Vera - 01.08.1997, Page 39

Vera - 01.08.1997, Page 39
þekkingar um líf í Evrópu í fornöld. Mari- ja Gimbutas var fædd (1921) og uppalin í Litháen, en kom til Bandaríkjanna tiltölu- lega ung og starfaði við háskóla hér til dauðadags, þótt vettvangsrannsóknir henn- ar væru í Evrópu. Þegar hún var unglingur í Litháen hafði hún óslökkvandi áhuga á þjóðsögum og þjóðlögum og skráði þús- undir sagna og texta sem hún lærði af munni gamla fólksins í kringum sig. Svo fór hún í nám í fornleifafræðum og náði þar nokkuð skjótum frama. Fyrri hluta starfs- ferils síns var hún eins og flestar konur á þeim tíma, sætti sig að hluta við kenningar og aðferðir karlveldisins, náði mikilli færni í sínu fagi og skrifaði ótal ritgerðir og bæk- ur í nokkuð viðurkenndum anda. Hún var sannur meistari. En svo vaknaði hún..., til Eddu-eðlis síns, þess sem Virginia Woolf kallaði utangarðs- hlutverk kvenna (ef þið hafið ekki lesið „Three Guineas" eftir V.W., þá er það verð- ug bók á náttborðið). Gimbutas hafði nokkuð vald á urn tuttugu tungumálum og gat því lesið flest það sent skrifað var á meginlandi Evrópu um fornleifafundi þar og talað við fólk urn mestalla álfuna um ^ fornar sagnir. Hún fór að taka eftir ýmsu sem ekki stóðst samkvæmt gömlu kenning- unum um fornöld. Hetjudáðir og eilíft stríð annars vegar og frumstæða hellisbúa, sem „drógu konur á hárinu“, hins vegar. I forn- leifunum sem hún fann og las um, sá hún birtast háþróaða menningu, þar sem konur léku stórt hlutverk og þar sem friður og sköpunargleði virtust ríkjandi. Með því að tengja fornleifafundina við goðsagnir og þjóðsagnir varð myndin enn skýrari. Eitt af því sem hún uppgötvaði var að u.þ.b. 90% allra mynda og stytta, málaðra, útskorinna og mótaðra í stein og leir, voru af konum eða kvenverum. Einnig sá hún að þessar myndir og áveðin munstur - V, X, W, M, S, bylgjur, hringir, spíralar og spíralferningar - á leirpottum, styttum, veggjum og steinum var gegnumgangandi það sama frá Tyrk- landi og Mesópótamíu til Skandinavíu og Bretlands, á tímabilinu ca. 7000-3000 f.kr. Þessi tákn kallaði Marija Gimbutas tungu- mál Gyðjunnar, í senn hnitmiðað og djúpúðugt, óravítt og skýrt. Fornleifar sýndu að myndlist, ræktun bæði korns og grænmetis, húsdýrahald og trúarlíf virðist hafa þróast afar ört á þessum árþúsunum, en það sem vakti e.t.v. mesta athygli var að hvergi fundust rnyndir eða verksummerki unt manndráp, ofbeldi eða stríð, fram und- ir fimmta árþúsund f.kr. Dauðinn var hins vegar alls staðar ná- lægur, í veggmyndunum, í tengingu við táknmyndir urn fæðingar og dauða, og í þeirri staðreynd að fólk var grafið í eða rétt við híbýlin og hofin, sem venjulega voru miðsvæðis í bæjunum. Teikningar af nauts- og kýrhausum var víöa aö finna í rústum Catal Huyuk. Form þeirra minnir mjög á móöuriíf kvenna, eins og sést á þessum myndum, þar sem nautshaus er til Gimbutas fann hjá sér þörf til að miðla heiminum af uppgötvunum sínum. Hún mótaði nýja fræðigrein, „archeomyt- hology“ eða „fornleifagoðafræði“ og skrif- aði m.a þrjár bækur út frá því sjónarhorni: „The Goddesses and Gods of Old Europe“, „The Language of the Goddess" og „The Civilization of the Goddess". 1 mars s.l. kom svo út bókin „From the Realm of the Ancestors" eða „Úr heimi eddu og áa“, þar sem 56 virtar lista- og fræðikonur og -karl- ar skrifa í minningu Gimbutas um eigin hugmyndir sem tengjast kenningum henn- ar. Bókin - sem fylgt verður eftir, m.a. með mikilli námstefnu í Grikklandi í júlí 1998 - er gífurlega mikilvægt innlegg í umræðuna um möguleika okkar á að skapa aftur sam- félag sem byggir á gildum gyðjunnar, sam- hljómi og virðingu fyrir hvert öðru og nátt- úrunni, lífsvefnum sem við fæðuinst úr, vöxum og þroskumst í og deyjum inn í til að fæðast á ný. Catal Huyuk-samfélag þar sem konur voru við vold Einn merkasti fornleifafundur síðustu ára- tuga var í Catal Huyuk í Suður-Tyrklandi, þar sem var Anatólía til forna. Catal Hu- yuk, sem var í blóma ca. 6.500 f.kr., var 0 1 2 3 4 CM W 1—1 I V ra 39

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.