Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 35

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 35
HEÐAN OG ÞAÐAN EF KARLMENN YRÐU OLETTIR.. Fceöingarorlof vceri tvö ór... á fullu kaupi. Þaö vceri búiö aö finna upp lceknisaðferð til aö laga slit. „Eðlileg" fceöing vceri bönnuð. Morgunógleöi vceri talin helsta heilbrigöisvandamál þjóöarinnar. Allar getnaöarvarnir yröu betrumbcettar þannig aö þcer vceru 100% öruggar. Börnum vceri haldiö á fceð- ingardeildinni uns þau gcetu farið sjálf á kopp. Karlmenn vildu óöir og upp- vcegir tala um skuldbindingu og ábyrgö. Þeim finndust tvíburar ekki alveg svona mikil krútt. Feöur kreföust þess að synir þeirra kcemu heim af stefnu- mótum fyrir klukkan tíu á kvöldin. Karlmenn gcetu notaö stresstöskuna sína sem bleyju- poka. Þeir segöu ekki lengur: Ég er hrceddur um aö missa hann. „Feðrajakkaföt" vceri tískulína. Þeir lcegju í rúminu alla níu mánuöina. Matseölar á öllum veitinga- húsum innihéldu ís og snakk sem forrétti. Konur stjórnuöu heiminum. Séð á minnistöflu í mœðraeftirliti í Ameríku (á sömu töflu stendur einnig: Condoms are girl's best friends - not diamonds: sem útleggst: Smokkar eru bestu vinir stúlkunnar, ekki demantar.) T Á FARALDS- T F Æ T I Fyrirtækjum sem eru rekin af konum Qölgar sífellt í mið- bænum. í sumar bættist Fis- létt í hópinn. ÓlöfTómasdóttir og Vera Siemsen hafa rekið Fis-létt í þrjú ár, en þær hanna, sníða, sauma og selja fatnað fyrir barnshafandi konur. Þegar VERA sótti þær heim fyrir tveimur árum voru þær í kjallaraherbergi í neðra Breiðholti, en nú eru þær fluttar í glæsilegt húsnæði á Grettisgötu 6. Vera, sem er hjúkrunar- fræðingur að mennt, fékk hugmyndina að Fis-létt þegar hún gekk með fyrsta barnið. „Mér blöskraði hve lítið og lélegt úrval var af fatnaði fyrir barnshafandi konur og þvi stakk ég upp á þvi við Ólöfu, sem er kjólameistari, að við gerðum eitthvað í málunum." Þær höfðu einmitt kynnst á saumanámskeiði sem Ólöf var með og auk þess voru þær nágrannar um tíma. „Við byrj- uðum á stofugólfinu í tveggja- herbergja ibúðinni minni", segir Ólöf, „og konurnar mátuðu inni á baði og í eld- húsinu. Seinna fengum við leigt herbergið í kjallaranum." „Það var ofsalegur munur að fá herbergið en það var orðið allt of lítið. Konurnar komust varla fyrir til að máta! Hér á Grettisgötunni er að- staðan öll önnur og betri. Við höfum meira og betra pláss undir saumastofuna og versl- unin er mun stærri. Mátunar- klefarnir eru tveir í stað eins áður og við höfum meira að segja kafíistofu, en áður kúld- ruðumst við með kaffiboilana við saumavélina eða sniða- borðið. Ólöf teiknaði allar inn- réttingarnar og eiginmenn- irnir smíðuðu þær" segir Vera og sýnir stolt aðstöðuna. Auk Ólöfar og Veru vinna tveir kjólameistara hjá Fis- létt, en þegar mest er að gera verða þær að senda verkefni út í bæ. „Líklega gengur þetta svona vel hjá okkur af þvi að yfirbyggingin er engin, við erum enn i grunninum" segir Vera og hlær. „Já og svo er úrvalið alltaf að verða betra og betra" segir Ólöf og sýnir nýjustu framleiðsluna: rönd- ótta sundboli. „Það er stað- reynd að konur hugsa meira um útlitið en áður og vilja þar af leiðandi vera í fallegum og umfram allt þægilegum fötum á meðan á meðgöngunni stendur. Nú er vinsælt að fá sér gammósíur og stóran bol, en flestar vilja líka eiga að minnsta kosti einn fallegan kjóf sem hægt er að nota spari. Við erum einnig með buxur, smekkbuxur, sam- festinga og skyrtur í mörgum litum, þannig að flestar ættu að flnna eitthvað við sitt hæfl. Öll sniðin eru þannig gerð að konurnar geta notað flíkurnar á rneðan þær eru að jafna sig eftir barnsburðinn — og raunar eins lengi og þær vilja" segir Vera, en þær eru einmitt nýbúnar að eignast börn til að prófa flíkurnar! Viðskiptavinirnir koma alls staðar að og nóg er að gera hjá þeim, enda hafa barnsfæðingar sjaldan verið fleiri. Þær stöllur Ólöf og Vera gera konum kleift að gefa meðgöngunni léttan og lit- ríkan blæ! RV 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.