Vera - 01.08.1997, Síða 20
Alitamál
Álitamál
Álitamál
Katrín Tbeodórsdóttir,
lögfrœðingur Félags einstceðra foreldra
Við mat á því hvort brotið sé á rétti
feðra kemur tvennt til, annars vegar
það álitamál hvort brotið sé á feðr-
um við skipan forsjár og hins vegar hvort
feður hafi eðlilega umgengi við börn sín
þegar þeir fara ekki með forsjá þeirra.
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmála-
ráðuneytinu ganga foreldrar sjálfir frá sam-
komulagi um forsjá barna sinna í rúmlega
98% tilvikum við skilnað eða samvistarslit.
Ágreining um forsjá barna er hægt að leggja
fyrir dómsmálaráðuneytið eða dómstóla.
Við athugun á úrskurðum dómsmálaráðu-
neytis á fjögurra ára tímabili, frá 1989-
1993, kom í ljós að feðrum var falin forsjá
30% þeirra barna sem ágreiningur stóð um.
Á tímabilinu janúar 1993 til júlí 1995 voru
kveðnir upp 11 dómar og 20 úrskurðir við
skilnað eða samvistarslit foreldra og var
móður falin forsjá í 26 þeirra. í dag fara
konur með forsjá barna í 96% tilvika.
Þessi staða gefur auðvitað tilefni til vanga-
veltna.
Þungur róður karla.
Ég held að áhugi karla til að gegna uppeld-
is- og umönnunarhlutverki barna sinna hafi
aukist mikið hin síðari ár. Á árinu 1990
þótti það sæta tíðindum þegar karlmenn
Ieituðu ráðgjafar hjá Félagi einstæðra for-
eldra, sem hafði starfað allt frá árinu 1969,
en í dag eru karlmenn milli 30 og 40%
þeirra sem leita til félagsins vegna réttar-
stöðu sinnar. Þá hygg ég að það sé almennt
álit feðra að ekki þýði að deila við móður
um forsjá barna sinna, rétturinn sé alltaf
hennar megin. En af hverju er róðurinn
karlmönnum svo þungur? Til að svara
þessu er nauðsynlegt að skoða löggjöf og
réttarframkvæmd við lausn forsjármála.
Þegar úrlausnaraðili stendur frammi fyrir
forsjárdeilu verður hann í úrlausn sinni að
taka mið af því sem barninu er fyrir bestu.
Og þegar hagsmunir barnsins eru metnir fer
fram veigamikil rannsókn á innra sem ytra
umhverfi barnsins og er álit sérfræðinga
og/eða barnaverndarnefnda oftast liður í
þeirri rannsókn. Foreldrar eru skoðaðir,
heimilishagir hvors um sig, tengsl systkina,
umhverfi og tilfinningaleg tengsl barns við
foreldra sína og afstaða þess til beggja, svo
eitthvað sé nefnt.
Sjónarmiðin sem ráða niðurstöðu úr-
lausnaraðila eru mörg en þau sjónarmið
sem vega öðrum sjónarmiðum þyngra eru
án efa tilfinningaleg tengsl barna og for-
eldris, ásamt sjónarmiðinu að komast hjá
röskun á stöðu og högum barns þegar báð-
ir foreldrar eru hæfir, en svo er í langflest-
um tilvikum. Þegar þessi sjónarmið fara
saman þarf mikið að koma til til þess að
hinu foreldrinu verði falin forsjá. í ljósi
þess að tilfinningatengslin eru oft metin
meiri við móður og mæður hafa verið at-
Afhverju semja foreldrar oftast um
að móöirin skuli fara með forsjá?
Hafa feöur ekki áhuga? Telja þeir
að það sé árangurslaust að krefjast
forsjárinnar ef móðirin er því mót-
fallin? Tregðast mæður við að gefa Q
börnin eftir til föður, jafnvel þó að-
stæöur hans séu í mörgum tilvikum
betri til að annast börnin? Er kynj-
unum mismunað í dómum og úr-
skurðum dómstóla og yfirvalda?
þætti. Hér á landi vantar hins vegar alla
skilnaðarráðgjöf og er fólk því í allavega
ástandi þegar það tekur ákvarðanir um
mikilvægustu mál fjölskyldunnar til fram-
búðar.
Valdabarátta.
Ef feður vilja aukinn rétt verða þeir að
axla meiri ábyrgð á börnunum og taka
virkari þátt í lífi þeirra. Þeir verða að
Álitamál Er brotið
tessa biads: forræðislausra
kvæðameiri í uppeldi og umönnun barna
leiðir það til þess að konum éer oftar fal-
in forsjá barna. Það má því segja að nið-
urstöður úrlausnaraðila endurspegli hina
hefðbundnu hlutverkaskiptingu inni á
heimilunum fremur en að þær feli í sér að
karlinn sé lakari kostur sem uppalandi.
Umgengni.
Börn eiga rétt til samvista við báða for-
eldra og því foreldri sem fer með forsjá
ber að tryggja þennan rétt. Andstætt því
sem gerist með forsjá sem ákveðin er í eitt
skipti fyrir öll, verði henni ekki breytt síð-
ar, reynir umgengnisrétturinn stöðugt á
samskipti foreldranna. Forsjárforeldri,
sem í flestum tilvikum er kona, getur
vissulega hamlað umgengni milli föður og
barns ef vilji er til þess. Að sama skapi
getur hún lítið gert ef faðir neitar að sinna
barni sínu. Það er auðvelt að setja sig í
spor foreldris sem gjarnan vill taka á-
byrgð á uppeldi barna sinna en er hindrað
í því. Foreldrar sem koma úr erfiðum
samböndum með óuppgerðar tilfinningar
freistast því miður oft til að beita börnun-
um fyrir sig í átökum við hitt. Barnið
verður auðvitað alltaf undir í slíkum átök-
um. í Noregi er fólki sem stendur í skiln-
aði eða sambúðarslitum gert skylt að
sækja 2-3 tíma til að ganga frá forsjá og
umgengni, þó samkomulag sé um alla
koma meir inn í umönnunar- og uppeldis-
hlutverkið. Þeir verða enn frekar en áður
að gera ráð fyrir fjölskyldunni í starfsum-
hverfi sínu. Þeir verða að nýta rétt sinn til
fæðingarorlofs og gera ráð fyrir því að
þurfa að vera heima þegar börnin veikj-
ast, fara með börnin í ungbarnaskoðun,
sprautur, fara á foreldrafundina og
barnaafmælin.
Ekki er sjálfgefið að mæður afsali sér
þeim völdum og þeirri ábyrgð sem þær
hafa inni á heimilunum. Við skilnað og
samvistarslit halda konur fast í börnin og
alla ábyrgðina. I skýrslu, sem kom út á
vegum félagsmálaráðuneytisins 1995 um
barnafjölskylduna, kemur fram að ís-
lenskar konur eru ófúsar að gefa feðrum
hlutdeild í ábyrgðinni á börnum sínum
eftir skilnað, að öðru leyti en því sem snýr
að fjárhagslegri ábyrgð. Það eru mörg
dæmi þess að konur ríghaldi í forsjá fjög-
urra til fimm barna sinna þrátt fyrir
ágætan föður sem stendur mun betur að
vígi fjárhagslega og sem er tilbúinn til að
taka hluta af börnunum til sín.
Konur verða að sleppa hendinni af
ábyrgðinni yfir til karla og karlarnir verða
að gefa fjölskyldulífi meiri tíma. Með því
styrkist staða feðra og konur hafa meiri
möguleika til að standa jafnfætis körlum í
samkeppninni á vinnumarkaðinum.
20 v ra