Vera - 01.08.1997, Qupperneq 24
þær eru mun virkari innan kirkjunnar held-
ur en karlar. I fyrstu mættum við litlum
skilningi kirkjuyfirvalda enda sitja þar til
borðs einungis herramenn. Við vorum fjór-
ar konur sem rufum múrinn með því að ger-
ast fyrstu kvendjáknar á eyjunni árið 1994.
Að vísu hefur þetta málefni verið í deiglunni
innan biskupakirkjunnar á Vestur-Indíum
allt frá sjötta áratugnum og prestsvígsla
kvenna var samþykkt innan hennar fyrir um
áratug síðan. En framan af mættum við
skilningsleysi og daufum eyrum. Hvers kyns
skrifræðislegum hindrunum var beitt að
okkur í fyrstu og málefnið var einfaldlega
hunsað. Eftir áralanga baráttu fékk köllun
mín þó náð og blessun yfirvalda og í desem-
ber síðastliðnum vorum við fjórar konur,
sem áður höfðum starfað sem djáknar í
nokkur ár, vígðar til prests.“
Nú eru tvö ár frá því að Enska biskupa-
kirkjan á Englandi veitti konutn inngöngu
til prestsvígslu. Ihaldsamar raddir þar í
landi mótmæltu barðlega og nokkrir karl-
prestar yfirgáfu kirkjuna. Sögðu karlkyns
prestar á Jamaica sig úr kirkjunni líkt og á
Englandi þegar þið hlutuð vígslui
„Prestsvígsla kvenna hefur verið eitt aðal-
deiluefni Ensku biskupakirkjunnar og Róm-
versk kaþólsku kirkjunnar um nokkurt
skeið. Erkibiskupinn af Canterbury á
Englandi og páfinn deildu hart um þetta
málefni ekki alls fyrir löngu. Nei, ég veit
ekki dæmi þess að nokkur prestur hafi yfir-
gefið Ensku biskupakirkjuna á Jamaica í
mótmælaskyni. En vissulega höfum við
mætt andstreymi og vorum í fyrstu virtar að
vettugi." Og Vivette tjáir mér að án stuðn-
ings sinna nánustu og ekki síst Joan hefði
hún sennilega ekki komist í gegnum þetta
erfiða tímabil. „Joan veitti mér ómetanlegan
andlegan stuðning á meðan á stríðinu stóð.
Hún hreinlega barði mig áfram og þar sem
Joan er nokkuð þekkt í þjóðfélaginu efast ég
ekki um að það hefur hjálpað til að hún
stóð opinberlega við bakið á mér.“
Arfleifð þrælanna byggist á
munnmælum
Það er undarlegt að vera stödd í þjóðfélagi
sunnan miðbaugar og mæta þar breskara
yfirbragði hjá efri stéttinni en á Bretlandi
sjálfu. Jamaica var bresk nýlenda allt til árs-
ins 1962 og saga eyjarinnar er blóði drifin.
Kristófer Kólumbus uppgötvaði eyjuna
ásamt fylgdarliði á 16. öld og á skömmum
tíma tókst Evrópumönnunum að útrýma
þeim hundrað þúsund frumbyggjum,
Arawaks indíánum, sem þá byggðu eyna. Er
Bretar fóru að þenja út heimsveldi sitt seint
á 17. öld unnu þeir eyna af Spánverjum og
fluttu með sér þúsundir svartra þræla frá
Afríku til að vinna á sykur- og kaffi-
plantekrunum. Afkomendur þrælanna eru
uppistaða þess þjóðfélags sem Jamaica er í
dag.
„Hvað uppruna okkar varðar höfum við
á litlu að byggja," segir Joan. „Þrælaánauð
var aflögð seint á 19. öld og í kjölfarið upp-
hófust blóðug átök milli þrælanna og ný-
lenduherranna. Þúsundir þræla voru hengd-
ir, skotnir eða murkuð úr þeim líftóran.
Fæstir þeirra sem af lifðu voru læsir eða
skrifandi þannig að arfleifð okkar byggist á
munnmælum. Eftirnafn mitt, McDonalds,
er t.d. skoskt að uppruna en ég hef enga vit-
neskju um hvaðan það kemur.“
Glæsimyndir af fyrirsætuferli Joan prýða
veggi heimilisins og innan um rekst ég á
mynd af henni og Bob Marley sem var góð-
ur vinur hennar í lifanda lífi. „Marley var
yndisleg manneskja. Hjarta hans var stund-
um að springa yfir óréttlæti heimsins.
Ósjaldan tókum við okkur til hér í garnla
daga og elduðum mat í gríðarstórum pott-
um heima hjá honum og héldum niður í
miðbæ Kingston til að útdeila matnum til
bágstaddra. Fólkið hreinlega dýrkaði
hann.“
Óneitanlega setja Vesturlandabúar sama-
sem merki á milli Jamaica og Bob Marley og
tal okkar berst að klisjukenndri ímynd eyj-
arinnar: romm, raggí og rastatrú. „Rasta-
trúin hefur ekkert með letilíf, raggí og hass-
reykingar að gera. Rastarnir eru heittrúar-
fólk sem lifir yfirleitt hófsömu lífi. Þeir
byggja trú sína á sjálfsvitund og lífsspeki
svartra í Afríku. Það mætti kannski segja að
í gegnum trúna séu rastarnir að leita að
uppruna sínum á andlegan hátt þar sem
engar heimildir eru til um upprunann nema
heil heimsálfa: Afríka. Hitt er svo annað
mál að margt sem lýtur að rastatrúnni hefur
náð rótum í tískuheiminum, t.d. hár-
greiðsla, en rastar hvorki greiða né þvo hár-
ið með sápu og kallast það „dreadlocks".
Konur spjara sig betur í
þjóðfélaginu
Á ráðstefnu AFS fyrr um daginn var kynnt
nýleg könnun félagsmálaráðuneytisins á
fjölskyldulífi íbúa í Karabíska hafinu. Ein af
niðurstöðum þessarar rannsóknar var að
konur í Karabíska hafinu óska þess heldur
að eignast stúlkur en drengi. Þessi niður-
staða finnst mér á skjön við það sem tíðkast
í öðrum menningarheimum þar sem stúlku-
börn eru enn þann dag í dag borin út.
Ástæðuna telja þær Joan og Vivette helst
vera þá að vegna strangs uppeldis standi
stúlkur yfirleitt framar drengjum.
„Ungir menn, og þá erum við að tala um
lægri stétt þjóðfélagsins, ná í flestum tilfell-
um ekki eins Iangt og konurnar. Frá blautu
barnsbeini búa stelpur við mikinn aga og
aðlagast því betur seinna meir. Vissulega er
þetta kúgun því að á meðan strákarnir
dangla um og gera það sem þeim sýnist,
bera ungar stúlkur ábyrgð og hafa skyldum
að gegna innan heimilisins. En fyrir vikið
aðlagast þær lífinu betur seinna meir og
bera höfuð og herðar yfir strákana í skólum
landsins.
Karlmenn, sérstaklega úr röðum lágstétt-
arinnar, eiga erfitt með að skilgreina sig í
þjóðfélaginu. Uppeldi þeirra byggist á því
að þeir valsa um í stefnuleysi án nokkurra
kvaða en síðar ætlast þjóðfélagið til þess af
þeim að þeir gerist fyrirvinnur og húsbænd-
ur heimila sinna. Hlutverkaskipan hefur
breyst mikið síðustu áratugi. Stór hluti
kvenna vinnur nú utan heimilisins því börn-
in eru mörg og tekjur einnar fyrirvinnu
duga lítt, þ.e.a.s. ef að karlmaðurinn hefur
þá atvinnu yfirhöfuð. Og í þessari kreppu
sinni sækja margir karlmenn sjálfstraust sitt
í kynveruhlutverkið og reyna að halda uppi
heiðri sínum með „maschóisma”. Daglega
koma til mín í kirkjuna ungar konur, jafnvel
vanfærar, sem hafa mátt þola barsmíðar eig-
inmannsins sem oftast er atvinnulaus,“ seg-
ir Vivette. „Við hlúum að þeim og það sem
mestu máli skiptir fyrir konur er að þær
hljóti fræðslu. Þá á ég bæði við að þær séu
upplýstar um réttindi sín og að þær fái vit-
neskju um möguleika sína í þjóðfélaginu."
Á ferð minni um eyna síðar er mér oft
hugsað til samtals okkar um „maschóis-
24 v ra