Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 65 og aðstoðarstúlkan hafi reynt að hjálpa konunni af fremsta megni, m. a. pantað fyrir hana sjúkrabíl. Jóhanna Jóhannsdóttir. Landsfundur norskra Ijósmæðra í Tönsberg í vor Norskar ljósmæður ræddu ýms áhugamál stéttarinnar á landsfundinum í vor. Þar var m. a. bent á að skortur væri á ljósmæðrum í Noregi og aðsókn að ljósmæðranámi minni en skyldi. Er þar bent á léleg launakjör og mikla ábyrgð, sem ástæðu þessarar þróunar. Komið hefir fram tillaga um að leggja niður umdæmis- ljósmæðrastöður um byggðir landsins. Minna en %% af fæðingum fer nú fram í heimahúsum, en þar ber reyndar að athuga að vegna skorts á sjúkrarúmum á stofnunum fyrir fæðandi konur eru þær yfirleitt elcki teknar inn fyrr fæðingin er komin vel af stað, og fæðingar á leið á sjúkra- hús eða um leið og þangað er komið eru taldar sjúkrahúss- fæðingar. Ljósmæður þær, er á sjúkrahúsum starfa verða óvenju- lega eða öllu heldur óeðlilega oft að vinna nætur- og helgi- dagavinnu vegna skorts á starfsliði, og eru ljósmæður mjög óánægðar með þá skipan mála, þar sem starfið verð- ur þá ákaflega lýjandi til lengdar. Gagnger breyting og endurskoðun á menntun norskra ljósmæðra fer nú fram, m. a. vegna þess að þær taka nú æ meiri þátt í almennri heilbrigðisþjónustu, en skyldu- námstími ljósmæðra hefir verið óvenju langur í Noregi eða 5—6 ár. I Finnlandi og Svíþjóð mun námstíminn vera 3y2 ár og í Danmörku 3 ár. Þar sem ljósmæðraskortur hefir gert vart við sig einkum í dreifbýlinu, hefir verið komið á 16 vikna námskeiði í fæðingahjálp fyrir hjúkrun- arkonur.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.