Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 18
66 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Bent er þó réttilega á að slíkt sé aðeins bráðabirgða- lausn á þessum vanda. Jóhanna Jóhannsdóttir. Heilbrigismálaráð Nýlega er komin út skýrsla um starfsemi heilbrigðis- málaráðs Reykjavíkur fyrir árið 1972. Er þar ýmsan fróð- leik að finna og tíni ég hér til nokkur atriði um starfsemi Barnadeildar Heilsuverndastöðvar Reykjavíkur. Á deildina við Barónsstíg og í útibúi Langholtsskóla komu alls 5167 börn úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi, þar af komu 2036 í fyrsta sinn. Börnin fengu alls 11.793 læknisskoðanir og voru, eins og á undanförnum árum, bólusett gegn barnaveiki, ginklofa, kíkhósta, mænusótt og bólusótt, samkvæmt reglum deildarinnar. Á vegum Rannsóknastofu Borgarspítalans voru gerðar blóðrannsóknir á 693 börnum, 989 börn voru boðuð en 296 komu ekki. Blóörannsóknir eftir aldri og hæmoglobin-prósent: Aldur 34—45% 46—55% 56—65% 66—75% 75% og hærra Alls 0—6 mán. 3 7 57 44 111 6—12 mán 1 5 11 68 109 194 1—2 ára 2 11 33 73 116 235 2—6 ára 4 15 134 153 Alls 3 19 55 213 403 693 270 börn voru undir séreftirliti, aðallega vegna líkams- ágalla eða félagslegra erfiðleika. 1690 nýfœdd börn voru tilkynnt deildinni á árinu (129 fleiri en áriö áöur). Af þessum börnum áttu 1.570 lög- heimili í Reykjavík, 34 á Seltjarnarnesi og 86 annars stað- ar á landinu.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.