Vera - 01.08.1997, Síða 49

Vera - 01.08.1997, Síða 49
Messa Kvennakirkjunnar vakti feykilega mikla athygli, ekki síst vegna þess aö henni var úthýst og fór fram í kastalarústum á bak viö kirkjuna. Á myndinni sést séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, einnig Svanfríöur Jónasdóttir alþingiskona og Guörún Agnarsdóttir læknir en þær lásu bænir í messunni. Hópur íslenskra kvenna, sem voru þátttakendur á ráöstefnunni, leiddi söng í messunni. Samtal kvenna og karla - jafnréttisráðstefna Norrænu ráðherranefndarinnar í Valmiera í Lettlandi, 7. til 10. ágúst 1997 Um fimmtíu íslendingar sóttu jafnréttisráðstefnu í Valmiera í Lettlandi undir yfirskriftinni Samtal kvenna og karla (Women and Men in Dialogue). Ráðstefnan tókst með miklum ágætum og var öll framkvæmd hennar Lettum til mikils sóma. Kynni af þjóðinni vöktu áhuga fyrir því að vita meira, en fslendingar og Lettar eiga margt sameiginlegt, t.d. öðluðust þjóðirnar báðar sjálfstæði 1918 þó að Lettar hafi misst það aftur þegar Rússar hernámu landið í byrjun seinni heimstyrjaldar. Bára ljósmyndari tók mikið af myndum á ráðstefnunni og hér birtast nokkrar þeirra: \ otf cjullskatttflti'ph með íslenskum núltúmsteinum, pertuni ocj oemöntum Fyririesarar um stjórnmál taka þátt í pallborösumræöum, t.v. Artis Pabriks frá Lettlandi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Martin Nilsson frá Svíþjóö sem stjórnaöi umræöunum, Drude Dahlerup frá Danmörku og Vilija Aleknaite-Abramikiene frá Litháen. Siguröur Svavars- son var einn fárra íslenskra karla sem tók þátt í ráöstefn- unni. Hann sést hér á tali viö annan karlmann, sem viö vitum ekki hver er, og á bak viö þá sjást ráöstefnu- gestir í fundarhléi. Ótrúlega stór hópur barna sýndi þjóödansa, bæöi í útigöröum og viö setningu og lokaathöfn ráöstefnunnar.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.