Vera - 01.08.1997, Page 4

Vera - 01.08.1997, Page 4
JceÁjotxAÁ^ Hverjir hafa iagt s'rtt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Það krefst átaks að breyta hugmyndum - en er óhjákvcemilegt! Sendu VERU ábendingar. plús ÍSLENSKA SÖGUÞINGIÐ Oft og tíðum gerum við okkur ekki grein fyrir því að við erum að ýta undir misrétti á milli kynjanna, ein- faldlega vegna þess að við erum svo föst í gömlum hugmyndum. Hugmyndum sem hafa mótað okkur og stjórnað lífi okkar án þess að við höfum tekið eft- ir því. Þess vegna þurfum við að byrja á því að breyta hugmyndun- um og þora að stíga skref sem breytt geta þeirri stöðu sem hefur verið á milli kynjanna öldum saman. Og það þurfa bæði konur og karlar að gera. í þessu blaði fjöllum við um kynjaskiptingu á vinnumarkaði og velt- um m.a. fyrir okkur af hverju störf sem karlar gegna njóta yfirleitt meiri virðingar en kvennastörf. Rótina að þessari flokkun er að finna í hugmyndunum um mikilvægi starfanna og til þess að breyta munstrinu þarf margt að koma til. í atvinnuauglýsingum hafa verið gerðar tilraunir til þess að hvetja það kyn sem er í minnihluta í starfsgreininni til þess að sækja um en á ýmsu hefur strandað. Karl- mönnum finnst t.d. ekki greidd nógu há laun í ýmsum þeim störfum sem þeir hafa verið hvattir til að sækja um. Launamatið virðist nefnilega háð því hvort kynið er í meirihluta í starfsgreininni og til þess að breyta því, og meta að verðleikum vinnuframlag kvenna, þarf að breyta viðteknum hugmyndum. Álitamál er fastur liður í Veru og að þessu sinni leggjum við spurn- inguna: Er brotið á rétti forrœðislausra feðra? fyrir tvo aðila. Það er athyglisvert að í svari beggja kemur fram sú skoðun að ef fleiri feður fengju forræði yfir börnum sínum myndi atvinnutækifærum fyrir konur fjölga og þær hafa meiri möguleika til að standa jafn- fætis körlum í samkeppninni á vinnumarkaðinum. Það segir sig sjálft að eftir því sem konur hafa meiri skyldum að gegna heimafyr- ir, þess minni orku hafa þær í samkeppnina á vinnumarkaðinum. Allt er þetta spurning um forgangsröð en valið um að sinna börn- um og búi verður að standa báðum kynjum til boða. „Konur verða að sleppa hendinni af ábyrgðinni yfir til karla og karlarnir verða að gefa fjölskyldulífi meiri tíma,“ segir Katrín Theodórsdóttir, lögfræð- ingur Félags einstæðra foreldra í svari við ofangreindri spurningu. í viðtali við Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur um kynjaskiptingu vinnumarkaðarins vitnar hún í fyrrverandi forstjóra Volvo í Svíþjóð sem sagðist frekar velja menn í vinnu sem tækju virkan þátt í barnauppeldi, t.d. með því að taka fæðingarorlof, því þar væru yf- irleitt á ferðinni frjórri einstaklingar sem brynnu síður út í starfi. í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir um vinnuna eru það yfirleitt karlar sem fórna fjölskyldulífinu og vissulega er það óréttlátt, bæði fyrir þá og börnin. Til þess að snúa þeirri þróun við er mikilvægt að stjórnendur breyti sínum hugmyndum og að sjálfsögðu verða karlar að vilja deila ábyrgðinni og gefa eftir af metnaði sínum. Konur vera líka að vera áræðnari og sleppa takinu af þeirri ábyrgð sem fylgir því að stjórna öllu innanstokks. sem haldiö var í Reykjavlk 1 lok mal. Konur voru þriöjungur þeirra sem voru meö framlag á þinginu, eða um 30 talsins. Jafnræöis kynjanna var vel gætt I vali á hópstjórum á þinginu og I yfirstjórn þingins sátu tvær konur og einn karl. Sókn ungra kvenna I sagnfræðirannsóknir er ánægjuefni en þar hafa gamlir karlar veriö ríkjandi árum saman. FORSETI ÍRAN Mohammad Khatami fyrir að skipa konu I ríkisstjórn en þaö er I fyrsta sinn sem kona sest I rlkisstjórn landsins eftir íslömsku byltinguna 1979. Konan heitir Masoumeh Ebtekar og er doktor I ónæmisfræöum. Hún veröur varaforseti landsins og formaöur umhverfisverndarráös. í nýafstaöinni kosningabaráttu höföaöi Khatami mjög til kvenna og er þaö taliö eiga þátt I sigri hans. NAFNBIRTING BARNANÍÐINGA sem heimiluö hefur veriö I breskri löggjöf. Þar er lögreglu gert heimilt aö láta skólum, félagasamtökum og almenningi I té upplýsingar um nöfn og heimilisföng dæmdra barnaníöinga. Þarft væri að setja slíka löggjöf hér á landi. vranus ÍSLENSK STJÓRNVÖLD fyrir aö veita næstum helmingi minna fé til félagslegrar þjónustu heldur en Noröurlandaþjóðirnar. í nýlegri rannsókn, sem gerö var af fimm háskólum á Noröurlöndum, kemur 1 Ijós aö framlag til fé- lagslegrar þjónustu af vergri þjóöarframleiöslu áriö 1992 var 18.9% hér á landi en 38.7% í Svíþjóö, 35.4% í Finnlandi, 31.5% í Danmörku og 30.8% I Noregi. ÍSLENSKT LAUNAKERFI fyrir óhemju mikinn launamun, eins og staöfestist í nýlegri úttekt tímaritsins Frjálsrar verslunar á skattskyldum tekjum ársins 1996. Þar kemur fram aö margir stjórnendur eru meö hátt á aöra milljón króna í mánaöarlaun, nær eingöngu karlar. Blaöið birtir lista yfir þá sem hæst hafa launin í nokkrum starfshópum, alls 650 manns. Þar kemst aöeins 41 kona á blaö. Æöi lág prósenta, ekki satt? FULLTRÚI FERÐAMÁLARÁÐS ÍSLANDS í NEW YORK fyrir ummæli í viötali viö tímaritiö Men's Journal. Greinarhöfundur leitar til hans áöur en hann fer til Eyjunnar í noröri, þar sem allt fallega kvenfólkiö er, en Mr. Gustavsson varar hann viö aö taka vinkonu sína meö sér því þaö sé eins og aö fara meö kaffi til Brasilíu. „Don't ever bring a woman to lceland. The Viking women will come for you," sagöi hann og rödd hans varö blíöleg. 4

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.