Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 41

Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 41
hafa fengið að Iifa um tíma í bland við guðina frá Ólympus. Við sjáum þennan arf seinna í verkum Platós um kenningar Sókrates- ar. Þar kemur fram, þótt dulið sé, að einn helsti kennari Sókrates- ar var Díótíma, kona sem kenndi honum um viskuna sem byggir á ást. Ástin er bæði vegvísirinn og vegurinn í átt til hinnar æðstu visku. Virðing fyrir konunni sem skapanda og takanda lífs Menningararfurinn frá Anatólíu og Krít barst alla leið til íslands stranda í upphafi byggðar. Líklega hafa völvurnar og konur eins og Auður djúpúðga og Þórunn hyrna (sbr. hin hyrnda gyðja), Melkorka o.fl. búið yfir þekkingu á þessum fræðum, sem þær hafa miðlað áfram. Völuspá er e.t.v. skýrasta dæmið sem við enn eigum um þennan arf, en sögurnar og kvæðin eru í raun öll full af upplýsingum um þennan tíma, þessa menningu, þó oft séu hulur fyrir og krossar undir og ofan á. Það voru ekki bara konurnar sem fluttu arfinn áfram, karlar áttu þar sinn þátt líka, á sinn hátt. í Eddu skrifar Snorri um Tróju, sem fegursta og besta stað í heimi og upphafleg heimkynni þess fólks sem síðar tók að sér hlutverk goða meðal íbúa norðurheims. Trója Snorra er þó ekki bara Trója, hún felur í sér menningarsamfélögin sem ég nefni hér að framan. Snorri segir okkur frá Iðavöllum þar sem stóðu hallir ása og ásynja, hver annarri fegurri. Það vill svo til að bæði í Anatólíu og á Krít eru fjöll sem bera nafnið Iða og við rætur þessara fjalla eru þá vissulega Iðavellir. Drottning fjallanna á báðum stöðum, með mörg þúsund ára millibili, er gyðjan mikla, sem ekur vagni með tveimur ljónum spenntum fyrir. Hún er kölluð Cybele í heim- ildum frá Krít og síðar frá Róm. Landshluti sá í Anatólíu, þar sem veldi hennar var sem mest, er kallað Frygia. Gaman er að bera þessar sagnir saman við heimildir okkar frá Snorra um eiginkonu Þórs sem hét Sibyl (það er auk þess nafn einnar frægustu völvu allra tíma og er síðar notað sem samheiti yfir völvur) „en vér köll- um Sif“, og eiginkonu Óðins sem hét Frygia, „en vér köllum Frigg“, og að síðustu en ekki síst við Freyju, sem „er hún fer, þá ekur hún köttum tveim og situr í reið“ (Snorra-Edda). Ekki er nokkur vafi á að okkar eigin goðsagnir, hversu mengaðar sem þær eru af meðferð karlveldisins, heiðins og kristins, þúa yfir enda- lausum brunnum visku um forna menningu og trú, þar sem sam- skipti og hlutverk karla og kvenna voru í meginatriðum gjörólík því sem við þekkjum frá svokallaðri söguöld. Af þeirri menningu mættum við mikið læra. Þótt hvergi hafi fundist neitt sem er fullkomlega sambærilegt við fegurð og ríkidæmi Catal Huyuk forðum og Krítar síðar, þá er margt í fornleifafundum frá Evrópu fornaldar sem minnir á þessi samfélög og sýnir að öll Evrópa hefur byggt á svipuðum grunni friðar og gleði og virðingar fyrir konunni sem skapanda og tak- anda lífs. Minnið um Urði, Verðandi og Skuld, konurnar, nornirn- ar sem skapa mönnum og goðum örlög og vökva sérhvern dag askinn, veraldartréð, táknið fyrir lífsorku heimsins, er minning um hina miklu gyðju fornaldar. Ef til vill lifir hún líka í álfkon- unni og seinni tíma myndin af henni sem dauðagyðju býr jafnvel í Grýlu. Sérhver kona finnur hana í sjálfri sér og hún býr í hverj- um karli, sem finnur hana í konunni sem hann elskar og/eða ótt- ast. í Iok júní kom ég heim í eins konar frí. Hér mættu mér grænir ilmandi dalir, bjartar nætur með björtum draumum, gullin kvöld, vinátta og fjölskylda,- ræturnar mínar -, og engu síðra fuglalíf og mý en þar vestra. Það mættu mér líka fregnir af Víkingahátið í Hafnarfirði. Ekki vil ég segja neitt neikvætt um þá hátíð, því ég var þar ekki og veit ekki nóg um hvernig hún fór fram. Hins veg- ar sá ég fréttaþætti þaðan og varð ekki upp með mér af arfinum. Pínlega hallærislegir, þunglamalegir „víkingar" lömdu þar á hver öðrum, í einhvers konar lélegri stælingu á berserksgangi, og mik- ið var um söluvarning. Mér finnst hálfsorglegt ef við ætlum okk- ur ekki að kafa dýpra í arfleifð okkar en í ruddamennsku miðald- Hof meö fæðandi gyðju fyrir ofan nautshöfuð sem fannst í borginni Catal Huyuk frá 7000 f.kr. V' vjfc anna, sem enn ræður ríkjum og leiðir okkur beint til ragnaraka, „hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist...“(Völuspá). Þar bak við býr táknmál sem gæti vísað okkur veginn inn í nýtt árþús- und, þar sem völvan sér „upp koma öðru sinni, jörð úr ægi, iðja- græna“. Megi Hún með sín mörgu nöfn og mögnuðu andlit vera með ykkur á þessu sumri og hausti. Systurkveðja, Valgerður H. Bjarnadóttir Iðntæknistof nun 11 - Skemmtileg fræðsla í fullri alvöru - Fræðslusvið Iðntæknistofnunar býr yfir langri rcynslu af þróun og rekstri námskeiða. Við þróum námskeið að eigin frumkvæði eða í samstarfi við fyrirtæki, félaga- samtök og stofnanir, allt frá grunnhugmynd. Við sjáum um gerð náms- og kennslugagna, einnig skipulagningu og rekstur námskeiða ef þess er óskað. Við höfum reynslu af • ráðgjöf í starfsmenntunarmálum fyrirtækja og samtaka • að gera flókið og sérhæft efni aðgengilegt • að velja kennsluaðferðir og kennslutæki • að vinna náms- og kennslugögn • að skipuleggja og reka námskeið Auk þess að þróa og reka námskeið fyrir aðra, bjóð- um við upp á fjölbreytt úrval eigin námskeiða. Kynntu pér pjónustu okkar og ndmskeiðsframboð Sími: 570 7100 http://www.iti.is 41

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.