Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 36

Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 36
Bae kur Um leyndardómsfullt líf Marilyn Monroe Eva María JómsdótW' Goddess - The Secret Lives of Marilyn Monroe (updated with dramatic new evidence) Anthony Summers Sphere books LTD 1988 ann 4. ágúst voru liðin 35 ár frá því að Marilyn Monroe lést. Hún var 36 ára, átti þrjú hjónabönd og fjölda fóstureyðinga og fósturláta að baki. Hún lék í um þrjátíu kvikmyndum, þar af 25 áður en hún varð þrítug. Minningin um þessa konu er enn í dag mjög lifandi á meðal almennings um all- an heim. Það kemur því ekki á óvart að bók- in Goddess - the secret lives of Marilyn Monroe, sem rannsóknarblaðamaðurinn Anthony Summers skrifaði, hafi vakið mikla athygli og selst vel þegar hún kom fyrst út árið 1985. Helsta kappsmál höfundarins er að fá ná- kvæmar og sannar upplýsingar um orð, gerðir og tilfinningar Marilyn, sérstaklega þegar nær dregur dauðastundinni. Vitnað er í samtöl við vini, kunningja, samstarfsfólk og þá sem gætu kallast rétt fólk á réttum stað. í langflestum tilfellum fær hann stað- festingu á vitnisburði einstakra aðila eða bendir á að þessi eða hin staðhæfingin hljóti að teljast hæpin. Tilraunir Summers til að varpa ljósi á líf og dauða Marilyn Monroe eru vísindalega unnar. Hugsanlega varð það til þess að nokkrir þeirra sem skoruðust undan viðtali við hann í fyrstu, höfðu sam- band við hann eftir útkomu bókarinnar. í síðari útgáfu bókarinnar er magnaður við- bótarkafli með áður óþekktum staðreynd- um. Það er vandaverk að rita ævisögu þess sem er löngu látinn og er enn á milli tann- anna á fólki. Mörg viðkvæm og óuppgerð mál hafa tengst nafni Monroe í gegnum tíð- ina. Samt hefur enginn skoðað áður jafn ná- kvæmlega hvar kenningarnar um að Mari- lyn hafi átt í ástarsambandi við þá Kennedy- bræður, John og Robert, eiga upptök sín. Þeir eru líka margir sem efast um að Mari- lyn hafi framið sjálfsmorð. Þeir vísa meðal annars til dánarvottorðsins þar sem læknir- inn sagði dánarorsökina vera líklegt sjálfs- víg. í bók Summers eru báðar sögusagnirnar teknar fyrir, kryfjaðar, greindar og jafnvel tengdar saman á óvæntan hátt. Auk þess flækjast mafían, alríkislögreglan og banda- ríska leyniþjónustan inn í söguna. Höfund- inum hefur tekist að setja saman heildstæða mynd af því flókna iífi sem Marilyn Monroe lifði. Sú mynd er í litlu samræmi við ímynd smástelpunnar sem var að springa úr kyn- þokka. Þá mynd hafa flestir einhverntíma hengt upp á vegg hjá sér. Anthony Summers veltir sér lítið uppúr því hvað ímynd þessarar kvikmyndastjörnu gerði eða gerði ekki fyrir kvenfrelsishreyf- inguna. Sagan er einfaldlega sögð á þann hátt að tuggan um heimsku Ijóskuna hefur ekkert hlutverk og er ekkert viðmið. Hún var kvikmyndaleikkona og kyntákn. Fæstir efast um kynþokka hennar og fegurð. En er ekki einkennilegt að sú kona sem af mörgum er talin mesta kvikmyndastjarna allra tíma, ásamt Charlie Chaplin, hafi alltaf haft orð á sér fyrir að geta ekkert leikið og komist áfram á útlitinu? Mannlýsingin sem bókin dregur upp á rúmum 500 blaðsíðum kemur ítrekað á óvart. Hún virðist hafa verið óhemju ein- beitt og ákveðin manneskja. Hún bar þess þó alla tíð merki að hafa alist upp við óöryggi og höfnun. Æðsta takmark hennar í lífinu var að eign- ast börn. Það hefði getað orðið að veruleika stuttu eftir að hún giftist fyrst, árið sem hún varð sextán. „Á þeim tíma hló Norma Jeane á réttum stöðum og þagði þegar það átti við“ er haft eftir eiginmanninum fyrrverandi, Jim Dougherty. En það átti eftir að breytast, jafnvel svo rækilega að alríkislögreglan, FBI, hélt skýrslu um Marilyn í flokknum „Ógn- un við þjóðaröryggi“. En blaðaskrif um Marilyn á hátindi ferils- ins voru á allt öðrum og sakleysislegri nót- um. Fjölluðu oftar en ekki um útlit hennar og ástamál. Ein frægasta setning um rass, sem birst hefur á prenti, sækir innblástur til afturenda stjörnunnar þegar hún sté á svið og tók á móti verðlaunum fyrir að vera vin- sælasta leikkona Hollywood að dómi áhorf- enda: „...her derriére looked like two puppies fighting under a silk sheet“ (bls. 117). Það var fyrrverandi elskhugi Marilyn, blaðamaðurinn James Bacon, sem komst svo að orði árið 1953. Þó að Marilyn hafi ekki gert sér neina rellu útaf svona skrifum var einlægur ásetn- ingur hennar alla tíð að verða tekin alvar- lega sem leikkona. Stærsta skrefið í þá átt steig hún 28 ára gömul, þegar Hollywood elítan hafði loksins viðurkennt hana sem góða og gilda stjörnu. í stað þess að baða sig í töfraljómanum, sneri hún baki við honum og flutti til New York. Þar var hún undir verndarvæng leiklistarfrömuðarins Lee Strasberg, sem sagði stuttu síðar að tveir af þeim hundruðum nemenda sem hann hefði kennt bæru af öllum hinum: Marlon Brando og Marilyn Monroe. í heimsborginni vaknaði áhugi hennar á öðrum listum. Hún hafði reyndar alla tíð stundað sjálfsnám í einhverjum mæli, lesið allt sem hún náði í um listir og menningu gagngert til að hafa traustan grunn til að getað orðið betri og dýpri leikkona. Hún stundaði líka aðra list, sem nú á undir högg að sækja; samræðulistina. Hún undirbjó sig fyrir mannfagnaði með þeim hætti að ákveða fyrirfram umræðuefni. Þetta virðist hafa tekist vel upp í flestum tilfellum. Eitt skipti vildi þó svo óheppilega til að sessu- nautur hennar, Robert Kennedy, sem þá gegndi embætti ríkissaksóknara Bandaríkj- anna, sá í veski hennar miða með fáeinum útpældum spurningum um stefnu stjórn- valda í nokkrum hitamálum, sem hún hafði hripað niður. Þessi saga breiddist hratt út, var notuð Marilyn til háðungar og ýtti und- ir skoðun þeirra sem töldu konuna ekki stíga í vitið. Síðasta kvikmyndin sem hún lék í, Some- thing's Got to Give, var aldrei kláruð. Mari- lyn var rekin fyrir fjarvistir og dauðyflislega leiktilburði. Þegar hún fékk ekki að klæðast bikini í einu atriðinu, á hún að hafa sagt: „Remember you've got Marilyn Monroe, you've got to use her“ (bls. 362). Þessi at- 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.