Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 6
54 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 85% kvenna á Reykjavíkursvæðinu sækja skoðun og er álitið að hin 15% fari til síns heimilislæknis eða ,,prívat“ læknis, fyrir utan örfáar undantekningar. 40% sækja eft- irskoðun, sem er auðvitað alltof lág prósentutala. Eins og ég sagði í upphafi máls míns, er all vel að barnshafandi konum búið hér í Reykjavík og nágrenni og þeim veitt góð þjónusta, eigi að síður er það þó svo að víða annarstaðar sem ég þekki til er þeim þó veitt enn meiri og jafnvel betri þjónusta. T. d. í Bretlandi er barnshafandi konunni veitt ýmiskonar ókeypis þjónusta sem ekki er veitt hér og t. d. þess gætt ákaflega vel að engin kona, sem vitað er um að sé barnshafandi, sleppi við reglulegt eftirlit. Á Norðurlöndunum sumum er veitt þjónusta sem ekki er veitt hér, sjálfsagt sumt til bóta, en um sumt má sjálfsagt deila. Læknabréf milli lækna og stofnana — og meiri samvinna og samstarfsvilji virðist sumstaðar ríkja miklum mun ákveðnari og meiri en hér gerir, sem skapar auðvitað betri og öruggari þjónustu. En einnig þetta stendur til bóta hér hjá okkur. Ein er sú þjónusta, sem við höfum farið mjög halloka í að veita, þegar borið er saman við nágrannalönd okkar og það er sú þjónusta sem vinnur að andlegri velferð konunnar, það er sú þjónusta, sem hjálpar konunni til að hjálpa sjálfri sér, sem hjálpar henni til að þekkja sjálfa sig og viðbrögð líkama síns, og hvað hún sjálf get- ur gert til þess að auðvelda meðgöngutímann og fæð- inguna. Sú mæðravernd, sem ég hefi nefnt hér að fram- an er óumdeilanleg, hún er sjálfsögð og bráðnauðsynleg — en þau alvarlegu mistök mega þó aldrei eiga sér stað, að konan sé eins og eitthvert vélmenni eða vélasamstæða, þar sem þess er fyrst og fremst gætt að vélarhlutirnir séu í allgóðu ásigkomulagi. Blóðflokkun, hlustun og allskon- ar rannsóknir, sem ég hefi nefnt og ekki nefnt, segja okkur afar mikilvæga hluti, eru ómissandi liður í góðri mæðravernd. En hvað svo með alla smákvilla, sinadrátt-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.