Vera - 01.08.1997, Side 12
ynjaskiptur
vinnumarkaður
kyntengda orðræða var löngu orðin til áður en konur urðu
fjölmennar í stéttinni. Þá eru til sérgreinar með allnokkra
kvenna- eða karlaslagsíðu sem hvorki eru lágt né hátt skrif-
aðar. Ef virðingin réðist af kynferði þeirra sem ynnu störfin
væru þessar greinar efst og neðst í goggunarröðinni. Þá eiga
fleiri atriði þátt í að skapa sérgreinum virðingu en kyntengd
orðræða. Má þar nefna hve sérhæft og afmarkað þekking-
arsviðið er: því sérhæfðara, þeim mun meiri virðing (sem
m.a. skýrir litla virðingu heimilislækninga). Annað atriði er
staðsetning lækninganna, það læknastarf sem unnið er utan
heilbrigðisstofnana nýtur minni virðingar en það sem stund-
að er innan þeirra. Enn má nefna að lækningar sem tengj-
ast félags- og sálfræðilegum þáttum njóta minni virðingar en
það sem er læknisfræðilegt í hefðbundnum raunvísindaleg-
um skilningi.
Hugmyndir, menning og viðhorf tungu-
málsins
Ein helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að orðræða virð-
ingarinnar, þ.e. hugmyndir, menning og viðhorf sem tungu-
málið ljáir búning, eigi meiri þátt í að beina konum og körl-
um inn á ólíkar sérgreinabrautir en þættir á borð við vinnu-
tíma, fjölskylduaðstæður eða raunverulegt innihald sér-
greinanna. Ekkert samband fannst milli fjölskylduaðstæðna
eða barnafjölda og sérgreinavals. Ekki voru heldur mikil
tengsl milli orðræðunnar og innihalds sérgreinanna. Þrátt
fyrir það er ofurvirðingu sumra sérgreina viðhaldið á kostn-
að annarra. Sjálfsupphafning og harðneskjulegt, keppnis-
þrungið andrúmsloft karlagreinanna fælir konur frá - og
einnig marga karla. Ekkert bendir til að þetta breytist nema
konur (og karlar) takist á við þessar hindranir, brjóti múr-
ana og breyti móralnum. En fyrsta skrefið er auðvitað að
öðlast þekkingu á þeim ósýnilegu og óáþreifanlegu öflum
sem stjórna mannlegum athöfnum meira en okkur grunar.
Fyrir
frúarbíla, frökenabíla, ungfrúarbíla,
jómfrúarbíla, ekkjubíla, heimasætubíla,
hattkonubíla
ina líka
Borgartúni 26, Reykjavík
Bíldshöfa 14, Reykjavik
Skeifunni 5, Reykjavík
Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði
Jón Már vökvar blómin hjá Ólafi Jónssyni sem hann kemur til einu sinni í
viku á vegum heimaþjónustu borgarinnar.
AÐ SÝNA NÆRGÆTN
0G ÞJÓNUSTULUND
Á undanförnum árum hefur lítið verið rætt um
kynskiptan vinnumarkað ogjnvaða áhrif hann hefur
haft á launamun kynjanna. Ástæðan er meðal
annars lítill áhugi innan verkalýðshreyfingarinnar sem
í besta falli lítur á jafnréttis- umræðu sem áhugamál
örfárra kvenna. Þannig erum við meðal annars langt
á eftir öðrum Norðurlöndum í því að karlar sinni
umönnunarstörfum.
s
Ilauslegu spjalli við Þórunni Sveinbjörnsdóttur formann
Sóknar kom fram að frá árinu 1988 hefur karlkyns félögum
í Sókn fjölgað úr 3,6% eða 100, í um það bil 10% eða 300,
á þessu ári. Karlar á starfssvæði Sóknar sinna ýmsum störf-
um svo sem á leikskólum, umönnun geðsjúkra og við heima-
þjónustu. Algengt er að karlar kvarti yfir lágum launum á leikskól-
um eftir nokkurra mánaða störf. Umkvartanir vegna launa virðast
ekki vera eins miklar í öðrum störfum. Þá vantar tilfinnanlega
stefnumörkun í fjölgun karla í vinnu hjá Dagvist barna. Karlar
hafa getið sér gott orð við umönnun geðsjúkra, en athygli vekur að
þeir virðast hafa einna minnstan áhuga á að starfa við ræstingar.
Eftir því sem öldruðu fólki fjölgar eykst þörfin fyrir heimaþjón-
ustu. Þar opnast því nýr starfsvettvangur fyrir karlmenn. í Dan-
mörku hefur þeim fjölgað vegna þess að mikið veikt fólk er haft
heima hjá sér miklu lengur en hér á landi. Hér vantar líka mark-
vissari stefnu í málefnum aldraðra. Eitthvað er um að karlmenn
sem lengi hafa búið einir vilji ekki konur til að taka til heima hjá
sér. Um þetta hefur lítið verið fjallað.
Líkar vel að geta orðið að liði
Jón Már Þorvaldsson er einn þeirra karla sem sinnir heimaþjón-
ustu. Jón Már er lærður prentari og vann við sína iðn í 30 ár bæði
og alla h
Sími 562 2262