Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 13
FREYE. 9 allar nmn lakari, sumar mikið. Minsta upp- skeran er þó 58 tn. á dagsláttu. Berum vér þessa uppskeru saman við upp- skeru þá, sem fengist hefir í gróðrarstöðinni í Reykjavík, og birt er í Búnaðarritinu 19. árgangi, 2. heíti, sjáum vér að munurinn er afar-mikill. I gróðrarstöðinni í Eeykjavík hafa verið g;jörðar tilraunir með kartöflurækt í 4 ár. Eyrstu 2 árin með 20 afbrigði og 2 seinustu árin með 70 afbrigði. Mesta uppskera, sem þar hefir fengist, er 86 tn. af dagsláttu, og meðal-uppskera 8 næst beztu tegundanna, það árið, sem bezt spratt (1904), er 67 tn. afdagsláttu. Uppsker- an er þannig þriðjungi meiri á Akureyri en í Reykjavík, hvort sem miðað er við þau afbrigði á báðum stöðunum, sem bezt spruttu, eðameð- altal af 8 beztu afbrigðunum. Eg geng út frá því sem gefnu, að í báð- um gróðrarstöðvunum hafi undirbúningur jarð- vegsins og öll vinna verið í góðu lagi, og nóg hafi verið borið á, því þetta alt er skilyrði fyr- ir því, að nokkuð sé byggjandi á tilraununum. E>að sem uppskeru-muninum veldur, ætti því aðallega að vera veðráttufarið eða öllu fremur hitamagnið. Eg hefi því athugað hitamagn sum- armánaðanna júní, júlí og ágústs á Akureyri og í Reykjavík. Um það er fróðleg ritgjörð eftir danskan veðurfræðing, í bók sem Atlanshafs- eyjafélagið hefir gefið út, og félagar þess hafa fengið. Samkvæmt þeirri ritgjörð, sem bygð er á 28 ára veðurfræðis-athugunum, er meðal- sumarhitinn á Akureyri 9,6° C., eníBeykjavík 10,3°. Hitamagnið er þannig freklega 1/16 hluta meira í Reykjavík en á Akureyri í sumarmán- uðunum júní—ágúst, og enn meiri yrði munur- inn á hitamagninu, ef maí og september væru teknir með. Að öðru jöfnu ætti því kartöflu- uppskeran að vera mun meiri í Reykjavík, en á Akureyri. Þótt reglan sé, eins og sýnt hefir verið, að sumarhitinn sé meiri í Reykjavik en á Akur- eyri, er þó eigi full vissa fyrir að svo hafi ver- ið sumarið 1904. Og þar sem óhætt mun að álykta, að kartöflu-uppskeran hér á landi fari aðallega eftir hitamagni, þar sem ræktunin er í góðu lagi og afbrigði vel valin, væri því mjög fróðlegt að töflur, sem sýndu meðal-hita sumar- mánaðanna (maí—oktober) fylgdu skýrslum gróðarstöðvanna. Þessar töflur ættu jafnframt að gefa upplýsingar um regnmagnið í hverjum mánuði. Sé áður nefnd uppskera í gróðrarstöðinni á Akureyri borin saman við kartöflu-uppskeru í nágrannalöndunum, virðist hún einnig vera ótrúlega há. I verðlaunariti um kartöflurækt, sem kgl. dánska Landbúnaðarfélagið hefir ný- lega gefið út, er meðal-uppskeran í Danmörku talin 32 tn. á dagsláttu. Og professor Wester- mann, kennari í plönturækt við landbúnaðar-há- skólann, segir í fyrirlestrum sínum, að mesta kartöflu-uppskera í Danmörku sé 104 tn. af dagsláttu (360 Centner og Td. Ld.). Gróða upp- skeru telur hann 50 tn. af dagsláttu. Sumar- hitinn í Danmörku (júní—ágúst) er þó s/r> meiri en á Akureyri eða 16° C., og enn meiri er munurinn á hitamagninu i maí og sejjtember. Eg hefi fyrir mér skýrslu frá gróðrarstöð- inni í Luleá i norðanverðri Sviþjóð fyrir árið 1903. Luleá liggur á sama breiddarstigi og Akureyri, en sumarhitinn er mikið meiri (13° C.) I skýrslunni eru tilgreindar 28 kartöflu-tegundir. Mesta uppskeru gaf Leksands, 76 tn. af dagsláttu. •Meðal-nppskera af 8 næst beztu afbrigðunum var 49 tn. af dagsláttu. Uppskeran í Luleá er þannig um helmingi minni en í gróðrarstöðinni á Akureyri. Um fóðurrófna-uppskeruna í gróðrar- stöðinni á Akureyri er sama að segja og um kartöflu-uppskeruna. Húu er ótrúlega mikil, þegar athugað er hvað sumarhitinn er lítill og vaxtar-tíminn er stuttur. White glóbe gaf bezta nppskeru í gróðrarstöðinni á Akureyri, 226 tvö hundruð punda tunnur af dagsiáttu. Sama af- brigðið hefir einnig reynzt bezt í Reykjavík, en uppskeran er ekki nema 147 tunnur (sbr. Bún- aðarritið 18. árg., 2. hefti bls. 146). Meðal- uppskeran af 5 beztu fóðurrófnategundunum á Akureyri var 190 tn. af dagsláttu, en í Reykja- vík ekki nema 111 tn. Rófna-uppskeran í gróðr- arstöðinni á Akureyri er þannig frekum 3/, hlut- um meiri en í gróðrarstöðinni í Reykjavík. Það mundi engan gleðja meira en mig, ef reynslan sýndi og framhaldstilraunir sönnuðu, að skilyrðin fyrir gaiðrækt væru svo góð á Norðurlandi, eins og skýrslan bendir til. Þá væri kartöflu- og rófna-rækt sannarlega mjög

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.