Vera - 01.08.1997, Side 29
i 5 t a I
GrundvallarmarkmiðRSLlðcl kTOSSÍnS
konu,“ - nú er það Anna Þrúður sem hefur
orðið - „en ég er mjög ákveðin mannrétt-
indakona og mér finnst kvenréttindi vera
mannréttindi. Eg vil ekki aðskilja þetta. Mér
finnst verkefni RKÍ vera fjölbreytt og að-
kallandi. Það á ekki að kyngreina né aldurs-
greina fólk í verkefnin, heldur eiga verkefn-
in að laða til sín einstaklinga sem finna sinn
vettvang í ákveðnu hlutverki."
„Ég held líka,“ segir Sigrún, „að það sé
heppilegra að jafnvægi ríki í kynjaskiptingu
og í aldri, þannig að ákveðin breidd mynd-
ist innan hreyfingarinnar í þeim verkefnum
sem við erum að vinna að. Þetta á bæði við
um sjálfboðastarf og í starfsmannahópnum.
Enda höfum við nýlega samþykkt starfsregl-
ur fyrir deildir þar sem fram kemur að þær
skuli leitast við að halda ákveðnu jafnvægi á
milli kynjanna."
Hafið þið tekið beinan þátt í kvennabar-
áttuf
„Ég hef kannski alltaf haft það í mér,“
segir Anna Þrúður „ef hallað er á einhvern
sem mér finnst minni máttar, þá vil ég gjarn-
an standa upp. Ég hef ekki tekið þátt í
kvennabaráttu sem slíkri og ég verð að segja
að þegar rauðsokkurnar voru upp á sitt
besta var ég ekki alveg sátt við hversu mik-
ið gekk á. En auðvitað þurfti töluvert til að
hreyfa við fólki. Ég held að við séum sæmi-
lega settar hér á íslandi, miðað við hve
margar konur eru kúgaðar víða um heim.
Það er sorglegt að kvennakúgun skuli við-
gangast víða um heim enn í dag.“
„Ég hef ekki tekið þátt í neinni skipulagði
kvennabaráttu en tel mig samt kvenrétt-
indakonu, hef mínar skoðanir og leiðir,“
segir Sigrún. „Ég hef aldrei farið inn í póli-
tísk samtök og er ekki mjög pólitísk, alla-
vega ekki flokkspólitísk. Rauði krossinn er
hinsvegar mannúðarsamtök sem eru mjög
heillandi þegar maður fer að starfa með
þeim. Þar er í raun og veru verið að berjast
fyrir grundvallar mannréttindum, að fólk
geti lifað með lágmarks reisn og við mann-
sæmandi aðstæður."
„Þetta finnst mér vera pólítík," segir
Anna Þrúður, „þó að þetta sé ekki
flokkspólitík, því þetta er svið sem spannar
allt það manneskjulega og er þess vegna
svona heillandi."
„Stefnan er sú að gera öllum jafn hátt
undir höfði,“ segir Sigrún. „Mér finnst ég
hafa verið alveg einstaklega lánsöm að fá að
vinna fyrir svona hreyfingu og það er mjög
gefandi."
„Ég tek undir það með Sigrúnu,“ skýtur
Anna Þrúður inn í. „Ég held ég hafi alltaf
verið ólæknandi hugsjónamanneskja og ef
ég væri ung í dag vildi ég vinna sem sendi-
fulltrúi, vera á akrinum" og reyna að bæta
þann ömurleika sem allsstaðar blasir við. Ég
hef fengið mikið út úr öldrunarstarfinu, hef
alltaf gefið mér tíma til að tala við eldra fólk
og fundist hver og einn koma mér við.“
Pú ntyndir kannski ekki breyta miklu ef
þú stceðir aftur á byrjunarreit og ættir að
velja þér framtíðarstarf?
„Ég færi örugglega í mannúðar - og hug-
MANNÚÐ
Alþjóðahreyfing Rauða krossins og
Rauða hálfmánans, sem spratt upp af
löngun til að veita þeim sem særst
höfðu á orrustuvelli hjálp án mann-
greinarálits, reynir með alþjóðlegu
starfi og starfi landsfélaga að koma í
veg fyrir og létta þjáningar fólks hvar
sem það er statt. Tilgangur hreyfingar-
innar er að vernda líf og heilsu og
tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hún
vinnur að gagnkvæmum skilningi, vin-
áttu, samstarfi og varanlegum friði
meðal allra þjóða.
ÓHLUTDRÆGNI
Hreyfingin gerir engan mun á milli
manna eftir þjóðerni þeirra, kynþætti,
trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórn-
málaskoðunum. Hún reynir að draga
úr þjáningum einstaklinga og tekur þá
eingöngu tillit til þarfa hvers og eins
en veitir forgang þeim sem verst eru
staddir.
HLUTLEYSI
Svo að hreyfingin megi áfram njóta al-
menns trausts skal hún gæta hlutleys-
is í ófriði og aldrei taka þátt í
sjónastarf. Ég held að þetta sé skrifað í
stjörnurnar og það eru líka forréttindi að fá
að koma að þessu starfi.“
Er hugsunin um að hjálpa meira ríkjandi
hjá konum heldur en körlum?
„Ég er ekki viss um það,“ segir Anna
Þrúður. „Ég held að konurnar séu þær sem
framkvæmi, en hugsjónin
lúri jafnt í körlum og kon-
um.“
„Það hugsa ég líka,“ segir
Sigrún. „Konurnar vinna
oftast meira að þessum mál-
efnum, en þetta virðist vera
hreyfing sem höfðar jafnt til
kvenna og karla. Það sér
maður hvar sem litið er,
meðal sjálfboðaliða, fastráð-
ins starfsfólks og sendifull-
trúa. Það eru auðvitað mis-
munandi ástæður fyrir því
að fólk sækist eftir að vinna
fyrir Rauða krossinn. Það er
félagsskapurinn, þörfin fyrir
að láta gott af sér leiða og
möguleikinn til jákvæðra
áhrifa í alþjóðlegri mannúð-
arhreyfingu.“ Sólin er farin
að síga í vestur eftir einn
deilum vegna stjórnmála, kynþátta,
trúarbragða eða hugmyndafræði.
SJÁLFSTÆÐI
Hreyfingin er sjálfstæð. Þótt landsfélög
veiti aðstoð í mannúðarstarfi stjórnvalda
og lúti lögum lands síns, verða þau ætíð
að varðveita sjálfstæði sitt svo þau geti
starfað í samræmi við grundvallarmark-
mið hreyfingarinnar.
SJÁLFBOÐIN ÞJÓNUSTA
Hreyfingin er borin uppi af sjálfboðnu
hjálparstarfi og lætur aldrei stjórnast
af hagnaðarvon.
EINING
í hverju landi má aðeins vera eitt
landsfélag Rauða krossins eöa Rauða
hálfmánans. Það skal vera öllum opiö
og vinna mannúðarstarf um landið
allt.
ALHEIMSHREYFING
Hreyfing Rauða krossins og Rauða
hálfmánans nær um heim allan og öll
landsfélög hafa jafnan rétt og ábyrgð
og sömu skyldur til gagnkvæmrar
hjálpar.
besta blíðviðrisdag sumarsins. Samviskan
leyfir mér ekki að halda þeim stöllum leng-
ur inni, enda langar okkur allar út í góð-
viðrið og því ekki að leyfa okkur það!
Svceðanndd! ! !
Bætt heilsa, betri líðan.
Afsláttur fyrir
eldri borgara.
Gott verð
Gunnvör Björnsdóttir
Sími 551 3958
V 13 29