Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 12
60 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk Það rifjaðist upp fyrir mér gamalt vísubrot, er ég sá tölur um mjólkurneyzlu Islendinga og reyndar almenna notkun á landbúnaðarafurðum. Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk, undirdjúpin að skyri. Fjöll og hálsar að floti og tólg, Frónið að kúasmjöri. Oft munu ljósmæður vera spurðar ráða um holt og heppilegt fæði, og löngum hefir verið sagt að allt sem líkaminn þyrfti naðusynlega væri í mjólkinni og neyzla hennar væri eingöngu af því góða. Á allra seinustu ár- um hefir þó nokkuð borið á því að mjólk og mjólkurafurð- ir væru taldar hæpinn kostur og jafnvel skaðlegur á þeirri forsendu að mjólkurfita væri manninum miklu óheppi- legri en t. d. jurtafita. Ekki er þetta þó talið vísindalega sannað og nýlega hafa upplýsingar um hollustu mjólkur verið birtar í ýmsum löndum. Er þar vitnað í þekkta vís- indamenn af ýmsu þjóðerni. Segir þar m. a. að ekki séu nein sjúkleg áhrif samfara neyzlu á fitu úr dýraríkinu, ef fæðan sé að öðru leyti eðlileg að samsetningu. Aftur á móti er eindregið varað við of mikilli sykurneyzlu. Skað- semi mjólkur og mjólkurneyzlu er nú yfirleitt talin fjar- stæða og eru mjólk og mjólkurvörur taldar jafn heil- næmar og nauðsynlegar og álitið hafi verið frá upphafi vega. Rannsóknir um skaðsemi mjólkurfitu með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma hefir sýnt að nauðsynlegt er að í fæðunni sé visst fitumagn, sama hvort það kemur úr

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.