Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 4
52
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
uðu óskaplega hér á íslandi um þær mundir. En konurn-
ar héldu áfram, þannig að árið 1927 stofnuðu þessar sömu
konur ungbarnaeftirlitið og ári síðar þ. e. árið 1928 stofn-
uðu þær mæðraeftirlitið. Þessi starfsemi bjó við þröng-
an kost allt fram til ársins 1949 að Mæðraeftirlitið var
flutt í Fæðingardeild Landspítalans, sem þá hóf starfsemi
sína. Ég var á því námsári, sem þessi merku tímamót
áttu sér stað og man glöggt starfsaðstöðuna í ,,Líkn“ og
nýju starfsaðstöðuna í Fæðingardeildinni. Ég hugsaði til
þess þá og hefi hugsað til þess oft síðan að líklega hafa
hinar stórhuga konur frá 1915 ekki verið hafðar með í
ráðum þegar arkitektarnir lögðu drög að og byggðu
Mæðraeftirlitið — því, þröngt var setið. Ég man marga
góðviðrisdaga sumarið 1949, en þeir voru mjög margir það
sumar, að mæðurnar sátu úti á túni því aðeins fáar kon-
ur komust inn í litlu biðstofuna. Við nernarnir sátum þá
oft hjá þeim úti og röbbuðu við þær og urðum um margt
fróðari. Eðlileg og blessunarrík samskipti, sem gott er
að minnast. Árið 1954 hóf svo Heilsuverndarstöðin starf-
semi sína og stuttu síðar flutti mæðraeftirlitið þangað.
Allt fram til þess tíma er mér sagt að hinar hugdjörfu
og hjartahlýju konur frá 1915 hafi staðið undir öllum
kostnaði við mæðraeftirlitið.
Mæðraskoðunin er margþætt. Hér í Reykjavík fer hún
þannig fram: Eftir 4 mánaða meðgöngutíma er ætlast til
að konan mæti einu sini í mánuði til eftirlits. Síðasta
mánuð meðgöngutímans einu sinni í viku.
Tekin er heilsufarsskýrsla. Blóð til blóðflokkunar o. fl.
Ytri grindarmál (sumstaðar sleppt). Gegnumlýsing (sum-
staðar, ekki álitin æskileg). Tekin hæð legbotns. Hlustuð
fósturhljóð. Þvagprufa tekin, sérstaklega til þess að
athuga eggjahvítu og gröft sumstaðar einnig athugað
um sykur. Athugað um bjúg. Blóðþrýstingur tekinn og
blóðprósenta. Fylgst með þyngdaraukningu konunnar.
Ef konan er svokölluð Reshus kona, Rh.neg., er eigin-