Vera - 01.08.1997, Side 25

Vera - 01.08.1997, Side 25
Fegurðardrottningin Joan ásamt börnum sínum og vinkonunni Vivette sem var meðal fjögurra kvenna sem fyrstar hlutu prestsvígslu á Jamaica í desember 1996. T.h. er mynd frá þeirri athöfn en í miðjunni er þjóðhetjan Bob Marley. „Hjarta hans var oft aö springa yfir óréttlæti heimsins, “ segir vinkona hans, Joan. manns“ og ekki er laust við að mér finnist ungu mennirnir sem flauta eða hrópa á eftir mér fremur gera það af skyldurækni en á- huga. Þeir hrökkva í kút ef ég svo mikið sem lít til þeirra. En töffaraháttur Evrópukon- unnar gegn köllum karlmennskunnar á göt- um úti hefur lítið að gera með raunveruleik- ann sem blasir við inni á heimilum landsins. Aðstoða konur við að kaupa tvinna eða greiða þeim leið til stjórnmálaþátttóku? Á þriðja tug stofnana og samtaka á Jamaica vinna með beinum eða óbeinum hætti að málefnum kvenna og eru þau flest aðilar að AWOJA (Association of Women's Organiza- tions in Jamaica), landssamtökum kvenna sem voru stofnuð eftir kvennaráðstefnuna í Nairobi í Kenya árið 1985. Markmið AWOJA er að sameina krafta sem flestra kvennasamtaka í landinu og að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í málefnum kvenna í landinu, einnig að auka þrýsting á stjórn- völd og greiða konum leið að bættum lífs- kjörum í framtíðinni. „Megináhersla flestra kvennasamtaka okkar er á menntun og þjálfun konum til handa,“ segir Joan. „Boðið er upp á nám- skeið og verkþjálfun í hinum ýmsu greinum en almenn fræðsla gegnir veigamiklu hlut- verki. Sumar kvennanna, sem sækja nám- skeiðin hjá einhverjum samtakanna, vita kannski ekki að til eru getnaðarvarnir. Aðr- ar hafa ekki efni á saumavélum, efnum eða tvinna þannig að mörg kvennasamtakanna beita sér fyrir að hjálpa konum að koma undir sig fótunum, með því að lána þeim tæki og þjálfa þær þannig að þær geti unnið sjálfstætt. Fæst kvennasamtakanna hafa launaða starfsmenn og tækjabúnaður, s.s. tölvur og slíkt, heyrir til undantekninga. Flest samtökin byggjast svo til eingöngu á samstöðu kvenna af öllum stigum þjóðfél- agsins og sjálfboðaliðastarfi þeirra. Ein sam- tök vinna t.d. að því að hafa eftirlit með of- beldi í sjónvarpi og önnur berjast fyrir því að auka stjórnmálaþátttöku kvenna í land- inu. Mörg af þessum þrjátíu kvennasamtök- um eru í tengslum við kirkjuna en á heildina litið er þetta afar fjölbreytilegt starf sem unnið er að í þágu kvenna á Jamaica, þrátt fyrir að enn séu konur ekki búnar að stofna pólitískt kvennaframboð eins og á íslandi,“ segir Joan og brosir. Og Vivette bætir við að efnahags- og félagslegt ástand Jamaica í framtíðinni muni án efa velta á virkri þátt- töku kvenna í öllum geiruni þjóðfélagsins. „Það er staðreynd að stór hluti þjóðfélagsins er á mörkum hungursneyðar og því er mik- ilvægt að kvennasamtökin í landinu beiti sér fyrir stefnumörkun og skipulagssnilli sem leiðir að bættum hag fólksins." Fáir dreypa á smjörinu Á ferð minni um Jamaica verð ég vör við þær miklu andhverfur sem ríkja í þjóðfélag- inu. Einn daginn sit ég í fínu galaboði há- stéttarinnar og bý á fínasta hótelinu í Kingston og hinn næsta ferðast ég ein míns liðs og bý á ódýrum hótelum. Á göngu minni rekst ég m.a. á gamla konu sem býð- ur mér stolt sæti á heimili sínu, trébekknum sem hún situr á. „Þetta er minn bekkur og þú mátt fá þér sæti ef þú tekur mynd af mér og sendir mér hana,“ segir sú gamla. Hún er ekki ánægð fyrr en ég er búin að mynda hana í öllum helstu pósum og þegar ég spyr hvert ég eigi að senda myndirnar af henni svarar hún skellihlæjandi: „Nú hingað á bekkinn!“ Á norðurhluta eyjarinnar, ferðamanna- paradísinni Montego Bay, fljúga flugvélar sneisafullar af ferðamönnum inn á nokkurra mínútna fresti en ég undra mig á því hvar allir ferðamennirnir séu. Hótelið sem ég bý á og man sinn fífill fegri er svo til tómt og fáir ferðamenn á götum úti. En inn streyma flug- vélarnar. Innfæddir fræða mig á því að líkt og á færibandi sé ferðamönnum staflað inn á stóru samsteypuhótelin sem búa yfir öllu því sem hugurinn girnist þar á meðal golf- völlurn og einkaströndum þar sem íbúum Iandsins er meinaður aðgangur. Uti við hót- elhliðin og á götum úti sitja konur með ávexti eða handiðn til sölu í þeirri von að geta brauðfætt fjölskylduna. Einu samskipti ferðamanna við landsmenn er þegar prúttað er um verð vörunnar. Fegurð landsins, himneskt eyjaloftslagið, hvítur skeljasandurinn og tær sjórinn er helsta auðlind Jamaica En meirihluti íbúa Jamaica mun sennilega þurfa að bíða hinnar einu sönnu vistar að ofan til að upplifa Para- dís. Aðeins örfáir dreypa á smjörinu. V TB25

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.