Vera - 01.08.1997, Síða 45
ANTÓNÍA og
Feministi fer á bíó
Hollenski leikstjórinn Marleen Gorris
var orðin 48 ára er hún hreppti Óskar-
inn fyrir þriðju kvikmynd sína í fullri
lengcI. Myndin ,,Antonia’s Line“ eins
og hún heitir á íslenskum myndbanda-
leigum, er einfaldlega framúrskarandi.
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
cettin hennar
egar þær koma þrammandi eftir
þorpsgötunni, móðirin og dóttirin,
komnar til að vera við jarðarför ill-
skeyttu ættmóðurinnar, er erfitt að
sjá fyrir það sem í vændum er. Þær
eru hvorttveggja í senn framandlegar og á ör-
uggum heimaslóðum. Það næsta sem sést er að
þær eru teknar við daglegum rekstri búsins
sem sú gamla átti og þær eru ekkert á leiðinni
til baka til þess lífs sem þær áður lifðu. Við
fáum lítið að vita urn hvað þær hafa gert í
borginni, því þaðan eru þær að koma, það er
augljóst á klæðaburði og fasi þeirra, en kafla-
skipti hafa orðið í lífi þeirra þegar þær taka við
ættarsetrinu. Ættarsetrið er engin glæsihöll en
með dugnaði móðurinnar, Antóníu sjálfrar, af-
komenda hennar og þess fjölskrúðuga hóps
sem hún safnar að sér af dyggu heimilisfólki, er
það samt myndarleg eign sem getur framfleytt
allmörgum sálum.
Óskarsverðlaun 1995
- besta kvikmyndin á
„erlendri“ tungu
Gaman hefði verið að sjá þessa Óskarsverð-
launakvikmynd frá 1995 á hvíta tjaldinu, þar
sem hún hefði án efa notið sín betur en á skján-
um. Það stendur hins vegar ekki til boða. Kvik-
myndin „Antonia’s line“, eins og hún heitir á
myndbandaleigunum, hefur verið fáanleg frá
því í apríl á þessu ári en var ekki sýnd í kvik-
myndahúsum ef mínar upplýsingar eru réttar.
Myndin hreppti Óskarinn sem besta kvik-
tnyndin á erlendri tungu fyrir liðlega tveimur
arum en hefur ekki verið otað að áhorfendum
þrátt fyrir það. Það er synd því þessa mynd
ætti enginn að láta fara fram hjá sér. Hún virð-
ist höfða til allra aldurshópa án þess að vera
eitthvcrt skoðanalaust miðjumoð eða meðal-
tal, enda þess ekki að vænta frá leikstjóranum,
Marleen Gorris. Þetta er þriðja kvikmynd
hennar í fullri lengd á fjórtán árum, sem sýnir
ef til vill að jafnvel í Hollandi, þar sem mynd-
arlega hefur verið stutt við bakið á listamönn-
um, eiga jafn merkilegir leikstjórar og Marleen
Gorris erfitt uppdráttar. Ég sá af tilviljun fyrstu
kvikmynd hennar á kvikmyndahátíð á Sikiley
fyrir fimmtán árum og hef síðan þá verið að
bíða eftir að heyra meira frá leikstjóranum, því
kvikmyndin var mögnuð þótt af nokkrum
vanefnum væri gerð. Hún hlaut nokkra al-
þjóðlega útbreiðslu undir enska nafninu „A
Question of Silence“ en er því miður ekki fá-
anleg á þeim myndbandaleigum sem skást
hafa staðið sig hér á landi og áreiðanlega ekki
á hinum. Næsta mynd Marleen Gorris, „Bro-
ken Mirrors“ náði ekki sömu viðurkenningu.
Þema fyrstu myndarinnar, um þögnina, var
makleg málagjöld eða réttlát hefnd kvenna
sem eru órétti beittar. Kvenkyns gagnrýnendur
hófu hana til skýjanna meðan karlar létu það
eftir sér að koma með athugasemdir á borð við
þessa: „Maður óskar þess að myndin væri ekki
svona einsýn feministamynd“. Bæði söguþráð-
ur og -svið voru mjög nýstárleg. Þema fyrstu
ntyndarinnar, réttlát hefnd, skýtur aftur upp
kollinum í myndinni um Antóníu og ættina
hennar, sterkan kvenlegg sem sýnir konur í
margbreytileik sínum. Lífið er ekki alltaf rétt-
látt og stundum sýður í rnanni reiðin en það
sem Marleen Gorris tekst á svo yndislegan hátt
að gera, er að fjalla með mjög svörtum húmor
uni gleði og sorgir þannig að það er hægt að
klappa, blístra og segja „Já!“ af mikilli innlif-
un fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér. Eftir
á að hyggja er kannski bara betra að horfa á
myndina heima, frekar en í því dauðyflislega
andrúmslofti sem einkennir íslenskar kvik-
myndasýningar.
Persónusköpun í sérflokki
Kvikmyndin um Antóníu fjallar um líf og
dauða, hatur og ást og fólk. Persónusköpun
stendur óraveg framar en tíðast er um það
kvikmyndaefni sem helst er á boðstólum, jafn-
vel vönduðustu myndir. Þótt persónur mynd-
arinnar skipti tugum eru þær flestar dregnar
svo skýrum dráttum að þær verða eftirminni-
legar og gefa innsýn inn í fjölbreytt líf fólksins
í sveitinni og litla þorpinu. Þetta eru engar
staðaltýpur heldur fólk af holdi og blóði, lif-
andi og ólgandi. Það er helst Antónía sjálf sem
er svolítið óræð og ég lét það eftir mér að sjá í
henni brot af svo mörgum konum sem ég
þekki, sterkum, ákveðnum, alltaf stoð og
stytta annarra en stundum á kostnað sjálfra
sín. Samt er Antónía ekkert fórnarlamb, þvert
á móti. Hún er gerandi og drifkraftur sögunn-
ar frá því hún kemur til skjalanna, en þó ekki
á þann hátt að allt hrynji í rúst þegar hennar
nýtur ekki lengur við. Einn að höfuðkostum
þessarar kvikmyndar (en þeir eru margir) er
fólkið sem Marleen Gorris velur sér að við-
fangi. Hetjurnar eru ögrandi og breyskar, fúl-
mennin að gera nákvæmlega það sem fúl-
menni allra tíma hafa verið að gera, níðast á
fólki í vesaldómi sínum. Samskipti þeirra eru
flókin og alls ekki fyrirsjáanleg, þótt undiralda
myndarinnar búi niann oft undir hvað er í
vændum. Námsgáfur, verksvit, frjósemi, yfir-
náttúrulegir hæfileikar og listtjáning eru drjúg-
ur þáttur í yrkisefni myndarinnar og þær
spurningar eru ofarlega í huganum hvernig
þessir margvíslegu eiginleikar verða sumum til
hamingju og öðrurn erfitt veganesti.
Kvenkynssagan er mannkyns-
saga
Þessi kvikmynd er bæði mikil mannkynssaga
og mikil kvenkynssaga. Þýska tímaritið Emma
flokkar myndina reyndar fyrst og fremst sem
það síðarnefnda en mér finnst miklu raunsann-
ari mannkynssögu að hafa í þessari kvikmynd
um árin eftir síðari heimsstyrjöldina en flestar
aðrar kvikmyndir frá fjölmennari þjóðurn og
af „dæmigerðara" fólki. Það er galdur þessar-
ar kvikmyndar. Kvikmyndin um Antóníu og
ættina hennar er fyrsta kvikmyndin undir
stjórn kvenleikstjóra sem hlýtur Óskarinn. Ég
held því til haga vegna upplýsingagildisins,
fremur en að mér finnist ánægjulegt að þurfa
að festa það á blað. Það segir mér enginn að
þetta sé fyrsta kvikmynd konu sem eigi viður-
kenninguna skilið. En vissulega tókst valið vel,
loksins þegar að því kom.
45