörugefni leggur stund á listina að unna, getur gert sér von um að öðlast það hnoss, að handsama ástina í fullri feg- urð í hjónabandinu. (Úr Hjónaástir eftir dr. Stopes sem kom fyrst út 1918. Björg C. Þorláksson íslenskaöi bókina sem olli töluverðu fjaörafoki þegar hún kom út hér áriö 1928.) „Enginn getur frekar lofað þvi að elska eða elska ekki, en hann getur lofað þvi að lifa lengi. Því einu getur hver maður lofað, að láta sér annt um lifið og ástina". Ellen Key, Hjónaóstir, 1918 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.