Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 5
F R E y R. eTií 'i&ze-nda Með þessu blaði byrjar ..FIíEYJl-1 þriðja árgang sinn. Það er sannast að segja að fyrir 2 árum, þegar vér byrjuðum á útgáfu „Fretysf var það með hálfum lmga gj’ört. Oss var það œrið kunnugt, hver afdrif liafa orðið flestra blaða og tíniarita, sem haflð hafa göngu sína hér á síðari tímum. Fjöldinn allur hefir sofnað út af eftir eitt, tvö eða fá ár og grafið með sér hœrri eða smærri fjárupphæðir úr vasa útgefanda og gjört þar með tvent til þess að fæla aðra frá samskonar fyrirtœkjum, veikja trúna á fróðleiks- og framfara-fýsn alþýðu og efla ótrú skrifandi manna á því, að nokkuð sé leggj- andi í hættu við útgáfu blaða og tímarita. Yér vorum ekki einir um hræðslu þessa þá. Margir mikilsmetnir menn álitu, uð stofnun bún- aðar-tímarits á þeim tímum væri nokkuð likt frá fjárhagslegu sjónarmiði og að kasta peningum i sjóinn. — Því var það að vér fórum fram áþað yið Búnaðarþingið 1908 aðþaðhlypi nokkuð undir bagga með því að veita lítinn fjárstyrk til rits- ins, þvi að enginn okkar útgefandanna var svo efnum búinn, að hann mætti við því að snara út úr sínum vasa fé, sem nokkru nœmi, til þess að halda ritinu úti, ef það nœði ekki innan skams svo mikilli hylli, að það gœti borið sig fjárhags- lega. Búnaðarþing þetta tók þannig undir mála- léitun þessa, að það synjaði um styrkinn, enþrátt fyrir það lögðum vér út í fyrirtœkið og það þá aðallegá í þeirri trú, að vér gætum gjört ritið svo úr garði að bændum og landsmönnum yfir Jiöfuð geðjaðist að þvi, og þá vonuðum vér, að ekki mundi bresta kaupendur, svo að fjárhagslegu Miðinni yrði borgið. Oss er nú ánœgja að þvi, að geta flutt les- endum „Freys“ þœr fréttir, að von vor hefir ekki brugðist. „Freyr11 hefir á þessum tveim ármn notið svo mikillar hylli hjá almenningi, að öll Ukindi eru til að hann eigi langa lífdaga fyrir Jiöndum. Eaupendur fékk hann strax all-marga og hefir þeim þó farið fjólgandi, og standi menn nokkurnveginn vel i skilum með andvirði blaðsins, verður ekki annað sagt en að það beri sig nú vel hvað fjárhaginn snertir. „Freyr“ borgar hverj- um sitt. Þótt nú hagur „Freysf og ástœður séu í svo góðu lagi, að vel mcetti við una, viljum vér samt ekki hér við láta staðar numið í því að útvega honum fleiri lesendur, því að miklú þykir ossþað skifta, að hann fái áheyrn hjá sem flestum bænd- um þessa lands, og horfum v'er því ekki i að leggja nokkuð fé í sölurnar tilþess, vœntandiþess vitanlega að það fáist goldið síðar meir við það, að kaupendum fjölgi að talsverðum mun. Iþessu skyni höfum vér nú ákveðið að stækka blaðið um þriðjung, svo að á þessu ári koma út af þvi 18 arkír auk kápu, en með henni 24 arkir alls og þó Jmkkum vér verðið ekkert; það verður áfram 2 krónur árgangurinn eins og áður. Vér skulum geta þess síðasta Búnaðarþingi (1905) til verðugs lofs, að það ákvað að veita nokkurn styrk til ritsins og gjörir þar með sitt til þess að vér getum boðið bœndum þau kosta- kjör,■ sem ver nú bjóðum. Auðvitað verður styrk- urinn ékki nema nokkur partur af þeim kostnaði, sem stækkun ritsins heftr í fór með sér, en vér vonumst fastlega eftir þvi að kaupendunum fjölgi svo við stækkunina, að „Freyru beri sig liér eftir engu síður en áður. En „Freyra þarfnast fleira en að hann sé keyptur og lesinn. Ætlunarverk hans er auk margs annars það, að veru athvarf allra þeirra, sem finna hjá sér hvöt til þess að bírta almenn- ingi hugvekjur um landbúnað eðalwaðþað annað, sem búnaðinum má verða til gagns og þrifa. „Freyr“ þarf að fá ritgjörðlr frá sem flestum áhugamönnum um búskap: og í honum geta bú- menn og bœndúr talast við. Oss er það áhuga- mál, að sem flestir skrifi í „Frey“ og að hann fái greinar sem víðast af landinu, enda bjóðum vér hærri borgun fyrir góðar ritgjörðir en flest

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.