Vera - 01.08.1997, Page 23

Vera - 01.08.1997, Page 23
Þekkir þú Hófí og Lindu? Jamaica er einn af mörgum áfangastöðum íslenskra skiptinema sem dvelja utan tæpt ár til að kynnast menningu annarra landa á dýpri hátt en hinn hefð- bundni ferðamaður. Eyjan er um tíu sinnum minni en fsland og ein af mörgum í Karabíska hafinu sem til- heyra eyjaklasanum Vestur-Indíum. Þarna skín sólin. Elegant ferðamenn sötra drykk í sólarlagslitum undir skugga pálmatrjánna. Limbódans er stiginn fram eftir nóttu. Staðreynd er þó að vistin í Paradís hefur ekki verið átakalaus og klisjukennd ímynd okk- ar Vesturlandabúa af Jamaica sam- ræmist lítt kjörum almennings í land- inu. Joan McDonalds starfar sem sjálf- boðaliði á vegum skiptinemasamtaka AFS á Jamaica og í garðveislu, sem haldin var fyrir ráðstefnugesti sam- takanna, gekk þessi tígulega kona að mér, kynnti sig og spurði í næstu andrá: „Þekkir þú Hófí og Lindu?“ Nöfnin hljómuðu kunnuglega í eyr- um mér og ég rifjaði í snarhasti upp nöfn þeirra skiptinema sem dvalið höfðu á Jamaica. Þegar ég svo loks kveikti á perunni hafði ég ekki hug- mynd um hvort ég ætti að svara kon- unni með já-i eða nei-i! Við fórum því út í allt aðra sálma og að endingu bauð Joan mér í kvöldverð á heimili sitt og barna sinna ásamt heimilisvin- inum Vivette. Baráttan fyrir hempunni „Hér búa upparnir,“ tjáir Vivette mér glettnislega þegar við rennum í hlað á heimili Joan og barna hennar tveggja, Rick 16 ára og Ashley 5 ára. Það fer ekki framhjá mér að þær vinkonur hafa ólíkan lífsstíl. Joan starfar sem viðskiptafræðingur í einu af stærstu fyrirtækjum landsins en Vivette er prestur og starfar við kirkju í miðbæ Kingston við að aðstoða ungar, heim- ilislausar stúlkur. Hún er ein af fjór- um fyrstu konunum á Jamaica sem vígð var til prests við Ensku biskupa- kirkjuna þar í landi. Með baráttu sera Auðar Eir í huga leikur mér for- vitni á að vita hvort það hafi verið auðsótt mál fyrir konu frá Jamaica að gerast prestur þar í landi. ,,0-nei,“ tjáir Vivette mér. „Þetta befur kostað stríð og við þurftum að berjast lengi þar til yfir lauk. Trúin og kirkjusókn er stór hluti menningar okkar. Um þrír fjórðu landsmanna eru kristinnar trú- ar og allt frá miðri 17. öld, þegar Jamaica varð bresk nýlenda, hefur stærstur hluti íbúanna tilheyrt Ensku biskupakirkjunni. Meirihluti kirkjugesta eru konur og Hagskínna Sögulegar hagtölur um ísland m -tasí' I lagstofa íslands í fyrsta sinn á isiandi, sösuieg tölfræðihandbók, byggð upp á skýran og einfaldan hátt. Aðgengílegt uppsláttarrit og uiðtækt heimildarrit öllum heim sem vilja kynna sér bróun bióðféiagsins í tölum.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.