Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 16
12 Í’BEYK,. þessara áburðartegunda, þó getur það komið fyrir, ef vissa er fyrir því, að jarðveginn vanti eitthvert eitt jurta-næringarefni, en venjulegast eru þó hin efnin, annaðhvort eða bæði, borin á líka, en mest af því sem skortur er á, eða þá að húsdýra-áburður er borinn á með. Einhæfar áburðartegundir eru algengar og meira notaðar en fleirhæfar, af því fyrst og fremst, að þá hefir maður það í hendi sér, af hverju þessara efna mest skuli bera á, og í öðru lagi hafa þær einhæfu þann kost fram yfir hinar, að þær eru tiltölulega fyrirferðarminni. í>að er Jika enn auðgerðara að svíkja samsettu áburðartegundirnar en þær ósamsettu (einhæfu), en altaf er það aðgæzluvert við kaup á tilbún- uip áburði, að hann sé eins sterkur og hanu er sagður vera. Meðan efnarannsóknastofan er eklti komin á fót, varðar það mestu, að hann sé keyptur frá áreiðanlegum verzlunum. Kílísaltpétur er einvörðungu köfnunarefnis- áburður. Köfnunarefnið þurfa plönturnar til að mynda eggjahvítuefni sín (holdgjafaefni). Köfnunarefnið er dýrasta áburðarefnið, það er líka vandfarnast með það. IÞað geym- ist illa í jarðveginum i þeim samböndum, sem það getur orðið plöntunum að notum. Hús- dýraáburður heldur því illa x sér, því hættir til að gufa burt og mikið af því fer forgörðum 1 leginum, þar sem hann fer til spillis. Ollum plöntum er þetta efni nauðsynlegt. Kílísaltpétur (saltpétursúrt notron) flyzt um víða veröld frá Chili á vesturströnd Suð- urameríku. Hetta saltpéturslag er þar á 30 mílna stóru svæði, 1—5 fet á þykt. Það ligg- ur ofarlega eða efst i jarðveginum. Viðast er 1—27a fest þykt ofan að því. Deilt hefir verið um það, hvernig saltpét- urinn hafi myndast þarna, en seDnilegast þyk- ir, að hann sé myndaður af gúanólagi, sem þar hafi verið mikið af meðfram stöðuvatni. Að holdgjafaefni gúanósins hafi svo sýrst og breyst í saltpéturssýru og að síðan hafi með natroni úr stöðuvatninu myndast saltpétursúrt natron. Aðrir halda því fram að saltpéturinn hafi myndast þarna af þangi og þara. A fyrra helmingi síðustu aldar var farið að flytja Kílísaltpétur til Xorðurálfunnar en lengi vel var hann svo dýr, að hann var lítið notaður. Á seinni hluta aldarinnar færðist notkunin mikið í vöxt. Saltpéturinn er misjafnlega sterkur. I þeim sem mest er seldur eru 12— 15°/9 af köfnunarefni. Hann er hvítleitt salt, sem sýg- ur fljótt í sig raka; er því venjulega deigur. Þarf að geyma hann þar sem þurt er, svo raki komist ekki að honum, annars getur hann runnið niður. Saltpéturinn er borinn á að vorinu, um og eftir að sáð er. Sé hann í kögglum þarf að mylja þá vel. Honum er stráð jafnt yfir, ekki herfaður niður né á annan hátt færður niður í moldina. Bezt er að bera hann á þegar út- lit er fýrir regn. Sé hann borinn á graslendi er það ekki gjört fyr en farið er að grænka. í>að má ekki bera hann á fyr en þetta vegna þess að jarðvegurinn heldur honum svo illa í sér. Plönturnar þurfa að geta notfært sér hann fljótlega eftir að hann er borinn á. í>ær hafa einmitt á fyrsta vaxtarstigi sínu mesta þörf fyrir nægilegt köfnunarefni til þess að kom- ist geti í þær döggun. Saltpéturinn er einatt borinn á í tvennu lagi. Því, sem hverjum bletti er ætlað, er skift til helmninga og borið á með 2—3 vikna millibili. Á dagsláttu mun vera hæfilegt að bera 75—100 pd.; oft er meira borið á fyrir rótarávexti, alt að 150 pd. Reynslan verður að kenna oss hið rétta í þessu sem öðru. Þetta er dýr áburður; síðastliðið sumar voru 100 pundin seld hér í Reykjavík á 13,50 kr. Á flestum jarðvegi sjást þess fljótt merki, ef kílísaltpétur er borinn á. Gróðurinn vex meira og litur hans verður dökkgrænni en hann var áður. Saltpéturinn er borÍDn á þar sem skortur er á köfnunarefni í jarðveginum. Hans er sízt þörf í feitan og moldarmikinn jarðveg. (Eramh.) % Skökk hagfræði, Blaðið „Skandinaven11 telur vera skakka hagfræði það, er nú skal greina:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.