Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
57
Ekki er hægt að skilja við þetta efni án þess að dvelja
litla stund við mæðravernd í fæðingu og sængurlegu.
Fæðingarhjálpinni sem slíkri fer fram með hverju ári,
sem líður, ekki livað sízt þegar um afbrigðilegar fæðing-
ar er að ræða og — eða sjúklegt ástand konunnar. Þar
má nefna sykursjúkar konur, konur með meðgöngueitrun,
konur með hjartagalla, konur sem ganga með yfir tím-
ann og margt fleira.
Tækni nútímans hefur fært okkur allskonar mælitæki,
sem gera okkur kleift að fylgjast betur með líðan móðir
og barns og í viðbót við töng og keisaraskurð hefur bæzt
,,klukka“ Malmströms og þannig mætti lengi telja. Ýmis
lyf hafa komið á markaðinn, sem hafa komið ýmsu góðu
til vegar og deyfingaraðferðir hafa bæzt í hópinn, sumar
til frambúðar væntanlega, aðrar hafa ekki staðist reynzl-
una og því hjaðnað sem bóla.
Og svo erum það við ljósmæðurnar, sem gerum okkar
allra bezta fyrir konuna, meðan hún er að fæða. Við vök-
um yfir henni, næmar fyrir hverju því, sem bendir til
einhvers sem er öðru vísi en það ætti að vera, auk þess,
sem við skiljum til hlýtar gildi þess, að sýna henni kær-
leika og nærgætni í fyllsta mæli, eins og hún sé það eina,
sem máli skiptir þá stundina. Ekkert minna á hún kröfu
til, því minnsta frávik, getur eyðilagt fyrir henni að miklu
eða öllu leyti dýrmætasta augnblik lífs hennar.
Við skiljum líka gildi þess, að barnsfaðirinn, eiginmað-
urinn, sé virkur þátttakandi við fæðingu barna sína, við
skiljum hvað þetta er mikil blessun fyrir hann sjálfan og
framtíð han, sem föður og eiginmanns og við skiljum
hvað mikil blessun það er og hjálp fyrir konuna, að hafa
manninn, sem hún elskar við hlið sér til hjálpar og upp-
örvunar. Þetta gildir þó aðeins að bæði hjónin óski sjálf
eftir að vinna saman að fæðingu barns síns, bæði verða
að óska þess ekki aðeins annað. Við vitum líka og höfum
kynnst því, að einhver annar aðili í stað eiginmannsins,