Vera - 01.08.1997, Síða 15

Vera - 01.08.1997, Síða 15
Sj'á/fs- gegnum íeik í Skemmtihúsinu, vinnustofu leik- ara við Laufásveg, er verið að skipuleggja námskeið sem hefjast á í byrjun september. Blaðakona Veru brá undir sig betri fcetinum og hitti að máli þcer Helgu E. Jónsdóttur og Sögu Jónsdóttur leikkonur en þcer standa fyrir þessum námskeiðum sem þcer kalla LEIKUR OG LIST. Fyrstu spurningunni sem skaut upp í hugann var auðvitað: Er þetta svona leiklistarnámskeið fyrir full- orðna? „Þetta er ekki leiklistarnámskeið í hefðbundnum skilningi og ekkert frekar ætlað þeim sem hyggja á leiklistarnám eða vilja leggja fyrir sig leiklist. Nám- skeiðin verða byggð upp með tilliti til þátttakenda. Við leggjum áherslu á framsögn, að nota röddina, ein- beitingu, tjáningu og rétta öndun sem er grundvallar- atriði. Síðast en ekki síst viljum við leika okkur með fólki. Við viljum miðla fólki af þekkingu okkar og reynslu í leikhúsinu og frá margvíslegum námskeiðum sem við höfum sótt í gegnum árin.“ Þau námskeið sem hafa verið í boði til sjálfseflingar og líkamsræktar eru mörg hver sérhæf, þ.e. eróbik og fitubrennsla eða ræðumennska og fundarsköp. Með þessu nýja námskeiði vilja Helga og Saga gera tilraun til að samræma líkamsrækt og sjálfseflingu, eins kon- ar sjálfsrækt í víðasta skilningi þess orðs. „Það er svo gaman að fylgjast með fólki uppgötva hæfileika sína. Kannski er hægt að líkja svona starfi við ljóðmóðurstarf, við aðstoðum við fæðinguna," segir Helga og brosir. „Fólk veit oft ekki hversu óhemju mikil orka býr innra með því. Með því að beita líkama þínum rétt og virkja öndunina geturðu ráðið við flóknustu verkefni.“ Og ég var auðvitað tekin í smá sýnikennslu á fjalar- gólfinu. Eftir örlitlar styrkleikaæfingar komumst við að því að við Helga værum álíka sterkar en eftir að hún setti sig í stellingar og safnaði ofan í sig helmingn- um af andrúmslofti herbergisins, tókst henni næstum að fleygja mér á dyr! Námskeiðin verða öllurn opin, konum og körlum sem náð hafa 16 ára aldri. Helga og Saga leggja áherslu á að námskeiðin geti nýst jafnt einstaklingum sem hjónum, vinahópum og/eða starfsmannahópum. „Eg held að svona námskeið eigi mikið erindi til fólks í dag. Með aukinni orku og sjálfsöryggi ætti okkur að líða betur,“ segir Saga að lokum. Saga Jónsdóttir og Helga E. Jónsdóttir í dyrum Skemmtihússins. Nýtt bragð Nýjar hugmyndir LA BAGUETTE frystivöruverslun og heildsölubirgðir, GLÆSIBÆ, SÍMI588 2759, HAFNARSTRÆTI20, SÍMI562 1998. EKTA FRANSKT BAKKELSI, GRÆNMETI, ÁVEXTIR. Frábærar tilbúnar máltíðir. Styttri tími í eldhúsinu. Meiri frítími. Heitt og frosið fæst í Hafnarstræti 20. Verið velkomin. v ra 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.