Vera - 01.08.1997, Síða 46
Þau hafa stádfest
samvist sína
Lög um staðfesta samvist samkyn-
hneigðra gengu ígildi 27. júní
1996. Staðfest samvist veitir sömu
lagalegu réttindin og hjónaband að
frátöldum réttindum til kirkjulegr-
ar vígslu og cettleiðingar barna eða
tceknifrjóvgunar.
Lögin um staðfesta samvist voru
mikil lagaleg réttarbót fyrir þá sem
höfðu stofnað heimili og búið sam-
an árum saman og þau voru
einnig mikill siðferðilegur sigur fyr-
ir samkynhneigða. Margir hafa
nýtt sér réttindin og haldið veislu
af því tilefni með fjölskyldu og vin-
um. 1. desember 1996 höfðu 17
pör staðfest samvist sína en Hag-
stofan gefur ekki upp tölur aftur
fyrr en 1. desember n.k.
Vera fékk „brúðkaupsmyndir" af
nokkrum pörum og vill um leið
óska öllum þeim sem tekið hafa
ákvörðun um að staðfesta samvist
sína til hamingju.
46 wfm
Jóhann Örn Hreiðarsson, skrifstofu-
maður hjá Flugfélagi íslands, og Sigurð-
ur Einarsson, lagerstjóri hjá Máli og
Menningu, staðfestu samvist sína 12.
apríl 1997 eftir að hafa búið saman í
sex ár. 150 gestir voru viðstaddir þegar
fulltrúi sýslumanns gaf þá saman og á
myndinni sést lítill vinur þeirra, Lúðvík,
afhenda þeim hringana.
Sýslumaður Þingeyinga gerði sér ferð upp á Hólsfjöll þanO
12. júlí 1996 til þess að staðfesta samvist Margrétar Páln
Ólafsdóttur leikskólastjóra og Lilju S. Sigurðardóttur leið'
beinanda á leikskóla. Þær stöllur hafa byggt sér sumarhús a
æskuslóðum Margrétar og fögnuðu þar ásamt fjölskyld11
og vinum. Þær höfðu þá búið saman í sex ár.
Anna Auðunsdóttir leiðbeinandi á leikskóla
hjá Félagsstofnun stúdenta og Hanna Rún Þór,
starfsmaður á Landspítalanum í Kópavogi,
staðfestu samvist sína 31. ágúst 1996 að við-
stöddum fjölda vina og ættingja. Þær höfðu þá
búið saman í 12 ár.
Bára Kristinsdóttir ljósmynd'
ari og Arndís Björg Siguf'
geirsdóttir rekstrarstjóri not'
uðu gamlársdag, 31. desent'
ber 1996, til að staðfesta
samvist sína og héldu af þvl
tilefni litla fjölskylduveislu-
Þær höfðu þá búið saman *
17 ár. Til þess að fá mynd a>
ljósmyndaranum sjálfu®
fóru þær stöllur í skyndi'
myndavél!