Vera - 01.08.1997, Page 32

Vera - 01.08.1997, Page 32
Doris Lessing, femínismi. og Tbe Golden Notebook Árið 1962 kom skáldsagan The Golden Notebook, eftir Doris Less- ing út. Bókinni var vel tekið af kon- um og þótti marka það mikil tíma- mót að margir líta á hana sem grunntexta kvenfrelsisbaráttunnar Við þá skilgreiningu er höfundurinn hins vegar ekki sátt. Sigfríður Gunnlaugsdóttir stundar framhalds- nám í bókmenntum í Kanada. Hún skrifaði eftirfarandi grein fyrir Veru. Breski rithöfundurinn Doris Lessing fæddist árið 1919 íTehran í Persíu þar sem hún bjó til fimm ára ald- urs ásamt foreldrum sínum og yngri bróður. Næst lá leið fjöl- skyldunnar til bresku nýlendunnar Suður Rhodesíu (núverandi Zimbabwe) en þar höfðu foreldrar Lessing fest kaup á landar- eign þar sem þau vonuðust til að verða rík á því að rækta maís. Lessing bjó í Suður Rhodesíu fram til ársins 1949 en þá flutti hún ásamt ungum syni sínum til London og hefur búið þar alla tíð síðan. Foreldrar Less- ing bjuggu í Suður Rhodesíu það sem eftir lifði æfi þeirra en náðu þó aldrei takmarki sínu að verða rík. Faðir hennar var ánægður með líf sitt þar þrátt fyrir að búskapurinn gengi brösuglega og fjölskyldan væri stöðugt skuldum vafin, en samkvæmt Lessing var hann draumóramaður og stundaði oft allskyns rannsóknir og tilraunir þegar hann hefði átt að vera að sinna bústörfum. Móðir hennar var hins vegar aldrei fullkomlega á- nægð í Afríku. Hún hafði verið hjúkrunar- kona áður en hún gifti sig og lífið á sveita- bænum veitti henni ekki útrás fyrir alla þá orku og kunnáttu sem hún bjó yfir. Lessing sjálf hefur talað um að það hafi verið sín mesta gæfa að alast upp á þessum stað, hún hafi notið frjálsræðis sem stúlkur á hennar aldri t.d., í Englandi, hefðu ekki getað látið sig dreyma um. Sveitabærinn og landslagið þar í kring var hennar skóli; hún lærði öll al- menn störf innanhúss og utan og auk þess að fara með byssu yfir öxl á veiðar og fleira slíkt sem hún hefði ekki fengið tækifæri til að gera hefði hún alist upp í þéttbýli. Formleg skólaganga Lessing var stutt: hún hætti í skóla 14 ára og hefur haft orð á að það hafi verið hin mesta gæfa. Eins og þau orð gefa til kynna hefur hún lítið álit á skipu- Iagðri menntun, finnst að of lítið sé gert af því að fá nemendur til að stunda sjálfstæða og skapandi hugsun en því meiri áhersla lögð á meðalmennsku og hjarðhugsunarhátt. Eftir að skólagöngu hennar lauk menntaði hún sig sjálf með því að lesa allt sem hún komst yfir, skáldsögur jafnt sem fræðirit, og síðar einnig með því að umgangast hóp kommúnista í Salisbury, höfuðborg Suður Rhodesíu. Þessi hópur kommúnista olli straumhvörf- um í lífi Lessing. Áfhrifin sem hún varð fyrir á þessum tíma ristu djúpt og þeirra sjást enn- þá merki í viðhorfum hennar og husanagangi þrátt fyrir að hún hafi í áratugi ekki talið sig kommúnista. Hugmyndir hennar um femín- isma og kvennahreyfinguna bera t.d. sterkan keim af þeim hugmyndum sem hún aðhylltist á kommúnistaárum sínum í Salisbury. í þess- um hópi fannst henni hún loksins hafa fund- ið fólk sem hún gat talað við, fólk sem hafði hugmyndir og velti fyrir sér öðrum hlutum en flestir íbúar nýlendunnar. Samkvæmt Lessing höfðu landar hennar ekki mikinn áhuga á öðru en að eignast peninga, skemmta sér og að viðhalda ríkjandi skipulagi sem fól í sér yfirráð hvíta minnihlutans yfir frumbyggjum landsins. Lessing hafði Iengi haft andstyggð á því hvernig málum frumbyggjanna var hagað og þar með á þeim hugmyndum sem Suður Rhodesía var byggð á, en hafði vantað farveg fyrir þessar hugmyndir. Suður rhodesísku kommúnistarnir veittu henni þann farveg auk innsýnar inn í stærra hugmyndakerfi, eða fjölþjóðahyggju kommúnismans, sem hún tók opnum örmum. Þessi hópur fólks var mikið til saman settur af flóttamönnum frá Evrópu, auk breskra hermanna sem send- ir höfðu verið til Suður Rhodesíu í þjálfunar- búðir í seinni heimsstyrjöldinni. Hópurinn kynnti Lessing því fyrir fólki sem var öðruvísi en nýlendubúarnir sem hún hafði alist upp með. Lessing var um skeið sannfærður kommúnisti, trúði því að innan skamms myndi fagnaðarboðskapur kommúnismans yfirtaka heiminn og að þar með yrði ráðin bót á öllum vanda mannkyns. Fátækt, kyn- þáttahatur og kvennakúgun myndu þá ekki lengur vera til og allar heimsins þjóðir lifa saman í lukkunnar velstandi. Lífið í öllum sínum margbreytileika Þessi útópíski draumur rættist vissulega ekki og Lessing snéri baki við sínum ungæðislegu hugmyndum. Hún taldi sig enn þá vera kommúnista þegar hún flutti til London 1949, en hafði þá þegar fjarlægst beina þátt- töku í flokksmálefnum. Hún hefur síðan al- gjörlega sagt skilið við allan kommúnisma og fært sig hugmyndafræðilega yfir í Sufisma, sem er tegund af Islamskri dulspeki. Það er ekki ólíklegt að vonbrigði Lessing yfir misræminu milli þess hvað hún taldi kommúnisma vera og raunveruleikans hafi orðið til þess að efla vantrú hennar á ýmis- konar hugmyndafræði og pólitískum hóp- um. Hún hefur t.d. aldrei viljað láta stimpla sig sem „femínískan" höfund og taldi sér misboðið þegar gagnrýnendur, jafnt sem al- mennir lesendur, litu á bók hennar The Golden Notebook (1962) sem háfemínískan texta. Bókin, sem skiptist í hlutana Frjálsar Konur og fimm nótubækur (rauða, svarta, gula og bláa, auk gylltrar í lokin), fjallar um rithöfundinn Önnu Wulf og tilraunir hennar til að koma skipulagi á og skilja líf sitt og til- veruna almennt, sem henni finnst vera í mik- illi óreiðu. I gegnum nótubækurnar (hver Iit- ur táknar ákveðinn hluta lífs Önnu) og skáld- söguna Frjálsar Konur nær Lessing að fjalla á nýstárlegan og hreinskilinn hátt um líf kvenna á miðri tuttugustu öldinni. Anna Wulf og vinkonur hennar eru „frjálsar kon- ur“ að því leyti að þær hafa haft aðgang að menntun og atvinnu; gifting og húsmóður- starf er ekki lengur eina leiðin fyrir konur til að sjá fyrir sér, en á sama tíma eru þær bundnar á klafa þeirra væntinga sem þjóðfé- lagið gerir til kvenna. Samkvæmt Lessing sjáfri var bókin síður en svo skrifuð með kvennahreyfinguna í huga og takmark hennar með bókinni var ekki að vekja athygli á stöðu kvenna í þjóð- félaginu. Hún hefur sagt að ein af ástæðun- um fyrir því að bókin þótti svo róttæk á sín- um tíma hafi verið sú að hún hafi verið skrif- uð einsog barátta kvennahreyfingarinnar á sjötta áratugnum hefði þegar farið fram og því tekið hluti sem gefna sem þóttu framúr- stefnulegir, svo vægt sé til orða tekið. Það sem Lessing segist sjálf hafa viljað koma til skila með þókinni, fyrir utan það að skrifa nokkurs konar sögulega skáldsögu sem lýsti bresku þjóðfélagi um miðja öldina, var að sýna fram á hætturnar sem hún telur vera því samfara að smætta tilveruna niður í fyrir- fram gefnar einingar. Lessing heldur því fram að algjörlega nauðsynlegt sé að hafa heildar- sýn og leyfa lífinu að fljóta áfram í öllum sín- um margbreytileika. Til þess að ná þessu tak- marki verði oft að brjóta niður viðteknar hugmyndir bæði um þjóðfélagið og um tengsl milli einstaklinga. Hugmyndin um 32 v ra

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.