Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 3
Hulda Jensdóttir. Aðalfundur 28. maí 1972 Heiðraða samkoma, kæru starfssystur. Eins og dagskrá fundarins ber með sér hefi ég verið beðin um að flytja hér erindi um mikilvægi mærðaverndar um meðgöngutímann. Við sem hér erum inni, gerum okkur allar mjög ljósa grein fyrir þessum þætti mæðraverndar og ég mun þess- vegna reyna að vera eins stuttorð og mér er mögulegt þótt efnið sé í sjálfu sér all yfirgripsmikið og þessvegna ekki svo auðvelt að skila því af sér með örfáum orðum. Það má segja að hér á íslandi sé allvel að þeirri konu búið, sem á von á barni. Þó eru það auvitað staðreyndir að úti á landsbyggðinni mætti gera miklum mun betur og er þar um að kenna fyrst og fremst skorti á lækna- og ljósmæðraþjónustu, takmarkaðri starfsaðstöðu og e. t. v. skilningsleysi þeirra sem að málunum standa og þeirra sem hafa peningavaldið. En ef við snúum okkur að þeirri þjónustu sem er veitt hér í Reykjavík og nágrenni, má segja að þjónustan sé all góð og við eygjum að hún verði betri í mjög náinni framtíð og væntum þess þá að landsbyggðin fylgi fast á eftir. Hver hraðinn verður mun þó sennilega fara allmik- ið eftir því hvað Ijósmæður landsbyggðarinnar ýta fast á eftir og er þar vérðugt verkefni fyrir okkur allar að leggja hönd á plóginn og hjálpa til með orðum og athöfn- um. Það er skemmtilegt til þess að vita að það voru einmitt konur, sem hrundu mæðraverndinni í framkvæmd hér í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem ég hefi fengið voru það konur, með frú Kristínu Bjarnhéðinsdóttir í far- arbroddi, sem stofnuðu ,,Líkn“ árið 1915. Þá fyrst og fremst í þeim tilgangi að berjast gegn berklum sem herj-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.