Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 16

Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 16
m s k e i ö Guðlaug Helgadóttir er 62 ára og vinnur í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar Garðabcejar. Hún befur undanfarin ár sótt fjöldann allan af námskeiðum hjá ýmsum aðilum; lcert leiklist hjá Ævari Kvaran, tungumál, dans og lcert að sníða, svo eitthvað sé nefnt. Guðlaug er sammála Guðrúnu hjá Námsflokkunum um að það sé auðveldara að byrja aftur að lcera með því að scekja námskeið, auk þess sem úrvalið sem í boði er sé mjög fjölbreytt. Eftir að hafa sótt alls konar námskeið í mörg ár dreif hún sig í öldungadeild MH og kláraði stúdentsprófið 1983. Síðan þá hefur hún sótt tíma í Háskólanum, aðallega í sálfrceði og félagsvísindum sem hún hefur mikinn áhuga á. Guðlaug segist haldin einskonar námskeiðsfíkn. Nú síðast sótti hún námskeiö í skapandi skrifum í Tómstundaskólanum og fannst það mjög spennandi. MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART I REYKJAVIK TRYGGVAGÖTU 15-TOT REVKJAVÍK • SÍMI 551 1990 UNDIRBUNINGSNAM FR AMH ALDSDEILDIR ÁHUGAMANNADEILDIR Haustönn og vorönn: hvert námsskeið varir í 13 vikur. Barna og unglingadeildir: fyrir nemendur 6-16 ára. Almennar deildir: fyrir nemendur 16 ára og eldri. Áfangar í grun nmenntun myndlistar og fyrir lengra komna. Sfcrifar fer&asaga frá Sahur-fífríka etta er meðfædd forvitni - eins konar námskeiðafíkn má segja. Ég verð alltaf að vera að bæta við mig þekkingu og þó ég sæki öðru hvoru tíma í Háskólanum er ég ekki hætt að sækja námskeið. Nú síðast fór ég á námskeið í Tómstundaskólanum þar sem Ingólfur Margeirsson kenndi skapandi skrif. Það var eitthvað sem hafði blundað í mér lengi eða líklega alveg síðan ég var að skrifa ritgerðirnar í MH. Ég fann að ég átti auðvelt með að skrifa og held meira að segja að ég eigi hraðamet í ritgerðarsmíð. Eitt sinn skrifaði ég ritgerð um leið og ég eldaði kjötsúpu, eða á u.þ.b. einum klukkutíma! Síðan er alltaf talað um kjötsúpuritgerðina, annars fjallaði hún um samanburð á Eddukvæðum og Ijóðum Stephans G. Þrátt fyrir hversu stuttan tíma tók að skrifa hana fékk ég góða einkunn, og mig minnir að kjötsúpan hafi tekist ágætlega líka,“ segir Guðlaug og hlær dátt. Á námskeiðinu í skapandi skrifum leggur Ingólfur áherslu á að fólk skrifi um eigin reynslu og þar byrjaði Guðlaug að skrifa ferðasögur. Þessi skrif undu upp á sig enda hefur hún ferðast víða og nú er hún að leggja lokahönd á ferðasögu þar sem hún segir frá ferðalagi sínu til Suður-Afríku. „Ég hef mjög gaman af þessu stússi og námskeiðið hans Ingólfs var mjög lifandi og skemmtilegt. Þar var fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Ingólfur lagði áherslu á að við skrifuðum um eitthvað sem við hefðum áhuga á, þess vegna fór ég að skrifa ferðasögur. Söguna frá Suður-Afríku kalla ég Töfra Afríku enda heillaðist ég af landi og þjóð. Ég reyni að flétta saman persónulegri reynslu og alls konar fræðandi upplýsingum. Mig langar að gefa þessa sögu út því ég held að svona ferðasaga nýtist bæði fólki sem situr heima og vill fræðast um land og þjóð og einnig þeim sem hyggja á ferðalög“, segir Guðlaug. 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.