Vera - 01.08.1991, Qupperneq 38
ÚR LISTALÍFINU
„...UNDIR HEITRI SÆNG
HÍMIR EINMANA HJARTA"
Viötal viö Oddnýju
Kristínu Óttarsdóttur.
Þankar einmana hjarta
Oröin leiö á þessu öllu sem
ekkert er,
yfirgefin í sálarlausu húsi,
sem bara þegir þunnu hljóöi
meöan símalandi vitund mín
vakir og vill út.
Því þaöan óma sœt fyrirheit
nœturinnar
og undir heitri sœng hímir
einmana hjarta
sem helst vildi höndla þau öll í
einu.
En inn um gluggann nϚir
kaldur sannleikur einveru
minnar.
Hrjáöar hugsanir sveima
stefnulausar um loftiö
en leggjast loks auömjúkar
andvaka viö herra síns hlið
uns aftur dagar og samt veit
enginn neitt,
Hjartað hefur löngum gegnt
tvíbentu hlutverki í lífi hvers og
eins. Annars vegar líffræði-
legu, að dæla blóði um líka-
mann og hins vegar hefur
merkingin tengst hugarþeli og
tilfinningum. Hjartað getur
hoppað af gleði og lamast af
sorg. í nýútkominni ljóðabók
„Þankar einmana hjarta" eftir
Oddnýju Kristínu Óttarsdótt-
ur, er hjartað greinilega bú-
staður sálarinnar. Einmana,
æpandi, ástleitin, helköld og
ástheit eru hjörtun sem ljóð-
mælandinn er að fást við. Og
með sínu eigin hjarta tekst
honum að brjóta sér leið til
lesandans, þannig að það er
sem hjartslög lífsins tifl á
hverri síðu.
Túlkun ljóða er fyrst og
fremst háð reynslu, skynjun og
væntingum lesandans. Sú
mynd sem birtist við lesturinn,
er ekki endilega sú sama og
ljóðskáldið hafði í huga, enda
ekki tilgangurinn. Það er því
38
alltaf forvitnilegt að fræðast
um ljóðskáldið, líf þess og ef til
vill tilurð ljóðanna. Oft á tíðum
opnar það nýjar víddir íýrir
lesandann og færir hann ef til
vill nær ljóðunum.
Með slíka forvitni í fartesk-
inu brá undirrituð sér í viðtal
við Oddnýju K. Óttarsdóttur.
Það var blíðskaparveður dag-
inn sem ég bankaði uppá í
Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni
og margir sátu úti. Oddný, sem
er nýlega orðin tuttugu og
þriggja ára gömul, ílutti úr
foreldrahúsum íýrir u.þ.b. ári
síðan.
„Þessi bók spannar yfir sex ára
tímabil í lífi mínu, sem var
tiltölulega erfitt án þess að
maður fari að vorkenna sjálf-
um sér. Það tekur bara stund-
um á mann að lifa þessu lííi.
Þessi bók er niðurstaða af
þeirri reynslu. Þetta er ekki
endilega reynsla mín af þvi að
vera með spastíska lömun,
heldur allt eins tilíinningar og
upplifun sem flestir verða að
kljást við einhverntímann á
lífsleiðinni. Og verða að vinna
úr með einum eða öðrum
hætti.
Ég byrjaði að yrkja fýrir
alvöru eftir að ég útskrifaðist
sem stúdent frá Menntaskól-
anum í Kópavogi í fýrra. Ég
ætlaði að vísu að skrifa sögu og
byrjaði á því, en ijóðin náðu
betur til mín, þannig að ég
sneri mér alfarið að þeim.“
Nú yrkir þú mikiö um ein-
manaleika og hjartans til-
finningar. Ertu mjög ein-
mana?
„Það kemur fyrir. En sjáðu til,
það er samféiagsieg spurning
hjá hverjum og einum að leysa
slíkar tilfinningar. Maður hef-
ur svo gott af því að vera einn
með sjálfum sér. Sérstaklega
þegar maður er að vinna. í eðli
mínu er ég reyndar ekki þann-
ig gerð að ég einangri mig
mikið frá öðru fólki. Ég var
frekar rólegur krakki að ég
held, og í skóla hefur mér allt-
af verið tekið frábærlega vel af
bekkjarfélögum mínum. Þetta
er svo mikið undir manni sjálf-
um komið. Það þýðir ekkert að
einblína í sífellu á sjálfan sig
sem einhvern miðpunkt sem
allt snýst um.
Ég skrifa eitthvað niður á
hveijum einasta degi, hvort
sem það er heilt ljóð eða
nokkrar setningar. Stundum
eru þetta aðallega spakmæli
sem mér fljúga í hug. Það má
kalla þetta innblástur eða ein-
hverskonar hugboð. Ég er alla-
vega heppin með það að ég hef
sjaldan fengið svokallaða
rithöfundarstíflu'1 segir Oddný
og hlær.
Það er mikill kraftur í
þessari ungu stúlku. Hún er
þegar farin að undirbúa næstu
ljóðabók, sem hún hefur í
hyggju að gefa út innan árs. A
komandi vetri ætlar hún í
Háskólann, þar sem hún ætlar
að taka áfanga í bókmenntum
og ritlist. Og hún geislar af
áhuga þegar við spjöllum um
bókmenntir og ljóð.
„Það er ekki ýkja langt
síðan ég fór að lesa ljóð, mesta
lagi þijú eða fjögur ár. Ég er
mjög hrifln af Steini Steinarri
og Jóni Helgasyni, sem ég tel
vera mesta rímsnilling þjóðar-
innar. Annars var mjög mikið
lesið fýrir mig þegar ég var lítil.
Ég þurfti að fara í tvær að-
gerðir á fótunum og gat þar af
leiðandi lítið gert nema liggja
upp í loft. Ég hugsa að ég hafi
ekki verið eldri en sjö ára þegar
pabbi byrjaði að lesa Laxness,
Gunnar Gunnarsson og
Þórberg Þórðarson íýrir mig-
Og ég man vel eftir því hvað ég
lifði mig inn í atburðarás
sagnanna.
Hefurðu annars lesið Þjóð-
lag eftir Snorra Hjartarsson?
spyr Oddný og bendir mér á
ljóðabók í bókahillunni. „Það
er yndislegt ljóð sem ég hef svo
oft grátið yflr.“ Við lesum ljóðið
og erum sammála um áhrifa-
mátt þess. „Hiynjandin skiptir
svo miklu máli. Ég legg mikið
upp úr því að reyna að láta
ljóðin mín hljóma sæmilega.
Viltu kannski fá að heyra
splunkunýtt ljóð sem á að
birtast í næstu ljóðabók?" spyr
hún mig án umhugsunar.
Hvort ég vil og hún les ljóðið
Oddný Kristín Óttarsdóttir. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir