Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 6

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 6
NUR VILJA HIN HEILAGA FJOLSKYLDA MJUKAN TARZAN MEÐ GOÐ LAUN SEM VINNUR EKKIYFIRVINNU í vetur var staddur hér d landi sœnskur tceknimaöur að gera mœlingar uppi d Fljótsdalsheiöi. Kona nokkur haföi samband viö VERU og benti okkur á aö skrifa um hann. - Hann er dálítið merkilegur maöur, sagöi hún. Viö vorum beöin um aö hafa ofan af fyrir honum einn sunnudaginn þegar hann var í bœnum. Viö fengum hann meö þeim upplýsingum aö hann vœri áhugamaður um kraftmikil farartœki, svo aö viö fórum meö hann á bílasölur. En þegar viö vorum sest yfir kaffibolla fór hann aö tala af áhuga og innlifun um samskipti kynjanna og tilfinningar karla! Það kom upp úr kafinu að Arne Torikka er mjög virkur í starfsemi karlaathvarfa, en þau eru um 15 talsins í Svíþjóð. Það voru konur sem störfuðu í kvennaathvörfum sem áttu frumkvæðið að stofnun karlaathvarfa, en nú eru félagar nær eingöngu karlmenn. Arne tók vel í að veita viðtal, enda eru karlaathvörf honum hjartans mál. Hann er að verða aðaltals- maður einstæðra feðra í Svíþjóð, en segist ekki vera yfir sig hriflnn af því að vera í sviðsljósinu, þó að honum finnist brýnt að vekja athygli á þessum málum. - Karlmenn hafa alveg jafn- miklar tilfinningar og konur, segir Arne. Og karlmenn hafa þörf fyrir að hittast og ræða um tilfinningar sinar og samskipti sín við fjöl- skylduna við aðra karlmenn. Þeir tala yfirleitt bara um svona mál við konur, en konur hafa eins og kunnugt er aðra reynslu en þeir, þær hafa til dæmis aldrei orðið feður. IWlunurinn á athvörfum karla og kvenna er sá, að konur leita yfir- leitt þangað í æsingi augna- bliksins, en karlar koma frekar að vel yfirlögðu ráði. Þó eru þeir yfirleitt mjög langt niðri þegar þeir koma, jafnvel í sjálfsmorðshug- leiðingum. Flestir standa í skiln- aði og eru mjög einmana og oft örvæntingarfullir yfir því að fá ekki að hitta börnin. Það eru oftast ungir menn sem leita til athvarfsins. - Við reynum að gera menn meðvitaða um eigin stöðu og um stöðu karlmannsins í fjölskyld- unni, segir Arne. Allir karlmenn verða að taka á sig sinn hluta ábyrgðarinnar og vera jafnmikið með börnunum og konan. Þegar ég var lítill vann pabbi minn sem er lögregluþjónn alltaf á aðfanga- dagskvöld. Mér þótti það mjög leiðinlegt, en samt fór ég sjálfur í þannig vinnu að ég þurfti að vinna um jólin. Stráka skortir jákvæðar fyrirmyndir á þessu sviði. 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.