Vera - 01.08.1997, Side 27
„Á vissan hátt er
Rauði krossinn
íhaldssöm hreyf-
ing, ekki síst í N-
Evrópu þótt þar
hafi átt sér stað
breytingar á síð-
ustu árum. Konur
eru sjaldnast þar í
æðstu stjórnunar-
stöðum.“
INUM
Anna Þrúöur Þorkelsdóttir, formaöur Rauöa kross íslands, og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, eru báöar Austfiröingar.
Þær njóta þess aö leggja hinni alþjóölegu mannúöarhreyfingu liö.
en Anna Þrúður gifti sig ung og flutti til Noregs með
eiginmanninum. „Þegar ég kom heim sá ég auglýst
námskeið hjá kvennadeild RKI um hvernig gerast
ætti sjálfboðaliði," segir hún. „Ég átti orðið þrjú
börn og mig langaði til að gera eitthvað annað en að
vera eingöngu heima og þá þótti það lúxus að
hugsa sér að vinna úti. Skólaganga mín hefur verið
afskaplega óskipulögð. Ég er í raun námskeiðasjúk
og það er mín leið til að rækta sjálfa mig. Ég hef t.d.
sótt námskeið í myndlist, leirmótun, þýsku og
kláraði m.a. Leiðsöguskólann. Ég fór í öldungadeild
í Breiðholti en tók aldrei allar greinarnar heldur
fleytti bara rjómann ofan af því námsefni sem mér
fannst skemmtilegast og myndi nýtast mér best. Ég
fór á öll námskeið sem ég gat fundið, þ.m.t. hjá RKI
sem sjálfboðaliði í nýstofnuðu félagsstarfi fyrir aldr-
aða. Þannig hófust kynni mín af öldrunarstarfinu.
Þrátt fyrir að hafa ekki lokið stúdentsprófi fékk ég
inngöngu í félagsvísindadeild Háskólans en hélt
jafnframt áfrarn 60% starfi hjá Reykjavíkurborg.
Ég tók fyrst þjóðfræðina, síðan mannfræðina og
lauk BA prófi í febrúar 1996 eftir fjögurra ára nám,
en þar með er ekki sagt að ég sé hætt í námi.“
Þú sagðir að ekkert í lífi þínu hefði verið skipu-
lagt - en nú þarf heilmikið skipulag til þess að láta
vinnu, nám og heimili ganga upp. Ert þú sjálf
skipulögð?
„Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ svarar hún og
bætir við: „Ég held að ég geri bara hlutina, sleppi
einhverju öðru í staðinn, t.d. því að horfa á sjón-
varp. Mér bauðst síðan hlutastarf hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar og hef haft það síðan
sem forstöðukona í félagsmiðstöðvum fyrir aldraða.
Síðustu tíu ár hef ég svo gengt stöðu yfirmanns fé-
lagsstarfs aldraðra. Með þessu var ég alltaf í ein-
hverju Rauða krossstarfi, eins og heimsóknarþjón-
ustu til aldraðra og sjúka. Þegar ég fór svo að starfa
í félagsstarfinu sem launaður starfsmaður kom sú
uppástunga fram á aðalfundi norður á Akureyri að
Þótt mér hafi
ekki vaxið það í
augum að eiga
ung barn og
stunda jafnframt
nám fjarri heima-
slóðum, þá
reyndist það
mjög erfitt til-
finningalega að
vera svona oft
fjarri dóttur
minni.
„Ég held ég hafi
alltaf verið
ólæknandi hug-
sjónamanneskja
og ef ég væri ung
í dag vildi ég
vinna sem sendi-
fulltrúi, „vera á
akrinum" og
reyna að bæta
þann ömurleika
sem allsstaðar
blasir við.“
ég færi inn í stjórn Rauða krossins. Það var á ári
aldraðra 1981.
Pegar þú fórst á þitt fyrsta námskeið hjá Rauða
krossinum, sástu þá fyrir þér að þú œttir eftir að
verða fomtaður hreyfingarinnar?
„Nei, það var nú víst alveg ábyggilegt,“ svarar
hún. „Þrátt fyrir að ég væri búin að vera varafor-
maður síðan 1987 sá ég mig ekki fyrir mér sem for-
mann RKÍ fyrr en á allra síðustu mínútunum fyrir
aðalfundinn í fyrra.“
Nú er starfsemi RKI mjög fjölbreytt og spannar
ólík svið. Eru einhver verkefni hreyfittgarinnar
ykkur hugleiknari en önnur?
„Ég hef unnið að ýmsum verkefnum,“ segir Anna
Þrúður „en mest spennandi var að koma á fót Rauða-
krosshúsinu fyrir unglinga. Þarna urðu þáttaskil í
starfseminni, að taka að okkur og sjá urn rekstur
ákveðins verkefnis. Á ári æskunnar var ákveðið að
gera eitthvað fyrir börn og unglinga. Ég var fulltrúi
stjórnar í þessu verkefni en átta deildir stóðu að
þessu. Okkur langaði til að gera áþreifanlega könnun
urn það hvort grundvöllur væri fyrir að stofna neyð-
arathvarf og höfðurn fyrst og fremst í huga vímuefna-
börn og unglinga. Það reyndist vera þörf fyrir þetta
verkefni en vímuefnin voru ekki aðalvandamálið þá,
heldur svo margt annað líka. Þetta var þarft for-
varnaverkefni og mér þykir mjög vænt um það. Það
eru fleiri verkefni sem mér þykir vænt um, en fyrsta
verkefni mitt í stjórn Rauða krossins var að koma á
fót Múlabæ, dagvist fyrir aldraða. Nú er í bígerð að
setja á fót menntasmiðju sem á að styðja fólk sem
hefur ekki ráðið við núverandi náms- og lífskerfi til
að byggja sig upp. Von mín er að þetta gangi eftir og
að menntasmiðjan komist í gagnið á næsta ári. Ég er
þakklát og mér finnst gaman að fá að vinna verkefni
sem skilar árangri. Ég er svona ekta grasrótarkerling
en líklega væri ég ekki í þessari stöðu í dag ef ég hefði
ekki fengið mikinn stuðning frá fólki í deildum
Rauða krossins um land allt.“
v ia 27