Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 7
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
55
inn, náladofan, andateppuna, svefnlausan ótta næturinn-
ar og allt hvað það nú heitir — brjóstsviðann, sem pínir
— bakið, sem engan frið gefur. Hvað gerum við fyrir
allt þetta?
I heimi, sem flýtir sér svo, að hann má varla vera að
því að vera til vill þetta alloft gleymast — en ef það
gleymist er mæðraverndinni okkar mjög ábótavant.
Með einfaldri fræðzlu um það, sem er að gerast og
hvað mun gerast er hægt að hjálpa konunni ákaflega
mikið til að meðhöndla kvilla sína þannig, að þeir hverfi
að miklum mun. Að hún læri að þjálfa líkama sinn, læri
að slaka á andlega og líkamlega er henni einnig stórmikil
hjálp.
Sá, góði hugsjónamaður, sem eins og dró þessi gömlu
sannindi fram í dagsljósið að konan væri eitt með há-
punkti náttúrunnar var brezki læknirinn dr. Grantly
Read. Hann þorði að bera sannfæringu sína á borð og
fylgja henni eftir, þótt það kostaði hann atvinnuna um
tíma og margskonar árekstra og erfiðleika. Hann þorði
að skrifa bækur um þessa sannfæringu sína, að konan
sjálf, gæti ráðið miklum um líðan sína um meðgöngutím-
ann og í fæðingunni. Og þótt þessar bækur hans væru
ekki keyptar um langan tíma, hélt hann samt ótrauður
áfram og sigraði, lagði heiminn að fótum sér og hlaut
m. a. blessun Páfans í Róm fyrir, sem ekki þótti illa af
sér vikið.
Fræðsla er nauðsynleg segir dr. Read, því hræðsla er
vesti óvinur eðlilegrar fæðingar.
Þekkingarskortur orsakar hræðslu.
Hræðsla orsakar spennu og spenna í sambandi við fæð-
inguna orsakar óþægindi og jafnvel sársauka.
Ef konan er vel undir fæðinguna búin, andlega og líkam-
lega, lærir að slaka á og horfa fram til fæðingar barns
síns með hugprýði, gleði og þakklæti, er hægt að draga
til muna úr hræðslunni og þannig minnka sársaukann.