Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 8
56 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Annar er sá maður, sem konur eigi mikið að þakka í þessu sambandi og það er franski læknirinn dr. Lanaze. Dr. Lanaze hafði kynnst rússneskum lækni, dr. Nikolajew, sem þreyttizt aldrei á að tala um þann glæsi- lega árangur, sem náðist í fæðingarhjálp með því að und- irbúa konurnar réttilega. Dr. Lanaze þótti þetta allt nokkuð öfgakennt, en þáði þó boð dr. Nikolajew til Lenin- grad til að kynnast þessu af eigin raun. Árið 1951 sá dr. Fernand Lanaze með sínum eigin aug- um það, sem hann hafði átt svo bágt með að trúa. Með tárvotum augum lofaði þessi þá fullorðni maður því, að hann skyldi verja þeim starfsárum sem hann ætti eftir, til þess að breiða þessar kenningar út meðal starfsbræðra sinna í heimalandi sínu og meðal kvenna þar. Við þetta stóð hann dyggilega. Ári síðar sá hann glæsilegan árangur heima í sinni eigin borg, á sínum eigin spítala. Þessi spítali dr. Lanaze er nú þekktur langt út yfir landamæri Frakk- lands. Sjálf hefi ég notið þeirra ánægju að kynnast dr. Read og konu hans persónulega. Stórkostleg kynni, sem mér munu aldrei gleymast. Árið 1968 naut ég svo þeirra for- réttinda að vera um tíma í París á spítala dr. Lanaze, Centre de Santé des Métallurgistes. I starfi mínu um árabil sem ljósmóðir hefi ég sjálf sannfærst um gildi þessara kenninga og í fátæklegum mæli reynt að útbreiða þær. Ég hefi ekki verið nógu dugleg — langt þar frá enda takmarkað hvað ein mann- eskja getur gert sérstaklega vegna þess að ég hefi ekki verið starfandi við Ljósmæðraskóla Islands. En þaðan kemur uppspretta allra góðra hluta í sambandi við þá þjónustu sem ljósmæður framtíðarinnar veita. Þessvegna varð ég afar glöð, þegar ég frétti að vísir væri lagður að þessir mæðrafræðslu í Fæðingardeildinni. Þar með veit ég að ljósmæðranemarnir eru virkir þátttakendur og þar með er málunum borgið.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.